Ferðamannaparadís 27. október 2004 00:01 Líkt og í Singapore, er æði margt framandi sem ber fyrir augu á Bali. Menningin er önnur, fólkið er annað og jafnvel lyktin er allt önnur. Víða má sjá litlar körfur sem eru sérútbúnar daglega af Balinesum sem gjafir til guða þeirra, en um 95% Balinesa eru hindúatrúar þrátt fyrir að muslimatrú sé algengasta trú íbúa Indónesíu. Á Bali eru miklar andstæður og þar er að sjá allt frá betlandi börnum upp í lúxus hótel þar sem hvergi er kusk að finna. Uppi í fjallaþorpunum er lífið ólíkt því sem gerist á helstu ferðamannastöðunum en þar eru meiri rólegheit og minna áreiti en í borgunum. Náttúran er einnig fjölbreytt en Bali er eldfjallaeyja og ber landslagið ýmiss merki þess. Bali hefur lengi verið vinsæl ferðamannaeyja einkum vegna hagstæðs verðlags fyrir vestræna ferðamenn sem geta leyft sér að lifa eins og kóngar og drottningar á meðan dvöl þeirra stendur. Strendurnar á Bali eru þekktar fyrir falleg sólsetur og öldurnar teljast hagstæðar til brimbrettaiðkunar sem er vinsælt sport hér um slóðir. Vinsældir Kuta sem áningarstaðs hafa aukist á ný eftir sprengingarnar sem urðu á vinsælu diskóteki 12. október 2002, en eftir þær fækkaði komum vestrænna ferðamanna til Kuta töluvert. Enn hefur ekkert verið byggt þar sem diskótekið var en hinum megin við götuna er búið að reisa minnisvarða um fórnarlömb sprengingarinnar þar sem nöfn hvers og eins eru talin upp. Það er undarleg tilfinning að standa og horfa á lista af nöfnum þeirra látnu einstaklinga sem voru í sínu mesta sakleysi að skemmta sér í fríinu sínu, á eyju sem er annáluð fyrir jafn mikla fegurð og raun ber vitni en jafnframt friðsamlega og brosmilda íbúa. Því miður erum við stöðugt minnt á að kannski erum við hvergi óhult fyrir hryðjuverkum, ekki einu sinni á eyju sem minnir um margt á paradís á jörðu. Ferðalög Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira
Líkt og í Singapore, er æði margt framandi sem ber fyrir augu á Bali. Menningin er önnur, fólkið er annað og jafnvel lyktin er allt önnur. Víða má sjá litlar körfur sem eru sérútbúnar daglega af Balinesum sem gjafir til guða þeirra, en um 95% Balinesa eru hindúatrúar þrátt fyrir að muslimatrú sé algengasta trú íbúa Indónesíu. Á Bali eru miklar andstæður og þar er að sjá allt frá betlandi börnum upp í lúxus hótel þar sem hvergi er kusk að finna. Uppi í fjallaþorpunum er lífið ólíkt því sem gerist á helstu ferðamannastöðunum en þar eru meiri rólegheit og minna áreiti en í borgunum. Náttúran er einnig fjölbreytt en Bali er eldfjallaeyja og ber landslagið ýmiss merki þess. Bali hefur lengi verið vinsæl ferðamannaeyja einkum vegna hagstæðs verðlags fyrir vestræna ferðamenn sem geta leyft sér að lifa eins og kóngar og drottningar á meðan dvöl þeirra stendur. Strendurnar á Bali eru þekktar fyrir falleg sólsetur og öldurnar teljast hagstæðar til brimbrettaiðkunar sem er vinsælt sport hér um slóðir. Vinsældir Kuta sem áningarstaðs hafa aukist á ný eftir sprengingarnar sem urðu á vinsælu diskóteki 12. október 2002, en eftir þær fækkaði komum vestrænna ferðamanna til Kuta töluvert. Enn hefur ekkert verið byggt þar sem diskótekið var en hinum megin við götuna er búið að reisa minnisvarða um fórnarlömb sprengingarinnar þar sem nöfn hvers og eins eru talin upp. Það er undarleg tilfinning að standa og horfa á lista af nöfnum þeirra látnu einstaklinga sem voru í sínu mesta sakleysi að skemmta sér í fríinu sínu, á eyju sem er annáluð fyrir jafn mikla fegurð og raun ber vitni en jafnframt friðsamlega og brosmilda íbúa. Því miður erum við stöðugt minnt á að kannski erum við hvergi óhult fyrir hryðjuverkum, ekki einu sinni á eyju sem minnir um margt á paradís á jörðu.
Ferðalög Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira