Ingibjörg Sólrún tekur frumkvæðið 22. október 2004 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, átti "pólitískt comeback" í vikunni þegar hún kynnti áfangaskýrslu framtíðarhópsins sem hún stýrir. Hún kynnti skýrsluna á flokksstjórnarfundi um síðustu helgi og hefur síðan fylgt því starfi eftir í fjölmiðlum alla vikuna. Stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar hafa haft áhyggjur af því hve erfitt hún hefur átt uppdráttar sem varaformaður enda hefur hún lækkað úr nærri 35% í 9% í mælingum Fréttablaðsins á trausti almennings til stjórnmálamanna. Á meðan Össur Skarphéðinsson hefur flutt 35 ræður á Alþingi á 3 vikum eða samtals í 134 mínútur hefur Ingibjörg Sólrún engan vettvang haft fyrr en nú að athyglin beinist að henni sem formanni framtíðarhópsins. Ingibjörg Sólrún lagði áherslu á að tillögur hópsins væru hvorki endanleg stefna hvað þá hennar eigin áherslur. "Það er náttúrlega ekki meining að þetta verði min stefna heldur á eignarhaldið á þessari stefnu, ef svo má segja, að vera sem víðtækast, að sem flestir taki þátt í mótun hennar. Það er svo ekki óeðlilegt að ég verkstýri þessu. Eitthvað verður varaformaðurinn að gera! " Varnarmálin hafa verið í sviðsljósinu í vikunni en mesta nýmælið í umræðuplöggum framtíðarhópsins er án vafa áherslan á aðferðafræði þegar ákveða á hvort rekstur skuli vera í höndum hins opinberra eða einkaaðila. Öðrum þræði er þetta opnun á einkavæðingu hvort tveggja í mennta- og heilbrigðismálum, án þess að það sé sagt berum orðum. Ingibjörg talar þó opinskátt um að forðast beri kreddur eins og þær að allt sé betra í höndum ríkisins. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort skipta megi út orðinu aðferðafræði fyrir hugmyndafræði í glærunum sem Ingibjörg Sólrún notaði óspart við kynningu á málefninu. "Nei, það er tvennt ólíkt í mínum huga." Ummæli Ingibjargar Sólrúnar að Framsókn væri "ömurlegur flokkur" ollu titringi innan R listans. Hún segir að framtíð hans sé í hans eigin höndum ef fólk beri gæfu til að bera upp lista saman; koma sér saman um borgarstjóraefni og hafa skýran "fókus". -Hvað með Þórólf Árnason, verður hann ekki að taka skýra pólítíska afstöðu? "Ég held að Þórólfur Árnason þurfi að vera á listanum, tvímælalaust. Svo má auðvitað velta fyrir sér leiðtogaprófkjöri eins og sjálfstæðismenn ætluðu að gera. Þá fengi hann skýrt umboð í gegnum það." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, átti "pólitískt comeback" í vikunni þegar hún kynnti áfangaskýrslu framtíðarhópsins sem hún stýrir. Hún kynnti skýrsluna á flokksstjórnarfundi um síðustu helgi og hefur síðan fylgt því starfi eftir í fjölmiðlum alla vikuna. Stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar hafa haft áhyggjur af því hve erfitt hún hefur átt uppdráttar sem varaformaður enda hefur hún lækkað úr nærri 35% í 9% í mælingum Fréttablaðsins á trausti almennings til stjórnmálamanna. Á meðan Össur Skarphéðinsson hefur flutt 35 ræður á Alþingi á 3 vikum eða samtals í 134 mínútur hefur Ingibjörg Sólrún engan vettvang haft fyrr en nú að athyglin beinist að henni sem formanni framtíðarhópsins. Ingibjörg Sólrún lagði áherslu á að tillögur hópsins væru hvorki endanleg stefna hvað þá hennar eigin áherslur. "Það er náttúrlega ekki meining að þetta verði min stefna heldur á eignarhaldið á þessari stefnu, ef svo má segja, að vera sem víðtækast, að sem flestir taki þátt í mótun hennar. Það er svo ekki óeðlilegt að ég verkstýri þessu. Eitthvað verður varaformaðurinn að gera! " Varnarmálin hafa verið í sviðsljósinu í vikunni en mesta nýmælið í umræðuplöggum framtíðarhópsins er án vafa áherslan á aðferðafræði þegar ákveða á hvort rekstur skuli vera í höndum hins opinberra eða einkaaðila. Öðrum þræði er þetta opnun á einkavæðingu hvort tveggja í mennta- og heilbrigðismálum, án þess að það sé sagt berum orðum. Ingibjörg talar þó opinskátt um að forðast beri kreddur eins og þær að allt sé betra í höndum ríkisins. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort skipta megi út orðinu aðferðafræði fyrir hugmyndafræði í glærunum sem Ingibjörg Sólrún notaði óspart við kynningu á málefninu. "Nei, það er tvennt ólíkt í mínum huga." Ummæli Ingibjargar Sólrúnar að Framsókn væri "ömurlegur flokkur" ollu titringi innan R listans. Hún segir að framtíð hans sé í hans eigin höndum ef fólk beri gæfu til að bera upp lista saman; koma sér saman um borgarstjóraefni og hafa skýran "fókus". -Hvað með Þórólf Árnason, verður hann ekki að taka skýra pólítíska afstöðu? "Ég held að Þórólfur Árnason þurfi að vera á listanum, tvímælalaust. Svo má auðvitað velta fyrir sér leiðtogaprófkjöri eins og sjálfstæðismenn ætluðu að gera. Þá fengi hann skýrt umboð í gegnum það."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent