Súpusumarið mikla í Hlaðvarpanum 21. október 2004 00:01 Haustið er tími heitrar og matarmikillar súpu, gjarnan súpu sem hefur fengið að sjóða lengi þannig að bragðið er orðið kynngimagnað. Þegar minnst er á ljúffengar súpur verða sumir, eða kannski frekar sumar konur, dreymnar í augum og minnast mikils súpusumars í Hlaðvarpanum fyrir liðlega tíu árum. Þá voru bornar þar fram magnaðar súpur öll kvöld í mikilli kvennastemningu. Konurnar bak við þetta súpusumar eru þær Margrét Pála Ólafsdóttir og Lilja Sigurðardóttir ásamt vinkonu þeirra kvennaskólagenginni. "Eitt vorið flaug konu minni í hug að þörf væri á kvenlegum, kvenvinsamlegum og kvennapólítískum veitingastað í Reykjavík," segir Margrét Pála um aðdragandann að þessu súpuævintýri. "Á sama tíma vildi einmitt þannig til að einhvern vantaði í eldhúsið í Hlaðvarpanum." Margrét segir að þær Lilja kona hennar og vinkona þeirra hafi rætt þetta mál yfir súpu og ákveðið að dengja sér í slaginn. Þær tóku verkefnið að sér til reynslu í þrjá mánuði yfir sumarið og veitingarekstur þeirra stóð einmitt þá þrjá mánuði. "Við lögðum metnað í hvíta stífaða borðdúka og tauservíettur og fleira sem okkur þótti í anda kvenlegra dyggða. Maturinn var seldur á verði sem hentaði konum, hráefnið var ávallt ferskt og fyrsta flokks eins og konum sæmir og við unnum þarna af sannri kvenmennsku. Og eins og þessar forsendur sýna gekk dæmið ekki upp," segir Margrét og hlær. "Hins vegar skemmtum við okkur drottningarlega og bárum fram kraftmiklar og öflugar súpur til viðbótar við miklar kvenpólitískar umræður, gítar á vegg og tarotspil á borðum og stundum sleppti ég súpusleifinni og greip gítarinn eða tarotspilin." Gúllassúpa Margrétar Pálu er stolin og staðfærð að hennar sögn og: "Þróuð vegna skorts á hugmyndaauðgi. Konan mín er hins vegar afar skapandi í eldhúsi og hennar uppskrift er að kjúklingasúpu sem er samkvæmt öllum kröfum dagsins í dag, bragðgóð, fitusnauð og gífurlega holl." Matur Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Sjá meira
Haustið er tími heitrar og matarmikillar súpu, gjarnan súpu sem hefur fengið að sjóða lengi þannig að bragðið er orðið kynngimagnað. Þegar minnst er á ljúffengar súpur verða sumir, eða kannski frekar sumar konur, dreymnar í augum og minnast mikils súpusumars í Hlaðvarpanum fyrir liðlega tíu árum. Þá voru bornar þar fram magnaðar súpur öll kvöld í mikilli kvennastemningu. Konurnar bak við þetta súpusumar eru þær Margrét Pála Ólafsdóttir og Lilja Sigurðardóttir ásamt vinkonu þeirra kvennaskólagenginni. "Eitt vorið flaug konu minni í hug að þörf væri á kvenlegum, kvenvinsamlegum og kvennapólítískum veitingastað í Reykjavík," segir Margrét Pála um aðdragandann að þessu súpuævintýri. "Á sama tíma vildi einmitt þannig til að einhvern vantaði í eldhúsið í Hlaðvarpanum." Margrét segir að þær Lilja kona hennar og vinkona þeirra hafi rætt þetta mál yfir súpu og ákveðið að dengja sér í slaginn. Þær tóku verkefnið að sér til reynslu í þrjá mánuði yfir sumarið og veitingarekstur þeirra stóð einmitt þá þrjá mánuði. "Við lögðum metnað í hvíta stífaða borðdúka og tauservíettur og fleira sem okkur þótti í anda kvenlegra dyggða. Maturinn var seldur á verði sem hentaði konum, hráefnið var ávallt ferskt og fyrsta flokks eins og konum sæmir og við unnum þarna af sannri kvenmennsku. Og eins og þessar forsendur sýna gekk dæmið ekki upp," segir Margrét og hlær. "Hins vegar skemmtum við okkur drottningarlega og bárum fram kraftmiklar og öflugar súpur til viðbótar við miklar kvenpólitískar umræður, gítar á vegg og tarotspil á borðum og stundum sleppti ég súpusleifinni og greip gítarinn eða tarotspilin." Gúllassúpa Margrétar Pálu er stolin og staðfærð að hennar sögn og: "Þróuð vegna skorts á hugmyndaauðgi. Konan mín er hins vegar afar skapandi í eldhúsi og hennar uppskrift er að kjúklingasúpu sem er samkvæmt öllum kröfum dagsins í dag, bragðgóð, fitusnauð og gífurlega holl."
Matur Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Sjá meira