Hagsmunir og hugsjónir 16. október 2004 00:01 Birtist í DV 16. október 2004 Um daginn fletti ég tímaritinu Mannlífi og sá að þar var gríðarleg umfjöllun um þá góðu daga þegar Skjár einn var ungur og hress. Þarna voru flennistórar myndir af starfsfólki sjónvarpsstöðvarinnar í árdaga - þarmeðtalið allnokkrar af sjálfum mér - og lýsingar á samkvæmislífi starfsmanna. Gott ef ekki var minnst á orgíur. Ég sótti nokkur partí hjá Skjá einum á þessum tíma en man samt ekki eftir að hafa lent í stóðlífi. Kannski færðist fjör í leikinn eftir að við Vala Matt vorum farin heim. En þetta voru að sönnu glaðir tímar. Þegar bjartsýnin var hvað mest voru þrettán íslenskir þættir í loftinu á Skjá einum. Þá voru allir stjörnur. Reglulega voru haldnir peppfundir þar sem við starfsmennirnir klöppuðum fyrir sjálfum okkur. Ég var að sönnu nokkru eldri en flestir þarna (þykist þó enn greina 19 ára mann þegar ég horfi í spegil). En það var gaman að vera með svona ungu, fallegu og kláru fólki. Tilkoma Skjásins vakti heitar tilfinningar. Ég kom að einum keppinautnum þar sem hann var ólundarlega að raka laufi í garðinum sínum. Hann æsti sig, kom hlaupandi út að grindverkinu og sagði að það væri verið að "ræna banka". Kannski var bókhaldið ekki nákvæmt - og líklega var það smámisskiliningur þegar ég var metinn á 100 milljónir í viðskiptaáætlun Skjásins. Annars trúi ég helst ekki neinu illu upp á þá sem þarna voru. Þeir njóta sjaldnast eldanna sem fyrst kveikja þá. En þeim mun merkilegra er að sjá Skjá einn allt í einu verða að ríkisfyrirtæki. Makalaust er þetta með Landsímann. Það ætti ekki að þurfa að vera svo flókið mál að reka símafyrirtæki í ríkiseigu, bara að passa að bókhaldið stemmi og allir séu í góðu sambandi - en vesenið þarna innan dyra virðist ekki taka neinn enda. Eftir að gæðingar höfðu leikið þar lausum hala um árabil - skammtað sér alls kyns sporslur og látið greipar sópa - var fyrirtækið fært undan samgönguráðherra sem þurfti hérumbil að segja af sér vegna endalausra hneykslismála í Símanum. Hefði líklega verið látinn fjúka í flestum öðrum löndum. Svo er reynt að straumlínulaga batteríið. Ein af fáum konum sem hafa meikað það í viðskiptalífinu er gerð að stjórnarformanni - reyndar á tvöfalt hærra kaupi en áður þekktist. Það eru fengnir útlendir ráðgjafar til að lappa upp á ímyndina. Merki fyrirtækisins er breytt. Framkvæmdastjórinn kemur fram eins og filmstjarna á blaðamannafundi, íklæddur flauelsfötum og búinn að kasta bindinu sem hann hefur gengið með frá fermingu. En þetta er samt ríkisfyrirtæki og ekki annað hvað sem reynt er að breiða yfir það með ímyndarsköpun. Ekkert bólar enn á einkavæðingu Símans sem þó er eitt helsta stefnumál ríkisstjórnarinnar - og hefur verið á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins síðan elstu menn muna. Einkavæðingin klúðraðist svo eftirminnilega fyrir fáum árum þegar "litli landsímamaðurinn" var helsta hetjan í fjölmiðlunum stuttan tíma - lak öllu um sukkið í fyrirtækinu og var umsvifalaust rekinn. Einhver myndi þá halda að einmitt nú væri lag að einkavæða, þegar hlutabréfamarkaðurinn er eins og útblásin blaðra og menn bíða í röðum eftir að fá að kaupa - bara eitthvað... Í staðinn er hangið í hinu mjög svo vafasama rekstrarformi "hlutafélag í eigu ríkisins", en einkenni þess virðist helst vera að enginn sé ábyrgur fyrir neinu; stjórnendur Símans svara helst ekki í síma, hvorki gsm né fastlínu - og fyrirtækið fær að rása út eftir geðþótta. Nú er búið að kaupa heila sjónvarpsstöð. Skjár einn hefur verið ríkisvæddur - með Sirrý, Survivor, Sunnudagsþættinum og öllu klabbinu. Á Íslandi eru nú tvö sjónvarpsfélög í eigu ríkisins, bara eitt í einkaeign. Ráðherrar koma líka af fjöllum, þykjast ekki vita neitt. Hafa varla skoðun á málinu. Samt eru sérstakir trúnaðarmenn flokksins út um allt í fyrirtækinu. Maður sér þá skjótast inn og út úr hásölum valdsins í miðbænum. Eftir að það var tekið af Sturlu er eina hlutabréfið í fyrirtækinu er geymt í skúffu upp í fjármálaráðuneyti. En auðvitað er þetta vandræðamál. Líklega er ekki öruggt að selja Símann fyrr en er alveg víst að réttir kaupendur finnist. Það er ekki sama í kjafti hvaða ránfisks hann lendir. Samsærissinnaðir menn hafa þóst greina margvísleg plott. Að það sé verið að bíða eftir því að hræinu af Kolkrabbanum takist að öngla saman nógu fé til að kaupa Símann. Kaupverðið er vissulega ansi hátt - 40 milljarðar eru nefndir. Og svo segir bæjarrómur líka að hugmyndir séu um að Síminn verði undirstaðan í nýjum fjölmiðlarisa; fyrsta skrefið sé að bjarga Skjá einum frá falli með því að kaupa hann þangað inn og svo eigi að reyna að ná í Moggann - eða það sem verður eftir af honum. Þá loks geti andstæðingar Jóns Ásgeirs náð vopnum sínum í fjölmiðlunum - fyrst ekki tókst að setja á hann lög. Það er svo sprenghlægilegt dæmi um sandkassaleikinn sem fer fram hérna í viðskiptalífinu að þegar Síminn kaupir sjónvarpsstöð, þá kaupir hin sjónvarpsstöðin símafyrirtæki. Menn nefna nafn Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar sem lykilmanns í þessum plottum; hann er einn helsti kommisar flokksins í viðskiptalífinu og formaður útvarpsráðs svo fátt eitt sé nefnt. Össur Skarphéðinsson dembdi yfir hann skömmum í sjónvarpsviðtali í fyrradag og heimtaði að hann yrði látinn segja af sér. Ég veit ekki um það. En fyrir nokkrum árum las ég viðtal við þennan sama Gunnlaug sem mér er ákaflega minnisstætt. Það birtist einmitt hér í DV. Þar átti hann ekki nógu sterk orð til að lýsa því hvað hann væri mikill frjálshyggjumaður. Hann ítrekaði það margsinnis að hann væri einn af stofnendum Félags frjálshyggjumanna og sagðist þeirrar skoðunar að frjálshyggjan sé "dásamleg stefna". Gunnlaugur lætur samt frjálshyggjuna ekki þvælast meira fyrir sér en svo að hann er formaður útvarpsráðs til margra ára - sem jafngildir því að vera stjórnarformaður Ríkisútvarpsins - og er nú að baksa við að koma öðrum fjölmiðli undir verndarvæng ríkisvaldsins. Það er eins og vitur maður sagði eitt sinn - menn berjast af meiri ákafa fyrir hagsmunum sínum en hugsjónum... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blaðagreinar Silfur Egils Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun
Birtist í DV 16. október 2004 Um daginn fletti ég tímaritinu Mannlífi og sá að þar var gríðarleg umfjöllun um þá góðu daga þegar Skjár einn var ungur og hress. Þarna voru flennistórar myndir af starfsfólki sjónvarpsstöðvarinnar í árdaga - þarmeðtalið allnokkrar af sjálfum mér - og lýsingar á samkvæmislífi starfsmanna. Gott ef ekki var minnst á orgíur. Ég sótti nokkur partí hjá Skjá einum á þessum tíma en man samt ekki eftir að hafa lent í stóðlífi. Kannski færðist fjör í leikinn eftir að við Vala Matt vorum farin heim. En þetta voru að sönnu glaðir tímar. Þegar bjartsýnin var hvað mest voru þrettán íslenskir þættir í loftinu á Skjá einum. Þá voru allir stjörnur. Reglulega voru haldnir peppfundir þar sem við starfsmennirnir klöppuðum fyrir sjálfum okkur. Ég var að sönnu nokkru eldri en flestir þarna (þykist þó enn greina 19 ára mann þegar ég horfi í spegil). En það var gaman að vera með svona ungu, fallegu og kláru fólki. Tilkoma Skjásins vakti heitar tilfinningar. Ég kom að einum keppinautnum þar sem hann var ólundarlega að raka laufi í garðinum sínum. Hann æsti sig, kom hlaupandi út að grindverkinu og sagði að það væri verið að "ræna banka". Kannski var bókhaldið ekki nákvæmt - og líklega var það smámisskiliningur þegar ég var metinn á 100 milljónir í viðskiptaáætlun Skjásins. Annars trúi ég helst ekki neinu illu upp á þá sem þarna voru. Þeir njóta sjaldnast eldanna sem fyrst kveikja þá. En þeim mun merkilegra er að sjá Skjá einn allt í einu verða að ríkisfyrirtæki. Makalaust er þetta með Landsímann. Það ætti ekki að þurfa að vera svo flókið mál að reka símafyrirtæki í ríkiseigu, bara að passa að bókhaldið stemmi og allir séu í góðu sambandi - en vesenið þarna innan dyra virðist ekki taka neinn enda. Eftir að gæðingar höfðu leikið þar lausum hala um árabil - skammtað sér alls kyns sporslur og látið greipar sópa - var fyrirtækið fært undan samgönguráðherra sem þurfti hérumbil að segja af sér vegna endalausra hneykslismála í Símanum. Hefði líklega verið látinn fjúka í flestum öðrum löndum. Svo er reynt að straumlínulaga batteríið. Ein af fáum konum sem hafa meikað það í viðskiptalífinu er gerð að stjórnarformanni - reyndar á tvöfalt hærra kaupi en áður þekktist. Það eru fengnir útlendir ráðgjafar til að lappa upp á ímyndina. Merki fyrirtækisins er breytt. Framkvæmdastjórinn kemur fram eins og filmstjarna á blaðamannafundi, íklæddur flauelsfötum og búinn að kasta bindinu sem hann hefur gengið með frá fermingu. En þetta er samt ríkisfyrirtæki og ekki annað hvað sem reynt er að breiða yfir það með ímyndarsköpun. Ekkert bólar enn á einkavæðingu Símans sem þó er eitt helsta stefnumál ríkisstjórnarinnar - og hefur verið á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins síðan elstu menn muna. Einkavæðingin klúðraðist svo eftirminnilega fyrir fáum árum þegar "litli landsímamaðurinn" var helsta hetjan í fjölmiðlunum stuttan tíma - lak öllu um sukkið í fyrirtækinu og var umsvifalaust rekinn. Einhver myndi þá halda að einmitt nú væri lag að einkavæða, þegar hlutabréfamarkaðurinn er eins og útblásin blaðra og menn bíða í röðum eftir að fá að kaupa - bara eitthvað... Í staðinn er hangið í hinu mjög svo vafasama rekstrarformi "hlutafélag í eigu ríkisins", en einkenni þess virðist helst vera að enginn sé ábyrgur fyrir neinu; stjórnendur Símans svara helst ekki í síma, hvorki gsm né fastlínu - og fyrirtækið fær að rása út eftir geðþótta. Nú er búið að kaupa heila sjónvarpsstöð. Skjár einn hefur verið ríkisvæddur - með Sirrý, Survivor, Sunnudagsþættinum og öllu klabbinu. Á Íslandi eru nú tvö sjónvarpsfélög í eigu ríkisins, bara eitt í einkaeign. Ráðherrar koma líka af fjöllum, þykjast ekki vita neitt. Hafa varla skoðun á málinu. Samt eru sérstakir trúnaðarmenn flokksins út um allt í fyrirtækinu. Maður sér þá skjótast inn og út úr hásölum valdsins í miðbænum. Eftir að það var tekið af Sturlu er eina hlutabréfið í fyrirtækinu er geymt í skúffu upp í fjármálaráðuneyti. En auðvitað er þetta vandræðamál. Líklega er ekki öruggt að selja Símann fyrr en er alveg víst að réttir kaupendur finnist. Það er ekki sama í kjafti hvaða ránfisks hann lendir. Samsærissinnaðir menn hafa þóst greina margvísleg plott. Að það sé verið að bíða eftir því að hræinu af Kolkrabbanum takist að öngla saman nógu fé til að kaupa Símann. Kaupverðið er vissulega ansi hátt - 40 milljarðar eru nefndir. Og svo segir bæjarrómur líka að hugmyndir séu um að Síminn verði undirstaðan í nýjum fjölmiðlarisa; fyrsta skrefið sé að bjarga Skjá einum frá falli með því að kaupa hann þangað inn og svo eigi að reyna að ná í Moggann - eða það sem verður eftir af honum. Þá loks geti andstæðingar Jóns Ásgeirs náð vopnum sínum í fjölmiðlunum - fyrst ekki tókst að setja á hann lög. Það er svo sprenghlægilegt dæmi um sandkassaleikinn sem fer fram hérna í viðskiptalífinu að þegar Síminn kaupir sjónvarpsstöð, þá kaupir hin sjónvarpsstöðin símafyrirtæki. Menn nefna nafn Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar sem lykilmanns í þessum plottum; hann er einn helsti kommisar flokksins í viðskiptalífinu og formaður útvarpsráðs svo fátt eitt sé nefnt. Össur Skarphéðinsson dembdi yfir hann skömmum í sjónvarpsviðtali í fyrradag og heimtaði að hann yrði látinn segja af sér. Ég veit ekki um það. En fyrir nokkrum árum las ég viðtal við þennan sama Gunnlaug sem mér er ákaflega minnisstætt. Það birtist einmitt hér í DV. Þar átti hann ekki nógu sterk orð til að lýsa því hvað hann væri mikill frjálshyggjumaður. Hann ítrekaði það margsinnis að hann væri einn af stofnendum Félags frjálshyggjumanna og sagðist þeirrar skoðunar að frjálshyggjan sé "dásamleg stefna". Gunnlaugur lætur samt frjálshyggjuna ekki þvælast meira fyrir sér en svo að hann er formaður útvarpsráðs til margra ára - sem jafngildir því að vera stjórnarformaður Ríkisútvarpsins - og er nú að baksa við að koma öðrum fjölmiðli undir verndarvæng ríkisvaldsins. Það er eins og vitur maður sagði eitt sinn - menn berjast af meiri ákafa fyrir hagsmunum sínum en hugsjónum...
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun