Heima er best 27. október 2004 00:01 "Við erum með mjög breitt úrval bæði í húsgögnum og borðbúnaði og leggjum áherslu á notalega stemningu á heimilinu," segir Áslaug Jónsdóttir, en hún á verslanirnar Líf og List í Smáralind og Líf og List - húsgögn í Ármúla 44, ásamt eiginmanni sínum Oddi Gunnarssyni. Þau hjónin ráku Húsgagnahöllina í tuttugu ár og hafa því lifað og hrærst í þessum bransa síðan árið 1980 og eru með puttann á púlsinum bæði í húsgagna- og heimilisvörutískunni. "Fólk á Íslandi er vissulega meðvitaðra um tísku í húsgögnum og heimilisvörum en áður. Áður fyrr hafði fólk stofuna sína fína fyrir gestina en vanrækti aðra hluti heimilisins. Nú vill fólk hafa fínt hjá sér í hverju herbergi. Við erum orðin miklu heimakærari en áður og finnst gaman að hafa fínt heima hjá okkur," segja Áslaug og Oddur. Oddur og Áslaug opnuðu verslunina Líf og List í Smáralind í nóvember árið 2002 og í maí árið eftir keyptu þau HP húsgögn í Ármúla 44. Nú í ágúst breyttu þau nafni HP húsgagna í Líf og List - húsgögn. Í versluninni í Smáralind fæst borðbúnaður í miklu úrvali. Einnig leggur verslunin ríka áherslu á gjafavöru. Í Líf og List - húsgögn eru húsgögn af öllu tagi og einnig dýnur. Það sérstaka við húsgögnin í versluninni er að hægt er að innrétta heilu herbergin í sama stíl. Vinsælustu vörurnar í Líf og List: Vörur tengdar léttvínsmenningu. Glös, karöflur og stútar svo eitthvað sé nefnt. Fólk spáir mikið í vínglös og er þetta sama þróun og átti sér stað í Evrópu fyrir nokkrum árum. Kaffi og allt sem því við kemur. Fjöldi fólks hefur kaffidrykkju sem áhugamál. Könnur, bollar og allt mögulegt tengt kaffidrykkju. Alls konar leir og postulín. Verslunin er með 48 mismunandi tegundir af matarstellum. Franspostulínið er mjög vinsælt sem og ítalski leirinn. Til dæmis er hægt að fá diska í hvaða formum sem er; hringlaga, kassalaga eða sporöskjulaga. Vinsælustu vörurnar í Líf og List - húsgögn: Stressless-hægindastólar. Þeir eru með hreyfanlegan höfuðpúða og snúningsfæti. Hér er á ferð ný hugsun í hægindastólum. Meirihlutann af tímanum sem fólk eyðir heima hjá sér þá er það sitjandi. Stressless-hægindastólarnir koma í mismunandi stærðum og passa því hverjum og einum. Hægt er að fá heilt sófasett í stíl við stólana. Passion-dýnur. Dýnurnar eru klæðskerasniðnar að hverjum og einum. Hægt er að velja stærð, lit, efni í yfirdýnu, lit í yfirdýnu, gorma, fætur, hjól og nudd svo eitthvað sé nefnt. Dýnurnar eru lyftidýnur. Ljós eik. Hægt er að fá næstum því allt í sama stílnum; hillur, borð, stóla og sjónvarpshillu. Eikin er ekki mjög dýr en dugar heillengi.Í Líf og List er gríðarlegt úrval af stellum í ýmsum litum og gerðum.Mynd/E.Ól Hús og heimili Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
"Við erum með mjög breitt úrval bæði í húsgögnum og borðbúnaði og leggjum áherslu á notalega stemningu á heimilinu," segir Áslaug Jónsdóttir, en hún á verslanirnar Líf og List í Smáralind og Líf og List - húsgögn í Ármúla 44, ásamt eiginmanni sínum Oddi Gunnarssyni. Þau hjónin ráku Húsgagnahöllina í tuttugu ár og hafa því lifað og hrærst í þessum bransa síðan árið 1980 og eru með puttann á púlsinum bæði í húsgagna- og heimilisvörutískunni. "Fólk á Íslandi er vissulega meðvitaðra um tísku í húsgögnum og heimilisvörum en áður. Áður fyrr hafði fólk stofuna sína fína fyrir gestina en vanrækti aðra hluti heimilisins. Nú vill fólk hafa fínt hjá sér í hverju herbergi. Við erum orðin miklu heimakærari en áður og finnst gaman að hafa fínt heima hjá okkur," segja Áslaug og Oddur. Oddur og Áslaug opnuðu verslunina Líf og List í Smáralind í nóvember árið 2002 og í maí árið eftir keyptu þau HP húsgögn í Ármúla 44. Nú í ágúst breyttu þau nafni HP húsgagna í Líf og List - húsgögn. Í versluninni í Smáralind fæst borðbúnaður í miklu úrvali. Einnig leggur verslunin ríka áherslu á gjafavöru. Í Líf og List - húsgögn eru húsgögn af öllu tagi og einnig dýnur. Það sérstaka við húsgögnin í versluninni er að hægt er að innrétta heilu herbergin í sama stíl. Vinsælustu vörurnar í Líf og List: Vörur tengdar léttvínsmenningu. Glös, karöflur og stútar svo eitthvað sé nefnt. Fólk spáir mikið í vínglös og er þetta sama þróun og átti sér stað í Evrópu fyrir nokkrum árum. Kaffi og allt sem því við kemur. Fjöldi fólks hefur kaffidrykkju sem áhugamál. Könnur, bollar og allt mögulegt tengt kaffidrykkju. Alls konar leir og postulín. Verslunin er með 48 mismunandi tegundir af matarstellum. Franspostulínið er mjög vinsælt sem og ítalski leirinn. Til dæmis er hægt að fá diska í hvaða formum sem er; hringlaga, kassalaga eða sporöskjulaga. Vinsælustu vörurnar í Líf og List - húsgögn: Stressless-hægindastólar. Þeir eru með hreyfanlegan höfuðpúða og snúningsfæti. Hér er á ferð ný hugsun í hægindastólum. Meirihlutann af tímanum sem fólk eyðir heima hjá sér þá er það sitjandi. Stressless-hægindastólarnir koma í mismunandi stærðum og passa því hverjum og einum. Hægt er að fá heilt sófasett í stíl við stólana. Passion-dýnur. Dýnurnar eru klæðskerasniðnar að hverjum og einum. Hægt er að velja stærð, lit, efni í yfirdýnu, lit í yfirdýnu, gorma, fætur, hjól og nudd svo eitthvað sé nefnt. Dýnurnar eru lyftidýnur. Ljós eik. Hægt er að fá næstum því allt í sama stílnum; hillur, borð, stóla og sjónvarpshillu. Eikin er ekki mjög dýr en dugar heillengi.Í Líf og List er gríðarlegt úrval af stellum í ýmsum litum og gerðum.Mynd/E.Ól
Hús og heimili Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira