Úrsmiður keyrir um á krílí 8. október 2004 00:01 "Bíllinn minn var valinn einungis út af hagræði. Hann eyðir litlu og engir listar eru á hliðunum þannig að auðvelt verður að merkja hann versluninni minni, þegar ég rolast til þess," segir Rúnar I. Hannah, úrsmiður, eigandi verslunarinnar Úr að ofan og meðlimur í gleðisveitinni Breiðbandinu. "Bíllinn minn er fjögurra ára gamall Toyota Yaris sem ég keypti í sumar til að koma mér í og úr vinnu. Ég myndi segja að hans helsti kostur sé að hann er með geislaspilara og get ég því skellt geisladisknum Af fullum þunga með Breiðbandinu í hann hvenær sem er. Tæknilega séð þá er ég með Breiðbandið í bílnum," segir Rúnar og glottir við tönn þar sem húmorinn er aldrei langt undan. "Ég er mikið í bílnum þar sem ég bý í Keflavík en verslunin mín er á Laugaveginum. Ég nýti tímann í bílnum mjög vel því flestar hugmyndir mínar að textum og gríni fyrir Breiðbandið kvikna á Reykjanesbrautinni. Mér finnst rosalega gaman að keyra litla bíla og Yarisinn minn, sem ég kalla Krílið, er eins og frægt samkomuhús í Stuðmannamyndinni Með allt á hreinu - miklu stærri að innan en utan. Svo sit ég frekar hátt í bílnum og fæ því ekki á tilfinninguna að ég sé í svona litlum bíl." Rúnar hefur ekki brennandi áhuga á bílum sem er skrýtið þar sem það virðist loða við úrsmíðaiðnina. "Ég er í raun ekki mikill bílaáhugamaður, en mjög algengt er að úrsmiðir séu með bíladellu. Til dæmis voru bekkjarbræður mínir í úrsmíðaskólanum í Danmörku alltaf að tala um bíla og spá í draumabílinn. Eitt sinn þegar þeir spurðu mig hver væri minn draumabíll sagði ég að það væri Carlsberg flutningabíll fullur af bjór, helst með tengivagni líka. Ég held að það sé barasta ennþá draumabíllinn minn - nema í dag mætti hann vera fullur af Víking." Bílar Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
"Bíllinn minn var valinn einungis út af hagræði. Hann eyðir litlu og engir listar eru á hliðunum þannig að auðvelt verður að merkja hann versluninni minni, þegar ég rolast til þess," segir Rúnar I. Hannah, úrsmiður, eigandi verslunarinnar Úr að ofan og meðlimur í gleðisveitinni Breiðbandinu. "Bíllinn minn er fjögurra ára gamall Toyota Yaris sem ég keypti í sumar til að koma mér í og úr vinnu. Ég myndi segja að hans helsti kostur sé að hann er með geislaspilara og get ég því skellt geisladisknum Af fullum þunga með Breiðbandinu í hann hvenær sem er. Tæknilega séð þá er ég með Breiðbandið í bílnum," segir Rúnar og glottir við tönn þar sem húmorinn er aldrei langt undan. "Ég er mikið í bílnum þar sem ég bý í Keflavík en verslunin mín er á Laugaveginum. Ég nýti tímann í bílnum mjög vel því flestar hugmyndir mínar að textum og gríni fyrir Breiðbandið kvikna á Reykjanesbrautinni. Mér finnst rosalega gaman að keyra litla bíla og Yarisinn minn, sem ég kalla Krílið, er eins og frægt samkomuhús í Stuðmannamyndinni Með allt á hreinu - miklu stærri að innan en utan. Svo sit ég frekar hátt í bílnum og fæ því ekki á tilfinninguna að ég sé í svona litlum bíl." Rúnar hefur ekki brennandi áhuga á bílum sem er skrýtið þar sem það virðist loða við úrsmíðaiðnina. "Ég er í raun ekki mikill bílaáhugamaður, en mjög algengt er að úrsmiðir séu með bíladellu. Til dæmis voru bekkjarbræður mínir í úrsmíðaskólanum í Danmörku alltaf að tala um bíla og spá í draumabílinn. Eitt sinn þegar þeir spurðu mig hver væri minn draumabíll sagði ég að það væri Carlsberg flutningabíll fullur af bjór, helst með tengivagni líka. Ég held að það sé barasta ennþá draumabíllinn minn - nema í dag mætti hann vera fullur af Víking."
Bílar Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira