Ný húsgagnaverslun í sveitastíl 1. nóvember 2004 00:01 Þeir sem leggja leið sína í Mörkina í Reykjavík eru oft í vefnaðarvöru eða föndurleiðangri þar sem tvær stórar verslanir í þeim geira, Virka og Völusteinn eru þar. Nú er til viðbótar komin ný verslun í Mörkina 3, Virka húsgögn. "Margir sem koma hér inn í búðina verða alveg hlessa og segja húsgögnin okkar eins og mublurnar sem amma og afi áttu einu sinni. Þessar vörur eru fyrir alla aldurshópa, jafnt ungir sem aldnir virðast hrífast af þessu," segir Guðfinna Helgadóttir en hún er eigandi verslunarinnar Virka og Virka húsgögn ásamt manni sínum Helga Axelssyni. Húsgögnin í Virku húsgögnum eru öll í svokölluðum sveitastíl. Þau líta út eins og þau séu gömul og slitin. "Þessi húsgögn koma frá Alabama í Bandaríkjunum og líta út eins og húsgögnin gerðu fyrir tvö hundruð árum. Húsgögnin eru fyrst máluð í einum lit og síðan er annar litur málaður yfir. Húsgögnin eru næst nudduð og pússuð niður og loks lökkuð þannig að þau líta út eins og eydd og notuð. Viðskiptavinurinn fær húsgögnin samsett og hægt er að velja um nokkra liti," segir Guðfinna. Virka húsgögn selur ekki aðeins húsgögn heldur líka gjafavörur, bútasaumsteppi, gólfmottur, diska, könnur og töskur svo eitthvað sé nefnt.Hvert húsgagn er öðru fallegra og einstaklega heimilislegt.Mynd/StefánÞessar diskamottur eru gerðar úr segldúk og endast næstum því að eilífu. Einnig er hægt að fá gólfskreytingu í sama stíl.Mynd/StefánBorðstofusett í sveitastíl.Mynd/StefánKatlar og krúsir fyrir fagurkera.Mynd/Stefán Hús og heimili Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Þeir sem leggja leið sína í Mörkina í Reykjavík eru oft í vefnaðarvöru eða föndurleiðangri þar sem tvær stórar verslanir í þeim geira, Virka og Völusteinn eru þar. Nú er til viðbótar komin ný verslun í Mörkina 3, Virka húsgögn. "Margir sem koma hér inn í búðina verða alveg hlessa og segja húsgögnin okkar eins og mublurnar sem amma og afi áttu einu sinni. Þessar vörur eru fyrir alla aldurshópa, jafnt ungir sem aldnir virðast hrífast af þessu," segir Guðfinna Helgadóttir en hún er eigandi verslunarinnar Virka og Virka húsgögn ásamt manni sínum Helga Axelssyni. Húsgögnin í Virku húsgögnum eru öll í svokölluðum sveitastíl. Þau líta út eins og þau séu gömul og slitin. "Þessi húsgögn koma frá Alabama í Bandaríkjunum og líta út eins og húsgögnin gerðu fyrir tvö hundruð árum. Húsgögnin eru fyrst máluð í einum lit og síðan er annar litur málaður yfir. Húsgögnin eru næst nudduð og pússuð niður og loks lökkuð þannig að þau líta út eins og eydd og notuð. Viðskiptavinurinn fær húsgögnin samsett og hægt er að velja um nokkra liti," segir Guðfinna. Virka húsgögn selur ekki aðeins húsgögn heldur líka gjafavörur, bútasaumsteppi, gólfmottur, diska, könnur og töskur svo eitthvað sé nefnt.Hvert húsgagn er öðru fallegra og einstaklega heimilislegt.Mynd/StefánÞessar diskamottur eru gerðar úr segldúk og endast næstum því að eilífu. Einnig er hægt að fá gólfskreytingu í sama stíl.Mynd/StefánBorðstofusett í sveitastíl.Mynd/StefánKatlar og krúsir fyrir fagurkera.Mynd/Stefán
Hús og heimili Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira