Bíll sem sér í myrkri 29. október 2004 00:01 Honda þróar nú nætursjón í bíl, þá fyrstu sinnar tegundar. Nætursjónin greinir gangandi vegfarendur, reiðhjólafólk og dýr og gerir bílstjóra viðvart. Kerfið byggir á myndavélum sem greina innrauða geisla frá fólki og dýrum á akbrautinni framan við bílinn eða á leið út á hana. Nætursjónin verður frumsýnd á nýjum Honda Legend bíl í haust. Myndavélarnar eru tvær á framenda bílsins. Vélarnar greina bæði langbylgju og innrautt ljós sem lifandi verur gefa frá sér. Kerfið metur út frá stærð hvort um ræðir dýr eða mann og þá hvort hann er gangandi eða á hjóli. Ekkert annað kerfi er til fyrir bíla sem varar með þessum hætti við mönnum og dýrum, ekki bara á akbrautinni heldur líka á leið út á hana. Afstöðumynd kemur fram á skjá yfir mælaborðinu en skjárinn hverfur inn í mælaborðið á daginn. Maður eða dýr á eða við akbrautina koma fram sem lýsandi rammi á skjánum og um leið kemur hljóðviðvörun. Nætursjón Hondabílanna er talin góð viðbót við nýju ljósin sem lýsa fyrir horn og nú sjást á æ fleiri lúxusbílum. Bílar Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Honda þróar nú nætursjón í bíl, þá fyrstu sinnar tegundar. Nætursjónin greinir gangandi vegfarendur, reiðhjólafólk og dýr og gerir bílstjóra viðvart. Kerfið byggir á myndavélum sem greina innrauða geisla frá fólki og dýrum á akbrautinni framan við bílinn eða á leið út á hana. Nætursjónin verður frumsýnd á nýjum Honda Legend bíl í haust. Myndavélarnar eru tvær á framenda bílsins. Vélarnar greina bæði langbylgju og innrautt ljós sem lifandi verur gefa frá sér. Kerfið metur út frá stærð hvort um ræðir dýr eða mann og þá hvort hann er gangandi eða á hjóli. Ekkert annað kerfi er til fyrir bíla sem varar með þessum hætti við mönnum og dýrum, ekki bara á akbrautinni heldur líka á leið út á hana. Afstöðumynd kemur fram á skjá yfir mælaborðinu en skjárinn hverfur inn í mælaborðið á daginn. Maður eða dýr á eða við akbrautina koma fram sem lýsandi rammi á skjánum og um leið kemur hljóðviðvörun. Nætursjón Hondabílanna er talin góð viðbót við nýju ljósin sem lýsa fyrir horn og nú sjást á æ fleiri lúxusbílum.
Bílar Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira