Yoko vill friðarsúlu í Reykjavík 5. október 2004 00:01 Yoko Ono, ekkja bítilsins Johns Lennons, hefur áhuga á að setja upp friðarsúlu í Reykjavík. Borgaryfirvöld hafa tekið vel í hugmyndina. Hugmynd Yoko Ono gengur út á að reisa friðarsúlu þaðan sem ljós á að streyma frá og boða þjóðum heims frið. Friðarsúluna á að fylla með óskum fólks sem það hefur skrifað niður og hengt á óskatréð, sem er listaverk sem sýnt hefur verið víða um heim. Yoko Ono hefur safnað þessum óskum saman til að gera þær að hluta af friðarbón sinni sem friðarsúlunni er ætlað að vera. Utan á friðarsúluna á að rita tvær ljóðlínur, aðra eftir John Lennon og hina eftir Yoko Ono. Í fréttatilkynningu sem Listasafn Reykjavíkur hefur sent frá sér segir að Yoko vilji reisa þessa friðarsúlu á Íslandi. Landið sé á toppi heimsins og brú á milli heimsálfanna Ameríku og Evrópu. Því geti friðaróskirnar streymt héðan frá höfuðborg landsins til alls heimsins. Soffía Karlsdóttir, kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir að hugmynd Yoko Ono hafi verið kynnt borgaryfirvöldum og að borgarstjórinn, Þórólfur Árnason, hafi tekið vel í hana. Enn eigi þó eftir að finna súlunni stað en samkvæmt hugmyndum Yoko verður hún nokkurra metra há. Þá hefur ekki enn verið útkljáð hver muni bera kostnað af smíði súlunnar. Verði þessari hugmynd hleypt í framkvæmd verður súlan sett upp á næsta ári. Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Yoko Ono, ekkja bítilsins Johns Lennons, hefur áhuga á að setja upp friðarsúlu í Reykjavík. Borgaryfirvöld hafa tekið vel í hugmyndina. Hugmynd Yoko Ono gengur út á að reisa friðarsúlu þaðan sem ljós á að streyma frá og boða þjóðum heims frið. Friðarsúluna á að fylla með óskum fólks sem það hefur skrifað niður og hengt á óskatréð, sem er listaverk sem sýnt hefur verið víða um heim. Yoko Ono hefur safnað þessum óskum saman til að gera þær að hluta af friðarbón sinni sem friðarsúlunni er ætlað að vera. Utan á friðarsúluna á að rita tvær ljóðlínur, aðra eftir John Lennon og hina eftir Yoko Ono. Í fréttatilkynningu sem Listasafn Reykjavíkur hefur sent frá sér segir að Yoko vilji reisa þessa friðarsúlu á Íslandi. Landið sé á toppi heimsins og brú á milli heimsálfanna Ameríku og Evrópu. Því geti friðaróskirnar streymt héðan frá höfuðborg landsins til alls heimsins. Soffía Karlsdóttir, kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir að hugmynd Yoko Ono hafi verið kynnt borgaryfirvöldum og að borgarstjórinn, Þórólfur Árnason, hafi tekið vel í hana. Enn eigi þó eftir að finna súlunni stað en samkvæmt hugmyndum Yoko verður hún nokkurra metra há. Þá hefur ekki enn verið útkljáð hver muni bera kostnað af smíði súlunnar. Verði þessari hugmynd hleypt í framkvæmd verður súlan sett upp á næsta ári.
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira