Fækkar aðgerðum vegna æxla í húð 5. október 2004 00:01 Nýtt lyf sem upprætir vissar tegundir húðkrabbameins hefur verið flutt hingað til lands og samþykkt af yfirvöldum. Það heitir Metvix og er þróað og framleitt í Noregi. Lyfið hefur gagnast vel á húðæxli af flöguþekju-uppruna og fækkað skurðaðgerðum vegna þeirra. Metvix er krem sem er borið á æxlið í ákveðinn tíma og síðan er bletturinn lýstur með sérstöku tæki. Það er síðan samverkun lyfsins og ljóssins sem vinnur á meininu. Gísli Ingvarsson, húðlæknir í Lágmúlanum er kunnugur þessari meðferð og hefur yfir tæki að ráða sem notað er með áburðinum. "Ég kynntist þessu lyfi í Tromsö í Noregi þar sem ég starfaði um tíma," segir hann og staðfestir að Metvix sé orðið þekkt víða í Evrópu og tæknibúnaðurinn og aðferðafræðin sem þurfi til að beita meðferðinni sé vel þekkt af öllum húðsjúkdómalæknum. Hann telur þessa aðferð jafnvel gagnast á fleiri krabbamein en húðkrabba en skilyrði fyrir lækningu sé að hægt sé að koma ljósgjafanum að. Gísli segir húðkrabbamein hafa aukist jafnt og þétt í hlutfalli við sólarnotkun fólks og flöguþekju og grunnfrumumeinin sem Metvix vinnur á segir hann algeng hjá norrænu fólki. Meðferðin dugar hinsvegar ekki gegn sortuæxlum. Heilsa Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Nýtt lyf sem upprætir vissar tegundir húðkrabbameins hefur verið flutt hingað til lands og samþykkt af yfirvöldum. Það heitir Metvix og er þróað og framleitt í Noregi. Lyfið hefur gagnast vel á húðæxli af flöguþekju-uppruna og fækkað skurðaðgerðum vegna þeirra. Metvix er krem sem er borið á æxlið í ákveðinn tíma og síðan er bletturinn lýstur með sérstöku tæki. Það er síðan samverkun lyfsins og ljóssins sem vinnur á meininu. Gísli Ingvarsson, húðlæknir í Lágmúlanum er kunnugur þessari meðferð og hefur yfir tæki að ráða sem notað er með áburðinum. "Ég kynntist þessu lyfi í Tromsö í Noregi þar sem ég starfaði um tíma," segir hann og staðfestir að Metvix sé orðið þekkt víða í Evrópu og tæknibúnaðurinn og aðferðafræðin sem þurfi til að beita meðferðinni sé vel þekkt af öllum húðsjúkdómalæknum. Hann telur þessa aðferð jafnvel gagnast á fleiri krabbamein en húðkrabba en skilyrði fyrir lækningu sé að hægt sé að koma ljósgjafanum að. Gísli segir húðkrabbamein hafa aukist jafnt og þétt í hlutfalli við sólarnotkun fólks og flöguþekju og grunnfrumumeinin sem Metvix vinnur á segir hann algeng hjá norrænu fólki. Meðferðin dugar hinsvegar ekki gegn sortuæxlum.
Heilsa Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira