Blettur á hvítu klæði 1. nóvember 2004 00:01 Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að umgangast menn á minni stuttu ævi sem hafa unnið ötullega að því að bæta sjálfa sig. Þeir hafa kennt mér margt og verð ég þeim ævinlega þakklátur fyrir þá andlegu visku sem mér mun tæplega endast ævin til að koma í framkvæmd. Ein mikilvægasta lexían hefur þó komið úr samskiptum og umgengni við þessa menn en ekki úr bókum þeirra eða fyrirlestrum. Besta myndlíkingin er sú að blettur sést vel á hvítu klæði. Fólk sem hefur unnið að því að bæta sig á í mörgum tilfellum eftir að yfirstíga erfiðustu skapgerðarbrestina. Vegna þess hversu vel það stendur sig á öðrum sviðum eru fáir gallar þeirra mjög áberandi. Ég hef stundum þurft að taka á honum stóra mínum til að geta horft framhjá þessum áberandi blettum og sjá allt hvíta klæðið. Margir svokalliður andlegir meistarar í þessari stöðu fá einungis gagnrýni fyrir blettina frá samferðarmönnum sínum en minna hrós fyrir allt það sem vel hefur tekist. Á móti kemur að hvítur blettur sést einnig vel í drullusvaði. Stundum er fólki hrósað fyrir lítið góðverk þrátt fyrir annars ruddalega framkomu. Góðverk verður mjög áberandi í slíkum bakgrunni. Ég er alls ekki að hvetja þig til þess að líta framhjá því slæma sem getur fylgt andlegum kennurum heldur einungis að biðja þig um að útiloka ekki allt það góða vegna þess að þú sérð einn áberandi blett á annars hvítu klæði. Heilsa Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að umgangast menn á minni stuttu ævi sem hafa unnið ötullega að því að bæta sjálfa sig. Þeir hafa kennt mér margt og verð ég þeim ævinlega þakklátur fyrir þá andlegu visku sem mér mun tæplega endast ævin til að koma í framkvæmd. Ein mikilvægasta lexían hefur þó komið úr samskiptum og umgengni við þessa menn en ekki úr bókum þeirra eða fyrirlestrum. Besta myndlíkingin er sú að blettur sést vel á hvítu klæði. Fólk sem hefur unnið að því að bæta sig á í mörgum tilfellum eftir að yfirstíga erfiðustu skapgerðarbrestina. Vegna þess hversu vel það stendur sig á öðrum sviðum eru fáir gallar þeirra mjög áberandi. Ég hef stundum þurft að taka á honum stóra mínum til að geta horft framhjá þessum áberandi blettum og sjá allt hvíta klæðið. Margir svokalliður andlegir meistarar í þessari stöðu fá einungis gagnrýni fyrir blettina frá samferðarmönnum sínum en minna hrós fyrir allt það sem vel hefur tekist. Á móti kemur að hvítur blettur sést einnig vel í drullusvaði. Stundum er fólki hrósað fyrir lítið góðverk þrátt fyrir annars ruddalega framkomu. Góðverk verður mjög áberandi í slíkum bakgrunni. Ég er alls ekki að hvetja þig til þess að líta framhjá því slæma sem getur fylgt andlegum kennurum heldur einungis að biðja þig um að útiloka ekki allt það góða vegna þess að þú sérð einn áberandi blett á annars hvítu klæði.
Heilsa Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira