Bowen-tækni 19. október 2004 00:01 "Bowen-tækni er tæplega 50 ára gömul aðferð sem er beitt við allskyns kvillum," segir Margeir Sigurðsson, Bowen-tæknir hjá Hómópötum og heilsulausnum í Ármúla 17. "Það var Ástralinn Ted Bowen sem þróaði þessa tækni en hann var ómenntaður maður sem þurfti 14 ára gamall að fara að vinna fyrir fjölskyldunni sinni. Bowen var líka áhugamaður um íþróttir og þegar samstarfsmenn og félagar úr íþróttunum kvörtuðu yfir verkjum og eymslum fór hann að nudda þá á ákveðinn hátt og öðruvísi en aðrir höfðu gert. Strákunum fór strax að líða betur og fljótlega spurðist þetta út. Þegar Bowen kom heim svo heim úr vinnunni á kvöldin var biðröð út úr dyrum og hann var oft að fram yfir miðnætti. Það kom að því að hann hætti að vinna og helgaði sig alveg þessari tækni. Hann var svo seinna gerður að heiðursdoktor í liðskekkjulækningum við háskólann í Sidney." Margeir segir Bowen-tækni mikið notaða við íþróttameiðslum og ekki síður sem fyrirbyggjandi aðferð. "Tæknin er annars notuð við hverskyns kvillum, verkjum og einnig þunglyndi. Það hafa verið gerðar miklar rannsóknir á þessu og nú síðast á Bowen-tækni við asma og í 80% tilfella hlaut fólk bata." Í lok október verður efnt til námskeiðs í Reykjavík í þessari tækni og um miðjan nóvember á Akureyri. "Þetta geta allir lært og í Bretlandi situr saman á skólabekk fólk af götunni, heimilislæknar og aðrir úr heilbrigðisstétt. Við erum líka svo heppin hér að hafa íslenskan kennara og allt námsefnið er á íslensku svo allir geta tekið þátt," segir Margeir. Heilsa Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Bowen-tækni er tæplega 50 ára gömul aðferð sem er beitt við allskyns kvillum," segir Margeir Sigurðsson, Bowen-tæknir hjá Hómópötum og heilsulausnum í Ármúla 17. "Það var Ástralinn Ted Bowen sem þróaði þessa tækni en hann var ómenntaður maður sem þurfti 14 ára gamall að fara að vinna fyrir fjölskyldunni sinni. Bowen var líka áhugamaður um íþróttir og þegar samstarfsmenn og félagar úr íþróttunum kvörtuðu yfir verkjum og eymslum fór hann að nudda þá á ákveðinn hátt og öðruvísi en aðrir höfðu gert. Strákunum fór strax að líða betur og fljótlega spurðist þetta út. Þegar Bowen kom heim svo heim úr vinnunni á kvöldin var biðröð út úr dyrum og hann var oft að fram yfir miðnætti. Það kom að því að hann hætti að vinna og helgaði sig alveg þessari tækni. Hann var svo seinna gerður að heiðursdoktor í liðskekkjulækningum við háskólann í Sidney." Margeir segir Bowen-tækni mikið notaða við íþróttameiðslum og ekki síður sem fyrirbyggjandi aðferð. "Tæknin er annars notuð við hverskyns kvillum, verkjum og einnig þunglyndi. Það hafa verið gerðar miklar rannsóknir á þessu og nú síðast á Bowen-tækni við asma og í 80% tilfella hlaut fólk bata." Í lok október verður efnt til námskeiðs í Reykjavík í þessari tækni og um miðjan nóvember á Akureyri. "Þetta geta allir lært og í Bretlandi situr saman á skólabekk fólk af götunni, heimilislæknar og aðrir úr heilbrigðisstétt. Við erum líka svo heppin hér að hafa íslenskan kennara og allt námsefnið er á íslensku svo allir geta tekið þátt," segir Margeir.
Heilsa Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira