Gaman að vinna með gler 15. nóvember 2004 00:01 Við Fálkagötu 30b í Reykjavík inní þröngu húsasundi er lítil, sæt vinnustofa og gallerý sem tilheyrir fyrirtækinu Íslensk list. Þar hefur Dröfn Guðmundsdóttir, myndhöggvari og eigandi fyrirtækisins aðstöðu. Húsið lætur ekki mikið yfir sér að utan en er vægast sagt eins og ævintýraland að innan. "Ég útskrifaðist árið 1993 úr Mynd- og handíðaskólanum sem myndhöggvari og byrjaði þá að vinna með gler. Síðan þá hef ég unnið nær eingöngu með gler enda einstaklega gaman að vinna með það," segir Dröfn. Dröfn stofnaði fyrirtækið árið 2000 og hefur bæði haldið stutt glerlistarnámskeið sem og hún býður fólk velkomið í gallerý sitt þar sem hún hefur vörur sínar og listaverk til sölu. Dröfn býr til ýmislegt úr gleri eins og til dæmis glerkort, hálsmen, nælur, myndir og alls kyns skálar. Hún býr einnig til matarstell sem hafa gengið vel og eru mjög fjölnota þar sem venjulegur matardiskur getur einnig nýst sem ostabakki eða undir kerti. Annars eru það bakkarnir hennar sem njóta mestra vinsælda. "Bakkarnir eru allt frá fimmtíu sentímetra langir og upp í einn meter. Þeir hafa selst alveg rosalega vel enda bjóða þeir uppá marga möguleika. Það er ekkert skraut á þeim og eru þeir hálf gegnsæir þannig að hægt er að nota þá með hvaða dúk sem er. Þeir geta bæði nýst sem bakkar undir snittur, kökur eða kerti enda mjög látlausir," segir Dröfn en fallegur fjólublár gljái er á bökkunum sem gefur þeim undraverðan svip. Dröfn býr líka til sérstaka aðventubakka sem seljast vel fyrir jólin. "Bakkarnir passa einmitt undir fjögur kerti og skreytingu. Síðan er mjög sniðugt að setja til dæmis epli í staðinn fyrir kerti og skipta einu epli út fyrir kerti á hverjum sunnudegi í aðventu. Smám saman hverfa eplin og kertin taka við. Þessi bakkar eru í stöðugri framleiðslu hjá mér en seljast mest um jólin og eru einnig vinsælir í brúðargjafir." Dröfn er aldeilis komin í jólaskapið og lætur ekki staðar numið við aðventubakkana. "Ég bý líka til jólakort með jólastjörnum, jólasveinum og jólatrjám sem eru voðalega falleg. Einnig geri ég jólaskraut úr gleri sem hægt er að setja á jólatré. Ég vil hafa formin mín einföld enda er ég ekki mikil skrautkona." Vinnustofan og gallerýið er opið á miðvikudögum og fimmtudögum frá 15 til 18 en hægt er að panta tíma hjá Dröfn á öðrum dögum í síma 661 1144. Minnsta mál er fyrir Dröfn að hlaupa yfir í vinnustofuna þar sem hún býr í næsta húsi. Einnig geta áhugasamir skoðað heimasíðu hennar, icelandicart.is.Bakkarnir sem Dröfn gerir eru allt frá fimmtíu sentímetrum og uppí einn meter að lengd. FleiriMynd/ValliDröfn gerir falleg jólakort úr gleri með alls konar myndum. FleiriMynd/Valli Hús og heimili Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Við Fálkagötu 30b í Reykjavík inní þröngu húsasundi er lítil, sæt vinnustofa og gallerý sem tilheyrir fyrirtækinu Íslensk list. Þar hefur Dröfn Guðmundsdóttir, myndhöggvari og eigandi fyrirtækisins aðstöðu. Húsið lætur ekki mikið yfir sér að utan en er vægast sagt eins og ævintýraland að innan. "Ég útskrifaðist árið 1993 úr Mynd- og handíðaskólanum sem myndhöggvari og byrjaði þá að vinna með gler. Síðan þá hef ég unnið nær eingöngu með gler enda einstaklega gaman að vinna með það," segir Dröfn. Dröfn stofnaði fyrirtækið árið 2000 og hefur bæði haldið stutt glerlistarnámskeið sem og hún býður fólk velkomið í gallerý sitt þar sem hún hefur vörur sínar og listaverk til sölu. Dröfn býr til ýmislegt úr gleri eins og til dæmis glerkort, hálsmen, nælur, myndir og alls kyns skálar. Hún býr einnig til matarstell sem hafa gengið vel og eru mjög fjölnota þar sem venjulegur matardiskur getur einnig nýst sem ostabakki eða undir kerti. Annars eru það bakkarnir hennar sem njóta mestra vinsælda. "Bakkarnir eru allt frá fimmtíu sentímetra langir og upp í einn meter. Þeir hafa selst alveg rosalega vel enda bjóða þeir uppá marga möguleika. Það er ekkert skraut á þeim og eru þeir hálf gegnsæir þannig að hægt er að nota þá með hvaða dúk sem er. Þeir geta bæði nýst sem bakkar undir snittur, kökur eða kerti enda mjög látlausir," segir Dröfn en fallegur fjólublár gljái er á bökkunum sem gefur þeim undraverðan svip. Dröfn býr líka til sérstaka aðventubakka sem seljast vel fyrir jólin. "Bakkarnir passa einmitt undir fjögur kerti og skreytingu. Síðan er mjög sniðugt að setja til dæmis epli í staðinn fyrir kerti og skipta einu epli út fyrir kerti á hverjum sunnudegi í aðventu. Smám saman hverfa eplin og kertin taka við. Þessi bakkar eru í stöðugri framleiðslu hjá mér en seljast mest um jólin og eru einnig vinsælir í brúðargjafir." Dröfn er aldeilis komin í jólaskapið og lætur ekki staðar numið við aðventubakkana. "Ég bý líka til jólakort með jólastjörnum, jólasveinum og jólatrjám sem eru voðalega falleg. Einnig geri ég jólaskraut úr gleri sem hægt er að setja á jólatré. Ég vil hafa formin mín einföld enda er ég ekki mikil skrautkona." Vinnustofan og gallerýið er opið á miðvikudögum og fimmtudögum frá 15 til 18 en hægt er að panta tíma hjá Dröfn á öðrum dögum í síma 661 1144. Minnsta mál er fyrir Dröfn að hlaupa yfir í vinnustofuna þar sem hún býr í næsta húsi. Einnig geta áhugasamir skoðað heimasíðu hennar, icelandicart.is.Bakkarnir sem Dröfn gerir eru allt frá fimmtíu sentímetrum og uppí einn meter að lengd. FleiriMynd/ValliDröfn gerir falleg jólakort úr gleri með alls konar myndum. FleiriMynd/Valli
Hús og heimili Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning