Vetrarúlpan í uppáhaldi 11. nóvember 2004 00:01 "Ég á eina svarta Carhart-úlpu með loðkraga sem ég held mikið upp á. Hún heldur mér hlýjum á köldum vetrarkvöldum. Ég keypti hana í fyrravetur og hún hefur dugað síðan þá enda mjög venjuleg," segir Róbert Aron Magnússon plötusnúður en flestir þekkja hann eflaust betur undir listamannsnafninu Robbi Chronic. Robbi lætur ekki eina úlpu duga og á aðra til vonar og vara. "Ég skipti yfir í hina úlpuna ef hitastigið fer yfir á plús-skalann. Þá verð ég ekki sveittur í Kringlunni og í bænum og svoleiðis. Svarta úlpan er svo rosalega hlý og góð," segir Robbi, sem er ekki mikil fatafrík að eigin sögn. "Kaupleiðangrar mínir koma í rispum og þá þarf ég ekki að kaupa mér föt í tvo mánuði. Svo á ég orðið svo mikið af fötum að ég finn stundum eitthvað gamalt sem ég get verið í. Ég reyndar lifi það vel að konan mín er verslunarstjóri hjá stóru fyrirtæki og ég er heppinn að fá föt á góðu verði. Svo versla ég reglulega erlendis. Ég lifi samt ekki fyrir föt og fylgist ekki mjög vel með tískunni. Sama er ekki hægt að segja um konuna, sem lifir fyrir tískuna og ætti eiginlega að taka lyf við því," segir Robbi og hlær. Það er nóg að gera hjá Robba og heldur hann tónleika reglulega. "Það er ýmislegt í vinnslu og þá helst eftir áramót. Ég get að minnsta kosti lofað að það verði nóg af hiphoptónleikum á nýju ári." Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Hvar eru þau nú? Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
"Ég á eina svarta Carhart-úlpu með loðkraga sem ég held mikið upp á. Hún heldur mér hlýjum á köldum vetrarkvöldum. Ég keypti hana í fyrravetur og hún hefur dugað síðan þá enda mjög venjuleg," segir Róbert Aron Magnússon plötusnúður en flestir þekkja hann eflaust betur undir listamannsnafninu Robbi Chronic. Robbi lætur ekki eina úlpu duga og á aðra til vonar og vara. "Ég skipti yfir í hina úlpuna ef hitastigið fer yfir á plús-skalann. Þá verð ég ekki sveittur í Kringlunni og í bænum og svoleiðis. Svarta úlpan er svo rosalega hlý og góð," segir Robbi, sem er ekki mikil fatafrík að eigin sögn. "Kaupleiðangrar mínir koma í rispum og þá þarf ég ekki að kaupa mér föt í tvo mánuði. Svo á ég orðið svo mikið af fötum að ég finn stundum eitthvað gamalt sem ég get verið í. Ég reyndar lifi það vel að konan mín er verslunarstjóri hjá stóru fyrirtæki og ég er heppinn að fá föt á góðu verði. Svo versla ég reglulega erlendis. Ég lifi samt ekki fyrir föt og fylgist ekki mjög vel með tískunni. Sama er ekki hægt að segja um konuna, sem lifir fyrir tískuna og ætti eiginlega að taka lyf við því," segir Robbi og hlær. Það er nóg að gera hjá Robba og heldur hann tónleika reglulega. "Það er ýmislegt í vinnslu og þá helst eftir áramót. Ég get að minnsta kosti lofað að það verði nóg af hiphoptónleikum á nýju ári."
Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Hvar eru þau nú? Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög