Lífið

Ísskápur endurnýjaður

Ísskápar bila og gefa sig eins og hvert annað heimilistæki og þá er víst nauðsynlegt að fá sér annan. En einhvern veginn bindist maður sérstökum böndum við ísskápinn sinn. Hann fæðir mann og klæðir góðum mat og auðvelt er að missa sig í skæra ljósinu á síðkvöldum yfir sjónvarpinu. Þó að auðvitað sé um að gera að skipta út ísskápnum fyrir nýja og flottari týpu, með engar hrukkur eða grá hár, þá þýðir það ekki að gamli, góði, kósí ísskápurinn þurfi að algjörlega að fara. Gott ráð er að taka gamla ísskápann í gegn, taka allt freon úr honum og sprautumála hann í flottum og skærum litum. Hægt er að skreyta hann aðeins að innan líka og þegar yfirhalningunni er lokið er hægt að skella honum út á verönd. Nú á veturna þegar frystirinn fyllist af kleinum, smákökum og tertum fyrir jólin þá er tilvalið að nota gamla ísskápinn undir allt það sem kemst ekki fyrir inni. Jólagosið getur líka dúsað út í gamla ísskápnum sem og klakapokar ef frostið er nóg. Þannig öðlast ísskápurinn endurnýjun lífdaga og þú losnar við samviskubitið yfir nýja módelinu.
Eftir. Ekki sjón að sjá gamla ísskápinn sem hefur aldeilis verið tekinn í andlitslyftingu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×