Fuglarnir hennar Kollu 8. nóvember 2004 00:01 Gallerí KSKl við Skólavörðustíginn er fullt af fuglum. Þó ekki lifandi skrækjandi fuglum heldur handunnum nytjafuglum sem eru til mikillar heimilisprýði. Þeir eru ýmist úr leir eða postulíni og fást jafnvel með gyllingum. Kolbrún S. Kjarval leirlistakona hefur búið til svona fugla í lengri tíma. "Þeir komu eiginlega bara af sjálfu sér einn daginn árið 1974 þegar ég var að renna prufur á rennibekknum mínum. Ein þeirra líktist fugli og ég ákvað að prófa mig áfram með hana og sjá hvað gerðist." Þrjátíu árum seinna er hún enn að þróa fuglana sína og fær alltaf nýjar hugmyndir. "Í fyrra þegar rjúpnaveiðibannið stóð yfir fannst mér svo mikil synd að fólk skyldi ekki fá að hafa rjúpu á jólunum að ég bjó til rjúpur til að hafa á jólaborðinu, bæði litlar fyrir tannstöngla og svo fyrir sultu og sósur. Jólarjúpurnar urðu mjög vinsælar og ég ætla að búa þær aftur til í ár." Kolla hefur alltaf haft gaman af fuglum og notar hvert tækifæri til að skoða þá. "Þegar ég fer til útlanda reyni ég alltaf að komast í dýragarð og fer þá beint í fuglahúsið og skoða fuglana þar." Það er mikil alúð og vinna að baki hverjum fugli. "Ég byrja á að renna leirinn og móta þá fuglana um leið. Svo þarf að hreinsa þá og skafa og svo eru þeir bakaðir við 1.000°C . Þegar því er lokið eru þeir glerjaðir, málaðir og skreyttir og svo eru þeir aftur bakaðir við 1.300°C. Ef ég set svo gyllingu þarf að baka í þriðja sinn, reyndar við mun lægri hita." Fuglarnir eru til í öllum stærðum og til flestra nota; sem ílát fyrir tannstöngla og eyrnapinna, sykurkör og rjómakönnur. staup og súputarínur svo eitthvað sé nefnt. Þeir eru á mismunandi verði, hægt er að fá lítinn tannstönglafugl frá 2.000 krónum og upp úr, allt eftir þörfum og vild hvers og eins. Hægt er að panta þá í þeim litum sem passa best inn á heimilið eða með nöfnum, t.d. handa brúðhjónum. Það eru til fuglar fyrir alla. Hús og heimili Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Gallerí KSKl við Skólavörðustíginn er fullt af fuglum. Þó ekki lifandi skrækjandi fuglum heldur handunnum nytjafuglum sem eru til mikillar heimilisprýði. Þeir eru ýmist úr leir eða postulíni og fást jafnvel með gyllingum. Kolbrún S. Kjarval leirlistakona hefur búið til svona fugla í lengri tíma. "Þeir komu eiginlega bara af sjálfu sér einn daginn árið 1974 þegar ég var að renna prufur á rennibekknum mínum. Ein þeirra líktist fugli og ég ákvað að prófa mig áfram með hana og sjá hvað gerðist." Þrjátíu árum seinna er hún enn að þróa fuglana sína og fær alltaf nýjar hugmyndir. "Í fyrra þegar rjúpnaveiðibannið stóð yfir fannst mér svo mikil synd að fólk skyldi ekki fá að hafa rjúpu á jólunum að ég bjó til rjúpur til að hafa á jólaborðinu, bæði litlar fyrir tannstöngla og svo fyrir sultu og sósur. Jólarjúpurnar urðu mjög vinsælar og ég ætla að búa þær aftur til í ár." Kolla hefur alltaf haft gaman af fuglum og notar hvert tækifæri til að skoða þá. "Þegar ég fer til útlanda reyni ég alltaf að komast í dýragarð og fer þá beint í fuglahúsið og skoða fuglana þar." Það er mikil alúð og vinna að baki hverjum fugli. "Ég byrja á að renna leirinn og móta þá fuglana um leið. Svo þarf að hreinsa þá og skafa og svo eru þeir bakaðir við 1.000°C . Þegar því er lokið eru þeir glerjaðir, málaðir og skreyttir og svo eru þeir aftur bakaðir við 1.300°C. Ef ég set svo gyllingu þarf að baka í þriðja sinn, reyndar við mun lægri hita." Fuglarnir eru til í öllum stærðum og til flestra nota; sem ílát fyrir tannstöngla og eyrnapinna, sykurkör og rjómakönnur. staup og súputarínur svo eitthvað sé nefnt. Þeir eru á mismunandi verði, hægt er að fá lítinn tannstönglafugl frá 2.000 krónum og upp úr, allt eftir þörfum og vild hvers og eins. Hægt er að panta þá í þeim litum sem passa best inn á heimilið eða með nöfnum, t.d. handa brúðhjónum. Það eru til fuglar fyrir alla.
Hús og heimili Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira