Fatnaður úr plöntubeðma 27. október 2004 00:01 Í versluninni Igmu er í boði fatnaður sem unninn er úr plöntubeðma, en það er fjölsykrungur sem er öllum plöntum nauðsynlegur. Það sem plöntubeðmi þykir hafa umfram bómull í fatnaði er að hann dregur fyrr í sig raka og sleppir honum hraðar en bómullin gerir sem þýðir að flíkin andar vel. "Sérstaklega hefur verið mælt með þessum flíkum fyrir fólk sem stundar einhverja hreyfingu, þó að þetta henti að sjálfsögðu öllum því það er bara ótrúlega þægilegt að klæðast þeim. Efnið er einstaklega mjúkt og heldur flíkin sér ótrúlega vel alveg sama hversu mikið hún er þvegin og liturinn dofnar ekki neitt," segir María Hrafnsdóttir annar eigandi Igmu. "Hægt er að hafa flíkina í vasanum heilan dag, skella sér svo strax í hana án þess að hún sé nokkuð krumpuð," segir María. Igmu rekur María ásamt vinkonu sinni Ingibjörgu Jónsdóttur en þær byrjuðu mjög smátt og fluttu inn fáar vörur og notuðust við herbergi dóttur Ingibjargar til að byrja með. "Allt hefur gengið mjög vel upp og nú erum við komnar með þessa verslun en við höldum einnig sölukynningar í fyrirtækjum," segja þær. Eitthvað hefur fólki þótt erfitt að finna verslunina en hún er við Kleppsmýrarveg beint á móti Bónus í Skútuvoginum. "Þegar fólk hefur ratað hingað til okkar þá kemur það alltaf aftur og eigum við orðið góðan hóp fastakúnna sem við þekkjum orðið vel og hefur það verið sagt við okkur að við séum best geymda leyndarmálið í Reykjavík," segja þær brosandi.Fimelle rúllukragabolur kr. 3.59Mynd/GVAFimelle nærfatasett kr. 2.580Mynd/GVAFimelle hlýrabolur kr. 1.590Mynd/GVANina Von C nærfatasett kr.5.280Mynd/GVA Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Í versluninni Igmu er í boði fatnaður sem unninn er úr plöntubeðma, en það er fjölsykrungur sem er öllum plöntum nauðsynlegur. Það sem plöntubeðmi þykir hafa umfram bómull í fatnaði er að hann dregur fyrr í sig raka og sleppir honum hraðar en bómullin gerir sem þýðir að flíkin andar vel. "Sérstaklega hefur verið mælt með þessum flíkum fyrir fólk sem stundar einhverja hreyfingu, þó að þetta henti að sjálfsögðu öllum því það er bara ótrúlega þægilegt að klæðast þeim. Efnið er einstaklega mjúkt og heldur flíkin sér ótrúlega vel alveg sama hversu mikið hún er þvegin og liturinn dofnar ekki neitt," segir María Hrafnsdóttir annar eigandi Igmu. "Hægt er að hafa flíkina í vasanum heilan dag, skella sér svo strax í hana án þess að hún sé nokkuð krumpuð," segir María. Igmu rekur María ásamt vinkonu sinni Ingibjörgu Jónsdóttur en þær byrjuðu mjög smátt og fluttu inn fáar vörur og notuðust við herbergi dóttur Ingibjargar til að byrja með. "Allt hefur gengið mjög vel upp og nú erum við komnar með þessa verslun en við höldum einnig sölukynningar í fyrirtækjum," segja þær. Eitthvað hefur fólki þótt erfitt að finna verslunina en hún er við Kleppsmýrarveg beint á móti Bónus í Skútuvoginum. "Þegar fólk hefur ratað hingað til okkar þá kemur það alltaf aftur og eigum við orðið góðan hóp fastakúnna sem við þekkjum orðið vel og hefur það verið sagt við okkur að við séum best geymda leyndarmálið í Reykjavík," segja þær brosandi.Fimelle rúllukragabolur kr. 3.59Mynd/GVAFimelle nærfatasett kr. 2.580Mynd/GVAFimelle hlýrabolur kr. 1.590Mynd/GVANina Von C nærfatasett kr.5.280Mynd/GVA
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning