Össur gagnrýnir aðgerðarleysi 16. október 2004 00:01 Sjálfstæðisflokkurinn er að notfæra sér verkfallið til að ýta undir hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins að sögn Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar. Í ræðu á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær gagnrýndi Össur ríkisstjórnina harkalega vegna aðgerðaleysis í kennaraverkfallinu. Hann sagði að vegna hugmynda um einkavæðingu þráaðist Sjálfstæðisflokkurinn við því að ríkisstjórnin kæmi að lausn deilunnar. "Krafa manna sem tilheyra Sjálfstæðisflokknum um fleiri rekstrarform er ekkert annað en krafa um einkavæðingu skólakerfisins. Það er markmið Sjálfstæðisflokksins," sagði Össur. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn sé á engan hátt að nýta sér verkfallið til að ýta undir hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins. "Það er engin spurning að verkfall mun leiða til þess að almenningur mun kalla á eftir breytingum á skólakerfinu. Verkfallið hefur nú þegar leitt til þess að fólk notar í auknum mæli netið og kennsluforrit í námi sínu og þetta mun eflaust flýta þróun skólakerfisins. Það hefur lengi verið á stefnuskrá hjá mörgum sjálfstæðismönnum að auka einkavæðingu - líka í skólakerfinu." Össur sagði ábyrgðarleysi af ríkisstjórn að segja um verkfall sem varðar þriðjung heimila í landinu að það kæmi henni ekki við. "Það er ábyrgðarleysi sem stappar nærri gáleysi. Það var þessi ríkisstjórn sem bjó til samningana sem grunnskólakennarar miða sig eðlilega við. Það var þessi ríkisstjórn sem breytti skattkerfinu þannig að hátt á annan milljarð króna minna koma árlega í hlut sveitarfélaganna. Það er því þessi ríkisstjórn sem ber ábyrgð á slæmri fjárhagsstöðu sveitarfélaganna." Össur gagnrýndi einnig framsóknarmenn. "Þegar formaður Framsóknarflokksins segir að verkfallið komi sér ekki við, þá er hann verkfæri Sjálfstæðisflokksins við að koma í gegn einkaskólum og einkavæðingu menntakerfisins." Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, sagði við Fréttablaðið að forsætisráðherra hefði ekki áhuga á að svara gagnrýni Össurar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er að notfæra sér verkfallið til að ýta undir hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins að sögn Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar. Í ræðu á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær gagnrýndi Össur ríkisstjórnina harkalega vegna aðgerðaleysis í kennaraverkfallinu. Hann sagði að vegna hugmynda um einkavæðingu þráaðist Sjálfstæðisflokkurinn við því að ríkisstjórnin kæmi að lausn deilunnar. "Krafa manna sem tilheyra Sjálfstæðisflokknum um fleiri rekstrarform er ekkert annað en krafa um einkavæðingu skólakerfisins. Það er markmið Sjálfstæðisflokksins," sagði Össur. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn sé á engan hátt að nýta sér verkfallið til að ýta undir hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins. "Það er engin spurning að verkfall mun leiða til þess að almenningur mun kalla á eftir breytingum á skólakerfinu. Verkfallið hefur nú þegar leitt til þess að fólk notar í auknum mæli netið og kennsluforrit í námi sínu og þetta mun eflaust flýta þróun skólakerfisins. Það hefur lengi verið á stefnuskrá hjá mörgum sjálfstæðismönnum að auka einkavæðingu - líka í skólakerfinu." Össur sagði ábyrgðarleysi af ríkisstjórn að segja um verkfall sem varðar þriðjung heimila í landinu að það kæmi henni ekki við. "Það er ábyrgðarleysi sem stappar nærri gáleysi. Það var þessi ríkisstjórn sem bjó til samningana sem grunnskólakennarar miða sig eðlilega við. Það var þessi ríkisstjórn sem breytti skattkerfinu þannig að hátt á annan milljarð króna minna koma árlega í hlut sveitarfélaganna. Það er því þessi ríkisstjórn sem ber ábyrgð á slæmri fjárhagsstöðu sveitarfélaganna." Össur gagnrýndi einnig framsóknarmenn. "Þegar formaður Framsóknarflokksins segir að verkfallið komi sér ekki við, þá er hann verkfæri Sjálfstæðisflokksins við að koma í gegn einkaskólum og einkavæðingu menntakerfisins." Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, sagði við Fréttablaðið að forsætisráðherra hefði ekki áhuga á að svara gagnrýni Össurar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent