Kakó, kúrerí og kertaljós 11. nóvember 2004 00:01 Ef einhvern tíma er kakótími þá er það núna. Kakó er ekki bara gott heldur líka róandi og nýlega voru birtar rannsóknir sem leiddu í ljós að kakóbolli fyrir svefninn er meinhollur fyrir hjartað og fullur af vítamínum og andoxunarefnum. Þá kom líka í ljós að í kakóinu eru efni sem hægja á öldrun og geta komið í veg fyrir alls kyns sjúkdóma. Það eru margar aðferðir við að búa til kakó en grunnuppskriftin er einföld og síðan er endalaust hægt að breyta til. Það er til dæmis gott að bæta örlitlum appelsínusafa út í grunnuppskriftina. Þá geta krydd eins og til dæmis kanill, mynta og pipar verið spennandi viðbót, að ekki sé talað um skvettu af líkjör eða öðru áfengi sem gerir kakóið að hreinum unaði. Kakó, kertaljós, kúr og kökumaul er dagskipanin fram að jólum og hér á eftir fylgja nokkrar tillögur um kakódrykki. 4 msk. sykur 2 msk. kakó örlítið vatn mjólk örlítið salt smjörklípa í lokin (ekki nauðsynlegt) Aðferð Bræðið sykur og kakó í potti með örlitlu af vatni og salti. Bætið mjólkinni út og smjörinu og látið sjóða. Farið þó gætilega því mjólkin getur verið fljót að sjóða upp úr. Tilbrigði Gott er að nota púðursykur að hálfu í staðinn fyrir hvítan sykur. Hægt er að setja örlítið myntute í kakóið sem gefur því extra kikk. Kakó með vanillusykri er sérlega gott. Þeir sem eiga erfitt með að láta kakó koma í staðinn fyrir kaffi geta sett kaffi að einum þriðja út í kakóið. Sykurpúðar eru hrikalega góðir í kakó. Þeir sem vilja konunglegt kakó bæta að sjálfsögðu út í það appelsínulíkjör eða koníaki. Kristófer Kólumbus kom með fyrstu kakóbaunirnar til Evrópu árið 1502, Cortés flutti líka með sér kakóbaunir þegar hann sigldi aftur til Spánar árið 1526 og tæpum fjörutíu árum síðar var fyrsti skipsfarmurinn af kakóbaunum fluttur austur um haf. En kakóið var reyndar spænskt leyndarmál í hartnær heila öld; það barst ekki til Ítalíu fyrr en árið 1606 og varð ekki vinsælt í Frakklandi fyrr en eftir að spænska prinsessan María Theresa giftist Loðvíki fjórtánda árið 1660. En þar með var skriðan líka komin af stað og þá spruttu upp kakóhús víða um Evrópu. Komið var fram á 18. öld þegar mönnum hugkvæmdist að nota mjólk í stað vatns í kakó. Heiðurinn af þessari uppgötvun átti lávarðurinn Hans Sloane, sem var einkalæknir Önnu drottningar og stofnandi British Museum. Þessi nýja kakóuppskrift fór leynt í fyrstu en var svo seld apótekara í London og komst síðar í hendur Cadbury-bræðra. Matur Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Ef einhvern tíma er kakótími þá er það núna. Kakó er ekki bara gott heldur líka róandi og nýlega voru birtar rannsóknir sem leiddu í ljós að kakóbolli fyrir svefninn er meinhollur fyrir hjartað og fullur af vítamínum og andoxunarefnum. Þá kom líka í ljós að í kakóinu eru efni sem hægja á öldrun og geta komið í veg fyrir alls kyns sjúkdóma. Það eru margar aðferðir við að búa til kakó en grunnuppskriftin er einföld og síðan er endalaust hægt að breyta til. Það er til dæmis gott að bæta örlitlum appelsínusafa út í grunnuppskriftina. Þá geta krydd eins og til dæmis kanill, mynta og pipar verið spennandi viðbót, að ekki sé talað um skvettu af líkjör eða öðru áfengi sem gerir kakóið að hreinum unaði. Kakó, kertaljós, kúr og kökumaul er dagskipanin fram að jólum og hér á eftir fylgja nokkrar tillögur um kakódrykki. 4 msk. sykur 2 msk. kakó örlítið vatn mjólk örlítið salt smjörklípa í lokin (ekki nauðsynlegt) Aðferð Bræðið sykur og kakó í potti með örlitlu af vatni og salti. Bætið mjólkinni út og smjörinu og látið sjóða. Farið þó gætilega því mjólkin getur verið fljót að sjóða upp úr. Tilbrigði Gott er að nota púðursykur að hálfu í staðinn fyrir hvítan sykur. Hægt er að setja örlítið myntute í kakóið sem gefur því extra kikk. Kakó með vanillusykri er sérlega gott. Þeir sem eiga erfitt með að láta kakó koma í staðinn fyrir kaffi geta sett kaffi að einum þriðja út í kakóið. Sykurpúðar eru hrikalega góðir í kakó. Þeir sem vilja konunglegt kakó bæta að sjálfsögðu út í það appelsínulíkjör eða koníaki. Kristófer Kólumbus kom með fyrstu kakóbaunirnar til Evrópu árið 1502, Cortés flutti líka með sér kakóbaunir þegar hann sigldi aftur til Spánar árið 1526 og tæpum fjörutíu árum síðar var fyrsti skipsfarmurinn af kakóbaunum fluttur austur um haf. En kakóið var reyndar spænskt leyndarmál í hartnær heila öld; það barst ekki til Ítalíu fyrr en árið 1606 og varð ekki vinsælt í Frakklandi fyrr en eftir að spænska prinsessan María Theresa giftist Loðvíki fjórtánda árið 1660. En þar með var skriðan líka komin af stað og þá spruttu upp kakóhús víða um Evrópu. Komið var fram á 18. öld þegar mönnum hugkvæmdist að nota mjólk í stað vatns í kakó. Heiðurinn af þessari uppgötvun átti lávarðurinn Hans Sloane, sem var einkalæknir Önnu drottningar og stofnandi British Museum. Þessi nýja kakóuppskrift fór leynt í fyrstu en var svo seld apótekara í London og komst síðar í hendur Cadbury-bræðra.
Matur Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög