Dekkin borin saman 29. október 2004 00:01 Tíminn er kominn hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við erum farin að vakna aðeins fyrr á morgnana til að skafa af gluggunum á bílnum og miðstöðin er endalaust lengi að verma kalda kroppana. Fyrr en varir ágerist frostið og göturnar verða ísi lagðar. "Undanfarið hafa nagladekkin verið vinsælust hjá okkur. Þau hafa að minnsta kosti selst meira í ár en undanfarin haust," segir Guðni Gunnarsson hjá hjólbarðaverkstæðinu Bílkó í Kópavogi. "Það er aragrúi af dekkjum á markaðinum, mörg léleg og mörg mjög góð. Öryggi er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur. Það hefur verið mikið í umræðunni um að nagladekkin fari illa með malbik og því ætti fólk ekki að keyra á þeim. Við hvetjum fólk til að velja þau dekk sem það vill og hafa öryggið í fyrirrúmi." Guðni vill brýna fyrir fólki að heilsársdekk eru ekki endilega þau sem þau sýnast. "Til eru ónegld vetrardekk sem margir á Íslandi kalla heilsársdekk. Þau eru lögleg allt árið en eru ekki mjög góð á sumrin þar sem gúmmíið í þeim þarf kælingu til að endast sem best. Síðan eru til heilsársdekk sem eru úr gúmmíblöndu sem endist líka á sumrin," segir Guðni. Guðni segir ekkert hægt að fullyrða um endingu dekkja. Hún sé afskaplega mismunandi. "Endingin á dekki fer eftir bílum, akstri og tegund dekks. Hágæðavara getur skemmst á nokkrum dögum og svo getur hún enst í nokkur ár," segir Guðni. Nagladekk Kostir Naglarnir grípa vel í hálku og eru besta vörnin í ísingu. Gallar Mikið heyrist í nagladekkjum. Kornadekk Kostir Hljóðlát Gallar Þau eru sóluð sem sumum finnst galli. Ekki eins mikið grip og nagladekk. Ónegld vetrardekk Kostir Hljóðlát Gallar Ekki eins mikið grip og nagladekk. Ekki heilsársdekk -- þarf að umfelga og taka undan á sumrin. Heilsársdekk Kostir Gúmmíblanda endist á sumrin. Oft ódýrari. Þarf ekki að skipta út á sumrin. Gallar Grípa ekki eins vel og ónegldu vetrardekkin.Bílkó selur dekk frá stórum dekkjaframleiðendum sem eru með háan gæðastaðal.Mynd/E.ÓlNú er um að gera að fara að velja sér dekk og verjast hálkunni sem leggst á vegina.Mynd/E.Ól Bílar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Tíminn er kominn hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við erum farin að vakna aðeins fyrr á morgnana til að skafa af gluggunum á bílnum og miðstöðin er endalaust lengi að verma kalda kroppana. Fyrr en varir ágerist frostið og göturnar verða ísi lagðar. "Undanfarið hafa nagladekkin verið vinsælust hjá okkur. Þau hafa að minnsta kosti selst meira í ár en undanfarin haust," segir Guðni Gunnarsson hjá hjólbarðaverkstæðinu Bílkó í Kópavogi. "Það er aragrúi af dekkjum á markaðinum, mörg léleg og mörg mjög góð. Öryggi er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur. Það hefur verið mikið í umræðunni um að nagladekkin fari illa með malbik og því ætti fólk ekki að keyra á þeim. Við hvetjum fólk til að velja þau dekk sem það vill og hafa öryggið í fyrirrúmi." Guðni vill brýna fyrir fólki að heilsársdekk eru ekki endilega þau sem þau sýnast. "Til eru ónegld vetrardekk sem margir á Íslandi kalla heilsársdekk. Þau eru lögleg allt árið en eru ekki mjög góð á sumrin þar sem gúmmíið í þeim þarf kælingu til að endast sem best. Síðan eru til heilsársdekk sem eru úr gúmmíblöndu sem endist líka á sumrin," segir Guðni. Guðni segir ekkert hægt að fullyrða um endingu dekkja. Hún sé afskaplega mismunandi. "Endingin á dekki fer eftir bílum, akstri og tegund dekks. Hágæðavara getur skemmst á nokkrum dögum og svo getur hún enst í nokkur ár," segir Guðni. Nagladekk Kostir Naglarnir grípa vel í hálku og eru besta vörnin í ísingu. Gallar Mikið heyrist í nagladekkjum. Kornadekk Kostir Hljóðlát Gallar Þau eru sóluð sem sumum finnst galli. Ekki eins mikið grip og nagladekk. Ónegld vetrardekk Kostir Hljóðlát Gallar Ekki eins mikið grip og nagladekk. Ekki heilsársdekk -- þarf að umfelga og taka undan á sumrin. Heilsársdekk Kostir Gúmmíblanda endist á sumrin. Oft ódýrari. Þarf ekki að skipta út á sumrin. Gallar Grípa ekki eins vel og ónegldu vetrardekkin.Bílkó selur dekk frá stórum dekkjaframleiðendum sem eru með háan gæðastaðal.Mynd/E.ÓlNú er um að gera að fara að velja sér dekk og verjast hálkunni sem leggst á vegina.Mynd/E.Ól
Bílar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira