Samfylkingarkonur í stafgöngu 25. október 2004 00:01 Þeir sem ferðast um í miðbænum gætu tekið eftir hópi föngulegra kvenna sem arkar þar um stræti og torg með bros á vör og staf í hendi. Þar eru á ferð þingkonur Samfylkingarinnar og aðrar konur tengdar flokkinum sem hittast í hádeginu á miðvikudögum hjá Alþingishúsinu og rækta sál og líkama. "Þetta er mjög gott framtak að þingkonur geti leyft sér að fara út í hádeginu, hreinsað hugann og mætt síðan endurnærðar til starfa. Þær vinna erfitt og krefjandi starf og því nauðsynlegt að komast út í ferska loftið," segir Guðný Aradóttir en hún kennir Samfylkingarkonunum stafagöngu á hverjum miðvikudegi. "Þetta er tilraun hjá okkur og ef áhugi er fyrir hendi þá höldum við áfram í stafgöngu um óákveðinn tíma. Við erum búnar að ganga í tvær vikur en það hafa ekki alltaf allir mætt því þingkonurnar eru í þannig vinnu að ekki er alltaf hægt að sleppa frá. Við erum allavega búnar að koma okkur af stað. Við göngum í um það bil klukkutíma og reynum að fara um víðan völl; í kringum tjörnina, upp í Þingholtin og um miðbæinn. Þingkonurnar hafa að göngu lokinni mjög góða aðstöðu til að taka sig til fyrir vinnuna og því gengur þetta vel upp." Námskeiðið er ekki bundið við Samfylkingarkonur og ítrekar Guðný að hver sem er megi setja sig í samband við þær og slást í hópinn. "Þetta er algjört kvennaframtak og þegar konur taka sér eitthvað fyrir hendur þá eru þær sterkari saman. Það er líka svo gott að rækta líkamann, fara út og ná súrefnisupptöku í hreina loftinu okkar. Þingkonurnar eru líka að auka þol og kraft með þessari skemmtilegu íþrótt," segir Guðný en hún er einnig með stafgöngunámskeið ásamt Jónu Hildi Bjarnadóttur í Laugardalnum. Heilsa Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þeir sem ferðast um í miðbænum gætu tekið eftir hópi föngulegra kvenna sem arkar þar um stræti og torg með bros á vör og staf í hendi. Þar eru á ferð þingkonur Samfylkingarinnar og aðrar konur tengdar flokkinum sem hittast í hádeginu á miðvikudögum hjá Alþingishúsinu og rækta sál og líkama. "Þetta er mjög gott framtak að þingkonur geti leyft sér að fara út í hádeginu, hreinsað hugann og mætt síðan endurnærðar til starfa. Þær vinna erfitt og krefjandi starf og því nauðsynlegt að komast út í ferska loftið," segir Guðný Aradóttir en hún kennir Samfylkingarkonunum stafagöngu á hverjum miðvikudegi. "Þetta er tilraun hjá okkur og ef áhugi er fyrir hendi þá höldum við áfram í stafgöngu um óákveðinn tíma. Við erum búnar að ganga í tvær vikur en það hafa ekki alltaf allir mætt því þingkonurnar eru í þannig vinnu að ekki er alltaf hægt að sleppa frá. Við erum allavega búnar að koma okkur af stað. Við göngum í um það bil klukkutíma og reynum að fara um víðan völl; í kringum tjörnina, upp í Þingholtin og um miðbæinn. Þingkonurnar hafa að göngu lokinni mjög góða aðstöðu til að taka sig til fyrir vinnuna og því gengur þetta vel upp." Námskeiðið er ekki bundið við Samfylkingarkonur og ítrekar Guðný að hver sem er megi setja sig í samband við þær og slást í hópinn. "Þetta er algjört kvennaframtak og þegar konur taka sér eitthvað fyrir hendur þá eru þær sterkari saman. Það er líka svo gott að rækta líkamann, fara út og ná súrefnisupptöku í hreina loftinu okkar. Þingkonurnar eru líka að auka þol og kraft með þessari skemmtilegu íþrótt," segir Guðný en hún er einnig með stafgöngunámskeið ásamt Jónu Hildi Bjarnadóttur í Laugardalnum.
Heilsa Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira