Forneskjutaut á Alþingi 22. október 2004 00:01 Um langt árabil hefur það verið áhyggjuefni í þjóðfélaginu að bændur landsins væru fastir í fátæktargildrum á bújörðum sínum. Þeir hefðu lítinn arð af rekstri sem oft væri stundaður við afar erfið skilyrði. Í ofanálag væru eignir þeirra, jarðir, hús og búfé, verðlitlar og takmarkaðir möguleikar á að losa sig við þær fyrir viðunandi verð. Á allra síðustu árum hefur sú breyting hins vegar orðið að bújarðir hafa orðið eftirsóttar til kaups fyrir hærra verð en nokkru sinni áður. Eignamenn hafa leitað eftir jörðum til einkanota eða til að skapa sumarbústaðalönd og aðra afþreyingu fyrir þéttbýlisbúa og einhverjir hafa séð tækifæri til hagkvæms búrekstrar með sameiningu jarða og framleiðsluréttar. Þetta hefur leitt til þess að fjöldi bænda hefur loks getað hætt búskap og horfið til annarra starfa eða byrjað að njóta áhyggjulauss ævikvölds. Þessi framvinda mála er fagnaðarefni. Annars vegar vegna þess að hún frelsar bændur úr fjötrum. Hins vegar vegna þess að hún skapar skilyrði til þess að smám saman verði farið að líta á landbúnað sem hverja og aðra atvinnugrein í stað þess að búa við sérréttindi, ríkisstyrki og forsjá opinberra aðila. Það kemur ekki á óvart að hinir venjulegu talsmenn kyrrstöðu á Alþingi skuli finna þróuninni allt til foráttu. En það er einkennilegt að forneskjutautið skuli eiga jafn víðtækan hljómgrunn meðal stjórnarandstæðinga og umræður í þinginu á fimmtudaginn sýndu. Málshefjandinn, Jón Bjarnason þingmaður Vinstri grænna, talaði um að menn væru "að vakna upp vondan draum" og bændur að verða "leiguliðar auðmanna". Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vildi endurskoða opinberan fjárstuðning við landbúnaðinn af því að niðurgreiðslur og styrkir lentu nú í "vösum ríkisbubba" en ekki fátækra bænda. Og Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Frjálslyndra, fór með gamla þulu, sem þekkt er frá málflutningi hans í sjávarútvegsmálum, að sjálfstætt starfandi mönnum í landbúnaði myndi fækka og eignir færast á fárra hendur. Það er með ólíkindum að þingmenn skuli telja boðlegt að hafa í frammi slíkt afturhaldsraus í byrjun tuttugustu og fyrstu aldar. Í stað þess að horfa á það sem mikilvægast er, tækifærin í stöðunni fyrir bændur, landbúnaðinn og hinar dreifðu byggðir, er rausað um "uppkaup" og "samþjöppun" og boðið upp á innihaldslausa og merkingarvana orðaleppa um "leiguliða" og "stóreignamenn". "Baugsveldinu" er jafnvel blandað í málið, að því er virðist í von um að skjóta stjórnarliðum skelk í bringu. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra þykir ekki alltaf mjög nútímalegur í orðum og hugsun en í þessum umræðum var málflutningur hans skynsamlegur. Taka ber undir ummæli hans um að ekkert mætti aðhafast til að stöðva þá framfaraþróun sem nú ætti sér stað í sveitum landsins. Ráðherrann getur með réttu þakkað sér hlut í þeim breytingum sem eru að verða. Einn aflvaki breytinganna er nýju jarða- og ábúðarlögin sem Alþingi samþykkti í vor fyrir hans tilstuðlan, en með þeim var aflétt margvíslegum úreltum kvöðum á ábúð jarða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun
Um langt árabil hefur það verið áhyggjuefni í þjóðfélaginu að bændur landsins væru fastir í fátæktargildrum á bújörðum sínum. Þeir hefðu lítinn arð af rekstri sem oft væri stundaður við afar erfið skilyrði. Í ofanálag væru eignir þeirra, jarðir, hús og búfé, verðlitlar og takmarkaðir möguleikar á að losa sig við þær fyrir viðunandi verð. Á allra síðustu árum hefur sú breyting hins vegar orðið að bújarðir hafa orðið eftirsóttar til kaups fyrir hærra verð en nokkru sinni áður. Eignamenn hafa leitað eftir jörðum til einkanota eða til að skapa sumarbústaðalönd og aðra afþreyingu fyrir þéttbýlisbúa og einhverjir hafa séð tækifæri til hagkvæms búrekstrar með sameiningu jarða og framleiðsluréttar. Þetta hefur leitt til þess að fjöldi bænda hefur loks getað hætt búskap og horfið til annarra starfa eða byrjað að njóta áhyggjulauss ævikvölds. Þessi framvinda mála er fagnaðarefni. Annars vegar vegna þess að hún frelsar bændur úr fjötrum. Hins vegar vegna þess að hún skapar skilyrði til þess að smám saman verði farið að líta á landbúnað sem hverja og aðra atvinnugrein í stað þess að búa við sérréttindi, ríkisstyrki og forsjá opinberra aðila. Það kemur ekki á óvart að hinir venjulegu talsmenn kyrrstöðu á Alþingi skuli finna þróuninni allt til foráttu. En það er einkennilegt að forneskjutautið skuli eiga jafn víðtækan hljómgrunn meðal stjórnarandstæðinga og umræður í þinginu á fimmtudaginn sýndu. Málshefjandinn, Jón Bjarnason þingmaður Vinstri grænna, talaði um að menn væru "að vakna upp vondan draum" og bændur að verða "leiguliðar auðmanna". Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vildi endurskoða opinberan fjárstuðning við landbúnaðinn af því að niðurgreiðslur og styrkir lentu nú í "vösum ríkisbubba" en ekki fátækra bænda. Og Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Frjálslyndra, fór með gamla þulu, sem þekkt er frá málflutningi hans í sjávarútvegsmálum, að sjálfstætt starfandi mönnum í landbúnaði myndi fækka og eignir færast á fárra hendur. Það er með ólíkindum að þingmenn skuli telja boðlegt að hafa í frammi slíkt afturhaldsraus í byrjun tuttugustu og fyrstu aldar. Í stað þess að horfa á það sem mikilvægast er, tækifærin í stöðunni fyrir bændur, landbúnaðinn og hinar dreifðu byggðir, er rausað um "uppkaup" og "samþjöppun" og boðið upp á innihaldslausa og merkingarvana orðaleppa um "leiguliða" og "stóreignamenn". "Baugsveldinu" er jafnvel blandað í málið, að því er virðist í von um að skjóta stjórnarliðum skelk í bringu. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra þykir ekki alltaf mjög nútímalegur í orðum og hugsun en í þessum umræðum var málflutningur hans skynsamlegur. Taka ber undir ummæli hans um að ekkert mætti aðhafast til að stöðva þá framfaraþróun sem nú ætti sér stað í sveitum landsins. Ráðherrann getur með réttu þakkað sér hlut í þeim breytingum sem eru að verða. Einn aflvaki breytinganna er nýju jarða- og ábúðarlögin sem Alþingi samþykkti í vor fyrir hans tilstuðlan, en með þeim var aflétt margvíslegum úreltum kvöðum á ábúð jarða.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun