Lífið

Land undir sumarhús

Grímsnes- og Grafningshreppur eru þau sveitarfélög sem hafa flestar sumarbústaðalóðir til sölu. Þetta kemur fram í nýju hefti tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn. Þar er að finna töflu, samantekinni af Vilmundi Hansen blaðamanni, með samanburði á verði á þeim sumarhúsalöndum og lóðum sem í boði eru um allt land. Upplýsingarnar eru fengnar hjá landeiganda eða umsjónarmanni lands. Þar sést að verð og leiga á landi er mjög mismunandi, meðal annars eftir því hversu miklar landbætur hafa verið gerðar. Stofngjald er allt frá 0 krónum upp í 5 milljónir en tekið er fram í blaðinu að þar sé ekki um sanngjarnan samanburð að ræða því þjónustan sem í stofngjaldinu felist sé svo margbreytileg. Landverð lækkar eftir því sem fjær dregur höfuðborginni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×