Lífsnauðsynlegt að dansa 8. nóvember 2004 00:01 "Dans er stórgóð alhliða þjálfun. Þar er einbeiting, þol, styrkur og liðleiki allt æft á jafnan hátt. Dansinn léttir líka lundina og er rosalega skemmtileg íþrótt," segir Guðrún Inga Torfadóttir, danskennari hjá Dansstúdíói World Class í Laugum í Laugardal. Guðrún er búin að dansa frá því hún var fjögurra ára og getur hreinlega ekki lifað án hreyfingarinnar. "Ég útskrifaðist af nútímadansbraut í Listdansskólanum árið 2002. Eftir það fór ég í starfsnám hjá Íslenska dansflokkinum en kláraði það ekki þar sem ég er líka að læra lögfræði í Háskólanum í Reykjavík, en ég klára BA-gráðu þar næsta vor. Fyrir mér er lífsnauðsynlegt að dansa og ég fæ fráhvarfseinkenni ef ég geri það ekki. Ég mun aldrei hætta að dansa." Dansstúdíóið í Laugum er rekið af dansaranum og danskennaranum Nönnu Ósk Jónsdóttur. Það er rekið sjálfstætt og var opnað um leið og líkamsræktarstöðin. Boðið er upp á margs konar danstíma í stúdíóinu en Guðrún kennir þar freestyle og jazzfunk. Einnig er hægt að sækja tíma í salsa, breakdansi og nútímadansi ef nægileg skráning fæst. Tímunum er skipt eftir aldri og eru þeir jafnt fyrir byrjendur og lengra komna. "Nær allir vöðvar eru þjálfaðir í dansi. Það er allt unnið út frá miðju því öll orkan er í maga og baki. Dans er líka mikil fótavinna en jafnframt alhliða líkamsþjálfun því maður þarf að nota hendurnar líka," segir Guðrún, sem vill að nemendur geri danssporin að sínum eigin. "Ég vil ekki bara sjá nemendur gera eins og ég. Þegar þeir eru búnir að læra sporin þá vil ég að þeir gefi sitt í það og geri þau að sínum eigin. Þetta er skapandi eins og hver önnur list. Til að dansinn sé skemmtilegur er mikilvægt að láta miklar tilfinningar í hann." Margir velta því fyrir sér hvernig fari saman að vera bæði laganemi og danskennari. "Mér finnst stórkostlegt að kenna með náminu og nauðsynlegt að dansa til að halda mér í bæði góðu líkamlegu og andlegu formi. Vissulega eru þetta andstæður en það hentar mér vel. Lögfræðin er hugarleikfimi og akademísk en dansinn mjög líkamlegur og andlegur. Það eru miklar tilfinningar í dansi og það greinir hann frá öðrum íþróttagreinum." Heilsa Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Dans er stórgóð alhliða þjálfun. Þar er einbeiting, þol, styrkur og liðleiki allt æft á jafnan hátt. Dansinn léttir líka lundina og er rosalega skemmtileg íþrótt," segir Guðrún Inga Torfadóttir, danskennari hjá Dansstúdíói World Class í Laugum í Laugardal. Guðrún er búin að dansa frá því hún var fjögurra ára og getur hreinlega ekki lifað án hreyfingarinnar. "Ég útskrifaðist af nútímadansbraut í Listdansskólanum árið 2002. Eftir það fór ég í starfsnám hjá Íslenska dansflokkinum en kláraði það ekki þar sem ég er líka að læra lögfræði í Háskólanum í Reykjavík, en ég klára BA-gráðu þar næsta vor. Fyrir mér er lífsnauðsynlegt að dansa og ég fæ fráhvarfseinkenni ef ég geri það ekki. Ég mun aldrei hætta að dansa." Dansstúdíóið í Laugum er rekið af dansaranum og danskennaranum Nönnu Ósk Jónsdóttur. Það er rekið sjálfstætt og var opnað um leið og líkamsræktarstöðin. Boðið er upp á margs konar danstíma í stúdíóinu en Guðrún kennir þar freestyle og jazzfunk. Einnig er hægt að sækja tíma í salsa, breakdansi og nútímadansi ef nægileg skráning fæst. Tímunum er skipt eftir aldri og eru þeir jafnt fyrir byrjendur og lengra komna. "Nær allir vöðvar eru þjálfaðir í dansi. Það er allt unnið út frá miðju því öll orkan er í maga og baki. Dans er líka mikil fótavinna en jafnframt alhliða líkamsþjálfun því maður þarf að nota hendurnar líka," segir Guðrún, sem vill að nemendur geri danssporin að sínum eigin. "Ég vil ekki bara sjá nemendur gera eins og ég. Þegar þeir eru búnir að læra sporin þá vil ég að þeir gefi sitt í það og geri þau að sínum eigin. Þetta er skapandi eins og hver önnur list. Til að dansinn sé skemmtilegur er mikilvægt að láta miklar tilfinningar í hann." Margir velta því fyrir sér hvernig fari saman að vera bæði laganemi og danskennari. "Mér finnst stórkostlegt að kenna með náminu og nauðsynlegt að dansa til að halda mér í bæði góðu líkamlegu og andlegu formi. Vissulega eru þetta andstæður en það hentar mér vel. Lögfræðin er hugarleikfimi og akademísk en dansinn mjög líkamlegur og andlegur. Það eru miklar tilfinningar í dansi og það greinir hann frá öðrum íþróttagreinum."
Heilsa Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira