Menning

Hrafnhildur og hárfetisminn

Hrafnhildur Arnardóttir hefur undafarin ár búið í New York þar sem hún starfar sem myndlistarkona. Hún setur upp verk á Kjarvalstöðum en svo heldur hún út þar sem fjöldi verkefna bíður. Hrafnhildur hefur m.a. verið að fást við fatahönnun og nú síðast sá hún um allt útlit Bjarkar fyrir gerð koversins á Medúllu-plötunni. Í Fókus, sem fylgir DV í dag, er viðtal við Hrafnhildi.

"Ég sýndi fyrst útgáfu af þessu verki á einkasýningu sem ég hélt í AMT Gallery í New York í fyrra. Öll verkin á þeirri sýningu voru innblásin af þráhyggju minni í sambandi við hár og ég er hægt og rólega að gera mér grein fyrir því að hár sé einhver pervertismi hjá mér."

"Ég hef ótrúlegan áhuga á því sem vex á fólki, þetta er mjög áhugavert en á sama tíma svolítið creepy. Mér finnst mjög gaman að vinna með hár út frá þessum tveimur elementum, verkið er bæði mjög skrautkennt en líka svolítið eins og martröð," segir Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarkona um verk sitt á nýrri sýningu sem opnuð verður á Kjarvalstöðum á morgun.

Alls eiga 19 listmenn verk á sýnginunni, þrettán innlendir og sex erlendir, en verkin fjalla á fjölbreyttan hátt um textíl um leið og þau varpa ljósi á nýjar og spennandi hliðar hugtaksins.

Í Fókus, sem fylgir DV í dag, má lesa viðtalið við Hrafnhildi í heild sinni, auk fjölda annarra greina og skemmtilegheita.

Fyrir þá sem vilja kynna sér verk Hrafnhildar enn nánar er bara um að gera að mæta á sýninguna á Kjarvalstöðum og svo má skoða heimasíðu hennar á slóðinni www.shoplifter.us.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×