Íslendingar í Evrópukeppni 20. október 2004 00:01 Tveir Íslendingar tóku þátt í keppni Evrópusamtaka hótel-og ferðamálaskóla um síðustu helgi í Bled í Slóveníu og frammistaða þeirra var glæsileg. Guðrún Birna Brynjarsdóttir, nemi á ferðamálabraut, fékk gull í keppni um ferðakynningar og Svanur Már Scheving bakaranemi silfur í keppni um gerð eftirrétta. Þau eru bæði nemendur við Menntaskólann í Kópavogi. Í samtökunum eru 350 skólar í 40 löndum og um helmingur skólanna tók þátt í keppninni í ár. Að sögn Sigríðar Þrúðar Stefánsdóttur, fagstjóra ferðagreina hjá MK, sem fór með íslensku nemendunum hefur Menntaskólinn í Kópavogi verið í samtökunum í 7 ár og þetta er sjötta árið sem hann kemur heim með verðlaun. Þetta er þó í fyrsta sinn sem báðir fulltrúar Íslands komast í toppsæti. "Þessi frammistaða sýnir á hvaða stigi okkar skóli er í samanburði við aðra enda er virkilega tekið eftir fólkinu okkar í þessum keppnum," segir Sigríður Þrúður. Við slógum á þráðinn til Guðrúnar Birnu, sem var að vonum ánægð með árangurinn. Ferðakynningin var liðakeppni þar sem tíu lið tóku þátt og hún kveðst hafa verið í liði með tveimur stúlkum og einum strák. Stúlkurnar voru frá Ítalíu og Hollandi og strákurinn frá Króatíu. "Við áttum að sýna hvernig við ætluðum að sannfæra landa okkar um að heimsókn til Slóveníu og þá sérstaklega Bled væri eftirsóknarverður kostur og höfðum einn dag til að undirbúa okkur. Reyndum að hafa kynninguna líflega og settum upp smá leikrit," segir hún. "Það sló algerlega í gegn." Nám Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Tveir Íslendingar tóku þátt í keppni Evrópusamtaka hótel-og ferðamálaskóla um síðustu helgi í Bled í Slóveníu og frammistaða þeirra var glæsileg. Guðrún Birna Brynjarsdóttir, nemi á ferðamálabraut, fékk gull í keppni um ferðakynningar og Svanur Már Scheving bakaranemi silfur í keppni um gerð eftirrétta. Þau eru bæði nemendur við Menntaskólann í Kópavogi. Í samtökunum eru 350 skólar í 40 löndum og um helmingur skólanna tók þátt í keppninni í ár. Að sögn Sigríðar Þrúðar Stefánsdóttur, fagstjóra ferðagreina hjá MK, sem fór með íslensku nemendunum hefur Menntaskólinn í Kópavogi verið í samtökunum í 7 ár og þetta er sjötta árið sem hann kemur heim með verðlaun. Þetta er þó í fyrsta sinn sem báðir fulltrúar Íslands komast í toppsæti. "Þessi frammistaða sýnir á hvaða stigi okkar skóli er í samanburði við aðra enda er virkilega tekið eftir fólkinu okkar í þessum keppnum," segir Sigríður Þrúður. Við slógum á þráðinn til Guðrúnar Birnu, sem var að vonum ánægð með árangurinn. Ferðakynningin var liðakeppni þar sem tíu lið tóku þátt og hún kveðst hafa verið í liði með tveimur stúlkum og einum strák. Stúlkurnar voru frá Ítalíu og Hollandi og strákurinn frá Króatíu. "Við áttum að sýna hvernig við ætluðum að sannfæra landa okkar um að heimsókn til Slóveníu og þá sérstaklega Bled væri eftirsóknarverður kostur og höfðum einn dag til að undirbúa okkur. Reyndum að hafa kynninguna líflega og settum upp smá leikrit," segir hún. "Það sló algerlega í gegn."
Nám Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira