Kaupir ekki mikið af fötum 27. október 2004 00:01 "Ég kaupi mér ekki mikið af fötum. Ég reyni að fara sjaldnar og kaupi mér þá eitthvað sem ég get blandað við þau föt sem ég á fyrir. Ég á ekki mikið af fötum en ég á rosalega mikið af skóm. Ég er eiginlega algjör skófrík," segir Sesselja Thorberg, iðnhönnuður og aðstoðardagskrárgerðarmanneskja í þættinum Innlit útlit með Völu Matt á Skjá Einum. Aðspurð um hvað sé í algjöru uppáhaldi verður Sesselja að velja tvennt sem hún hefur sérstakt dálæti á. "Nýi jakkinn minn úr Zöru er í uppáhaldi núna. Hann er alveg glænýr úr flaueli og með skinnkraga. Hann er rosalega töff og ég fíla líka þennan "forties"-stíl. Annað sem ég held mikið upp á eru bleiku gúmmístígvélin mín sem ég geng mjög oft í. Ég keypti þau í Focus og þau eru mjög flott með röndum á og smellu. Stígvélin eru praktískt og vekja auðvitað athygli hvert sem ég fer," segir Sesselja sem lætur snið og samsetningu ráða fatavali frekar en merki. "Ég versla hvar sem er og er ekki mikið merkjafrík, nema þá helst í töskum. Ef sniðið er fallegt og litasamsetningin líka þá kaupi ég flíkina." Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
"Ég kaupi mér ekki mikið af fötum. Ég reyni að fara sjaldnar og kaupi mér þá eitthvað sem ég get blandað við þau föt sem ég á fyrir. Ég á ekki mikið af fötum en ég á rosalega mikið af skóm. Ég er eiginlega algjör skófrík," segir Sesselja Thorberg, iðnhönnuður og aðstoðardagskrárgerðarmanneskja í þættinum Innlit útlit með Völu Matt á Skjá Einum. Aðspurð um hvað sé í algjöru uppáhaldi verður Sesselja að velja tvennt sem hún hefur sérstakt dálæti á. "Nýi jakkinn minn úr Zöru er í uppáhaldi núna. Hann er alveg glænýr úr flaueli og með skinnkraga. Hann er rosalega töff og ég fíla líka þennan "forties"-stíl. Annað sem ég held mikið upp á eru bleiku gúmmístígvélin mín sem ég geng mjög oft í. Ég keypti þau í Focus og þau eru mjög flott með röndum á og smellu. Stígvélin eru praktískt og vekja auðvitað athygli hvert sem ég fer," segir Sesselja sem lætur snið og samsetningu ráða fatavali frekar en merki. "Ég versla hvar sem er og er ekki mikið merkjafrík, nema þá helst í töskum. Ef sniðið er fallegt og litasamsetningin líka þá kaupi ég flíkina."
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira