Loðhælar og loðhúfur 21. október 2004 00:01 Þau Birna Hafstein og Ívar Örn Sverrisson leikarar eiga það sameiginlegt að uppáhaldsvetrarflíkurnar þeirra eru loðnar, mjúkar og hlýjar. Vetrarflíkur í uppáhaldi hjá Birnu eru fjólublái loðkraginn hennar og loðhælar. Ívar aftur á móti heldur upp á lopapeysuna sína og lopahúfu. Fréttablaðið mælti sér mót við þau í miðjum frumsýningarönnun en þau leika bæði í söngleiknum Litlu stúlkunni með eldspýturnar sem frumsýndur verður um helgina. Þau mættu í uppáhaldsvetrarfötunum enda má segja að vetur hafi gengið í garð í vikunni. Þau sögðu líka frá því hvað er efst á óskalistanum í vetur. Birnu langar mest í pels en Ívar í snjósleða. Birna: Fjólublái loðkraginn. Hvar: Keyptur á Portobello Market í London og ég fékk hann að gjöf frá kærastanum mínum. Hvenær: Fyrir svona fjórum árum. Af hverju í uppáhaldi: Rosalega mjúkur og hlýr og fallegur á litinn. Loðhælarnir: Hvar: Móðir mín keypti þá einhvers staðar í útlöndum á áttunda áratugnum. Hvenær: Ég gróf þá upp fyrir tveimur árum. Af hverju: Flottir og hlýir og vekja upp minningar frá barnæskunni. Efst á óskalistanum: Mjúk flík sem skýlir mér fyrir eldi og brennisteini íslenskrar veðráttu. Skósíður pels með háum kraga eða hettu frá Eggerti feldskera væri ekki slæmur. Ívar: Lopapeysan Hvar: Lopapeysuna keypti mamma handa mér í Tallinn þegar hún var þar á ferðalagi. Hvenær: Fyrir fimm árum síðan Af hverju: Mér finnst munstrið fallegt, liturinn er klassískur og svo er hún svakalega hlý. Loðhúfan: Hvar: Fékk hana líka frá mömmu, hún keypti hana í einhverri heildsölu í Kópavogi held ég þegar hún var í búningaleit. Hvenær: Ekki viss, ég held fyrir fjórum árum síðan. Af hverju í uppáhaldi: Á ekkert sem ver mig jafn vel fyrir vetrarkuldanum. Efst óskalistanum: Góður snjósleði, hraðskreiður og öruggur fyrir íslenskar aðstæður. Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Þau Birna Hafstein og Ívar Örn Sverrisson leikarar eiga það sameiginlegt að uppáhaldsvetrarflíkurnar þeirra eru loðnar, mjúkar og hlýjar. Vetrarflíkur í uppáhaldi hjá Birnu eru fjólublái loðkraginn hennar og loðhælar. Ívar aftur á móti heldur upp á lopapeysuna sína og lopahúfu. Fréttablaðið mælti sér mót við þau í miðjum frumsýningarönnun en þau leika bæði í söngleiknum Litlu stúlkunni með eldspýturnar sem frumsýndur verður um helgina. Þau mættu í uppáhaldsvetrarfötunum enda má segja að vetur hafi gengið í garð í vikunni. Þau sögðu líka frá því hvað er efst á óskalistanum í vetur. Birnu langar mest í pels en Ívar í snjósleða. Birna: Fjólublái loðkraginn. Hvar: Keyptur á Portobello Market í London og ég fékk hann að gjöf frá kærastanum mínum. Hvenær: Fyrir svona fjórum árum. Af hverju í uppáhaldi: Rosalega mjúkur og hlýr og fallegur á litinn. Loðhælarnir: Hvar: Móðir mín keypti þá einhvers staðar í útlöndum á áttunda áratugnum. Hvenær: Ég gróf þá upp fyrir tveimur árum. Af hverju: Flottir og hlýir og vekja upp minningar frá barnæskunni. Efst á óskalistanum: Mjúk flík sem skýlir mér fyrir eldi og brennisteini íslenskrar veðráttu. Skósíður pels með háum kraga eða hettu frá Eggerti feldskera væri ekki slæmur. Ívar: Lopapeysan Hvar: Lopapeysuna keypti mamma handa mér í Tallinn þegar hún var þar á ferðalagi. Hvenær: Fyrir fimm árum síðan Af hverju: Mér finnst munstrið fallegt, liturinn er klassískur og svo er hún svakalega hlý. Loðhúfan: Hvar: Fékk hana líka frá mömmu, hún keypti hana í einhverri heildsölu í Kópavogi held ég þegar hún var í búningaleit. Hvenær: Ekki viss, ég held fyrir fjórum árum síðan. Af hverju í uppáhaldi: Á ekkert sem ver mig jafn vel fyrir vetrarkuldanum. Efst óskalistanum: Góður snjósleði, hraðskreiður og öruggur fyrir íslenskar aðstæður.
Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira