Brauðgerðarborð frá Frakklandi 29. september 2004 00:01 Ólöf Breiðfjörð, húsmóðir og heimskona, á forláta antík brauðgerðarborð sem hún heldur mikið upp á. "Svona borð fyrirfinnast aðeins í Suður-Frakklandi og á Norður-Spáni. Þau voru notuð til að gera brauð og borðið er allt hugsað með tilliti til þess hvernig það kemst í snertingu við brauðið. Fæturnir eru hafðir úr harðviði svo það berist ekki of mikill kuldi eða raki upp í brauðið. Þar næst kemur lítil plata úr harðviði. Svo kemur trog sem brauðið var hrært í. Trogið var úr ódýrari viði og þar var súrdeigið geymt yfir nótt. Alltaf var skilin eftir smáklípa af gamla deiginu og svo var hrært nýtt brauð á hverjum degi. Svo var plata yfir til að loka borðinu." Ólöf og maður hennar Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari fengu borðið í Suður-Frakklandi. "Við bjuggum úti um alla Evrópu í 15 ár og söfnuðum fallegum munum og mest af húsgögnunum okkar er keypt á antíkmörkuðum í Frakklandi. Ég sá svona borð hjá vinkonu minni og langaði strax að eignast svona sjálf. Það var erfitt að finna borðið en loks hittum við mann á markaði sem gat útvegað okkur svona borð. Elsti hlutinn af borðinu, fæturnir, er frá því 1890 en trogið slitnaði meira og var oftar endurnýjað svo það er yngra." Hvernig notar Ólöf svo brauðgerðarborðið fágæta? "Borðið nýtist mér sem fjölskylduborð. Við höfum lítið sjónvarp ofan á því en Gunnar geymir líka minnst notuðu nóturnar sínar þarna ofan í." Var ekkert erfitt að flytja öll þessi fallegu húsgögn yfir hafið og heim? "Við höfum flutt á fjögurra ára fresti frá því við hófum búskap svo það var ekkert mikið mál að flytja húsgögnin heim. En nú ætlum við ekkert að flytja meira heldur bara vera hér í Hlíðunum," segir Ólöf Breiðfjörð, sem stundar nú nám við Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og er alsæl með að vera komin heim. Hús og heimili Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Ólöf Breiðfjörð, húsmóðir og heimskona, á forláta antík brauðgerðarborð sem hún heldur mikið upp á. "Svona borð fyrirfinnast aðeins í Suður-Frakklandi og á Norður-Spáni. Þau voru notuð til að gera brauð og borðið er allt hugsað með tilliti til þess hvernig það kemst í snertingu við brauðið. Fæturnir eru hafðir úr harðviði svo það berist ekki of mikill kuldi eða raki upp í brauðið. Þar næst kemur lítil plata úr harðviði. Svo kemur trog sem brauðið var hrært í. Trogið var úr ódýrari viði og þar var súrdeigið geymt yfir nótt. Alltaf var skilin eftir smáklípa af gamla deiginu og svo var hrært nýtt brauð á hverjum degi. Svo var plata yfir til að loka borðinu." Ólöf og maður hennar Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari fengu borðið í Suður-Frakklandi. "Við bjuggum úti um alla Evrópu í 15 ár og söfnuðum fallegum munum og mest af húsgögnunum okkar er keypt á antíkmörkuðum í Frakklandi. Ég sá svona borð hjá vinkonu minni og langaði strax að eignast svona sjálf. Það var erfitt að finna borðið en loks hittum við mann á markaði sem gat útvegað okkur svona borð. Elsti hlutinn af borðinu, fæturnir, er frá því 1890 en trogið slitnaði meira og var oftar endurnýjað svo það er yngra." Hvernig notar Ólöf svo brauðgerðarborðið fágæta? "Borðið nýtist mér sem fjölskylduborð. Við höfum lítið sjónvarp ofan á því en Gunnar geymir líka minnst notuðu nóturnar sínar þarna ofan í." Var ekkert erfitt að flytja öll þessi fallegu húsgögn yfir hafið og heim? "Við höfum flutt á fjögurra ára fresti frá því við hófum búskap svo það var ekkert mikið mál að flytja húsgögnin heim. En nú ætlum við ekkert að flytja meira heldur bara vera hér í Hlíðunum," segir Ólöf Breiðfjörð, sem stundar nú nám við Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og er alsæl með að vera komin heim.
Hús og heimili Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira