Silfur á netinu 7. október 2004 00:01 7. október 2004 Það er kannski rétt að hafa nokkur orð um þennan vef. Silfur Egils opnaði fyrst á veraldarvefnum í febrúar 2000, á strik.is, og hef ég skrifað greinar þar allar götur síðan, stundum þó nokkuð stopult. Strikið má muna sinn fífil fegurri, það opnaði rétt um aldamótin 2000, í því glaða góðæri, en flugið á því hefur daprast síðustu misseri. Nú hefur vefurinn semsagt fengið inni hér á vísi.is sem er gott og þakkarvert. Hér er kraftur og metnaður í mönnum. Og þá er varla ástæða til annars en að reyna að gera þetta með stæl. Góður ásetningur fer reyndar oft fyrir lítið á internetinu, bloggarar skjóta upp kollinum en hverfa svo jafnóðum, en ég hef hugsað mér að uppfæra pistlana nokkuð oft, varla sjaldnar en fimm sinnum í viku. Að auki birtast hér blaðagreinar eftir mig, skrif um bækur og kannski kvikmyndir og leikhús og annað menningarlegt. Svo verður hægt að skoða sjónvarpsþættina mína hérna á vefnum stuttu eftir að þeir eru sýndir á Stöð 2 á sunnudögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun
7. október 2004 Það er kannski rétt að hafa nokkur orð um þennan vef. Silfur Egils opnaði fyrst á veraldarvefnum í febrúar 2000, á strik.is, og hef ég skrifað greinar þar allar götur síðan, stundum þó nokkuð stopult. Strikið má muna sinn fífil fegurri, það opnaði rétt um aldamótin 2000, í því glaða góðæri, en flugið á því hefur daprast síðustu misseri. Nú hefur vefurinn semsagt fengið inni hér á vísi.is sem er gott og þakkarvert. Hér er kraftur og metnaður í mönnum. Og þá er varla ástæða til annars en að reyna að gera þetta með stæl. Góður ásetningur fer reyndar oft fyrir lítið á internetinu, bloggarar skjóta upp kollinum en hverfa svo jafnóðum, en ég hef hugsað mér að uppfæra pistlana nokkuð oft, varla sjaldnar en fimm sinnum í viku. Að auki birtast hér blaðagreinar eftir mig, skrif um bækur og kannski kvikmyndir og leikhús og annað menningarlegt. Svo verður hægt að skoða sjónvarpsþættina mína hérna á vefnum stuttu eftir að þeir eru sýndir á Stöð 2 á sunnudögum.