Þetta er svona brosbíll 13. október 2005 14:52 Grái Citroenbragginn hennar Ernu Hrannar Herbertsdóttur er sætur bíll sem fær fólk til að horfa á eftir sér. "Þetta er svona brosbíll. Fólk lyftir brúnum þegar það sér hann -- og brosir. Allt niður í smábörn. Hann er það mikið öðruvísi en þeir bílar sem algengastir eru á götunum," segir Erna Hrönn ánægð með gripinn og heldur áfram. "Ég varð voða kát þegar ég sá hann auglýstan síðastliðið sumar -- ég held bara að það hafi verið í Fréttablaðinu. Það var ekki fyrr en í júlí þannig að ég er svo til nýbyrjuð að taka hann til kostanna. Áður var hann í eigu Vestmannaeyings og hann á allan heiðurinn af því hvað hann lítur vel út að utan. Sætin eru orðin svolítið slitin en ég læt laga þau einhverntíma." Bíllinn er af árgerð 1988 en bara ekinn 56 þúsund kílómetra. Svo er hann með topplúgu og hægt að taka þakið niður. "Það var ansi þægilegt í sumarhitanum," segir eigandinn. Erna Hrönn starfar í eldhúsi Latabæjar og fer á brosbílnum í vinnuna þegar vel viðrar. Hún kveðst hafa látið sig dreyma um svona Citroenbragga frá því hún var ung stelpa úti í Frakklandi. "Ég hef alltaf verið veik fyrir þeim síðan enda er ofsalega gott að sitja í þeim, fjaðrabúnaðurinn er svo fínn. Svo eru þeir mjög léttir. Það er leikur fyrir eina manneskju að ýta þeim en það væri heldur ekki sniðugt að fara á slíkum bíl meðfram Hafnarfjallinu þegar mesta rokið er. Við ætlum að leggja þessum í vetur því hann er frekar óþéttur og kaldur og hentar ekki til vetraraksturs. Setjum hann því inn í skúr og lofum honum vera þar í 3-4 mánuði, þar til vorar á ný." Bílar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Grái Citroenbragginn hennar Ernu Hrannar Herbertsdóttur er sætur bíll sem fær fólk til að horfa á eftir sér. "Þetta er svona brosbíll. Fólk lyftir brúnum þegar það sér hann -- og brosir. Allt niður í smábörn. Hann er það mikið öðruvísi en þeir bílar sem algengastir eru á götunum," segir Erna Hrönn ánægð með gripinn og heldur áfram. "Ég varð voða kát þegar ég sá hann auglýstan síðastliðið sumar -- ég held bara að það hafi verið í Fréttablaðinu. Það var ekki fyrr en í júlí þannig að ég er svo til nýbyrjuð að taka hann til kostanna. Áður var hann í eigu Vestmannaeyings og hann á allan heiðurinn af því hvað hann lítur vel út að utan. Sætin eru orðin svolítið slitin en ég læt laga þau einhverntíma." Bíllinn er af árgerð 1988 en bara ekinn 56 þúsund kílómetra. Svo er hann með topplúgu og hægt að taka þakið niður. "Það var ansi þægilegt í sumarhitanum," segir eigandinn. Erna Hrönn starfar í eldhúsi Latabæjar og fer á brosbílnum í vinnuna þegar vel viðrar. Hún kveðst hafa látið sig dreyma um svona Citroenbragga frá því hún var ung stelpa úti í Frakklandi. "Ég hef alltaf verið veik fyrir þeim síðan enda er ofsalega gott að sitja í þeim, fjaðrabúnaðurinn er svo fínn. Svo eru þeir mjög léttir. Það er leikur fyrir eina manneskju að ýta þeim en það væri heldur ekki sniðugt að fara á slíkum bíl meðfram Hafnarfjallinu þegar mesta rokið er. Við ætlum að leggja þessum í vetur því hann er frekar óþéttur og kaldur og hentar ekki til vetraraksturs. Setjum hann því inn í skúr og lofum honum vera þar í 3-4 mánuði, þar til vorar á ný."
Bílar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira