Grúví hárgreiðslustofa 3. nóvember 2004 00:01 Hártískan er eins og fatatískan í vetur, opin í báða enda, allt er leyfilegt. "Klassískar klippingar eru inni í bland við sterka liti og persónulegt yfirbragð er æskilegt. Fólk á að vera óhrætt við að leika sér og prófa eitthvað nýtt án þess að vera stílfært um of," segir Anna Sigríður Pálsdóttir, eigandi hárgreiðslustofunnar Gallerí Gel. Gallerí Gel sem opnaði í byrjun september er á horni Klapparstígs og Hverfisgötu. Þetta er ekki hefðbundin hárgreiðslustofa því í húsnæðinu er líka listagallerí sem hefur að markmiði að koma ungu listafólki á framfæri með litlum tilkostnaði. Að baki hár-lista-gallerísins standa Anna Sigríður hárgreiðslumeistari og Aron Bergmann Magnússon listamaður. Nú prýða ljósmyndir Stephans Stephensen sýningarsal Gallerís Gel en listasýningar í galleríinu munu opna með tilheyrandi opnunarpartíi og standa yfir í um það bil mánuð í senn. Heimsókn í Gallerí Gel kemur skemmtilega á óvart því þar kennir margra grasa; litun og blástur samkvæmt nýjustu tískustraumum, menning beint í æð og suðræn sjóðheit sambamúsík blandast í góðan kokkteil.Listagallerí starfar einnig í hárgreiðslustofunni.Mynd/Vilhelm Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Hártískan er eins og fatatískan í vetur, opin í báða enda, allt er leyfilegt. "Klassískar klippingar eru inni í bland við sterka liti og persónulegt yfirbragð er æskilegt. Fólk á að vera óhrætt við að leika sér og prófa eitthvað nýtt án þess að vera stílfært um of," segir Anna Sigríður Pálsdóttir, eigandi hárgreiðslustofunnar Gallerí Gel. Gallerí Gel sem opnaði í byrjun september er á horni Klapparstígs og Hverfisgötu. Þetta er ekki hefðbundin hárgreiðslustofa því í húsnæðinu er líka listagallerí sem hefur að markmiði að koma ungu listafólki á framfæri með litlum tilkostnaði. Að baki hár-lista-gallerísins standa Anna Sigríður hárgreiðslumeistari og Aron Bergmann Magnússon listamaður. Nú prýða ljósmyndir Stephans Stephensen sýningarsal Gallerís Gel en listasýningar í galleríinu munu opna með tilheyrandi opnunarpartíi og standa yfir í um það bil mánuð í senn. Heimsókn í Gallerí Gel kemur skemmtilega á óvart því þar kennir margra grasa; litun og blástur samkvæmt nýjustu tískustraumum, menning beint í æð og suðræn sjóðheit sambamúsík blandast í góðan kokkteil.Listagallerí starfar einnig í hárgreiðslustofunni.Mynd/Vilhelm
Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira