EDDA 2004: Netkosning hafin á Vísi 26. október 2004 00:01 Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) kynnti í gær tilnefningar til Edduverðlaunanna 2004. Þá hófst einnig Netkosning hér á Vísi en almenningi gefst eingöngu kostur á að kjósa á Vísi. Á sérstöku vefsvæði sem opnað hefur verið á Vísi er að finna upplýsingar um tilnefningar í ár, sigurvegara fyrri ára og aðrar upplýsingar sem tengjast Edduverðlaununum. Þá verður á Vísi hægt að horfa á beina útsendingu kynningarþátta um Edduverðlaunin. Þættirnir eru fimm og verða þeir sýndir dagana 8. – 12. nóvember. Í hverjum flokki gefst fólki kostur á að velja á milli þriggja til fimm tilnefninga. Val almennings hefur 30% vægi á móti vali þúsund meðlima akademíunnar. Í einum flokki, Sjónvarpsmaður ársins, verða engar tilnefningar, heldur verður hægt að kjósa einn úr 33 manna hópi. Auk þess að kjósa um Sjónvarpsmann ársins á Vísi mun Gallup spyrja um hug almennings í skoðanakönnun. Atkvæðagreiðslan á Vísi stendur til klukkan 14:00 laugardaginn 13. nóvember en Edduverðlaunin verða afhent í beinni útsendingu sunnudaginn 14. nóvember í Sjónvarpinu og á Vísi. Áhorfendur heima munu þá velja á milli fimm vinsælustu tilnefninganna úr þessum tveimur könnunum í símakosningu eða með SMS-sendingum.Fara á EDDU-vef Vísis Eddan Menning Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Glatkistunni lokað Menning Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið Fleiri fréttir Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) kynnti í gær tilnefningar til Edduverðlaunanna 2004. Þá hófst einnig Netkosning hér á Vísi en almenningi gefst eingöngu kostur á að kjósa á Vísi. Á sérstöku vefsvæði sem opnað hefur verið á Vísi er að finna upplýsingar um tilnefningar í ár, sigurvegara fyrri ára og aðrar upplýsingar sem tengjast Edduverðlaununum. Þá verður á Vísi hægt að horfa á beina útsendingu kynningarþátta um Edduverðlaunin. Þættirnir eru fimm og verða þeir sýndir dagana 8. – 12. nóvember. Í hverjum flokki gefst fólki kostur á að velja á milli þriggja til fimm tilnefninga. Val almennings hefur 30% vægi á móti vali þúsund meðlima akademíunnar. Í einum flokki, Sjónvarpsmaður ársins, verða engar tilnefningar, heldur verður hægt að kjósa einn úr 33 manna hópi. Auk þess að kjósa um Sjónvarpsmann ársins á Vísi mun Gallup spyrja um hug almennings í skoðanakönnun. Atkvæðagreiðslan á Vísi stendur til klukkan 14:00 laugardaginn 13. nóvember en Edduverðlaunin verða afhent í beinni útsendingu sunnudaginn 14. nóvember í Sjónvarpinu og á Vísi. Áhorfendur heima munu þá velja á milli fimm vinsælustu tilnefninganna úr þessum tveimur könnunum í símakosningu eða með SMS-sendingum.Fara á EDDU-vef Vísis
Eddan Menning Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Glatkistunni lokað Menning Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið Fleiri fréttir Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira