Börn í þrældómi 15. nóvember 2004 00:01 Um sextíu milljón börn á Indlandi vinna fulla vinnu til að framfleyta fjölskyldu sinni og ættingjum. Börn allt frá sex ára aldri vinna frá morgni til kvölds fyrir lítinn sem engan pening og oft fá þau ekkert fyrir vinnuna. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga telur að 245 milljónir barna á aldrinum fimm til sautján ára í heiminum, eða eitt af hverjum sex börnum, séu við störf sem teljast óhæf fyrir börn. Þar af eru rúmlega átta milljónir barna í nauðungarvinnu, í hernaði eða í kynlífsiðnaðinum. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga hefur birt skýrslu um stöðu þessara mála en þessa daga stendur yfir ráðstefna á Indlandi um vinnu barna og unglinga og hvað sé hægt að gera í þessu vandamáli. Verkalýðsfélög á Indlandi berjast ötullega fyrir réttindum barna. Þau vilja að börn fái rétt til að sækja skóla í stað þess að vinna myrkranna á milli. Í skýrslunni kemur fram að börn vinna sem verkamenn til sveita á Indlandi, sem vinnufólk á heimilum, við að vefa mottur og selja, sem verkafólk í verksmiðjum og grjótnámum og margt, margt fleira. Enn fremur kemur fram að allt að hundrað þúsund börn vinna við teppagerð á Indlandi, eða fjörutíu prósent af öllum starfsmönnum í þeirri atvinnugrein. Börnin vinna oft tólf tíma eða lengur á hverjum degi. Í skýrslunni segir að þetta sé afleiðing mikillar fátæktar en allt að 400 milljón manna á Indlandi lifa undir fátæktarmörkum. Atvinna Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Um sextíu milljón börn á Indlandi vinna fulla vinnu til að framfleyta fjölskyldu sinni og ættingjum. Börn allt frá sex ára aldri vinna frá morgni til kvölds fyrir lítinn sem engan pening og oft fá þau ekkert fyrir vinnuna. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga telur að 245 milljónir barna á aldrinum fimm til sautján ára í heiminum, eða eitt af hverjum sex börnum, séu við störf sem teljast óhæf fyrir börn. Þar af eru rúmlega átta milljónir barna í nauðungarvinnu, í hernaði eða í kynlífsiðnaðinum. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga hefur birt skýrslu um stöðu þessara mála en þessa daga stendur yfir ráðstefna á Indlandi um vinnu barna og unglinga og hvað sé hægt að gera í þessu vandamáli. Verkalýðsfélög á Indlandi berjast ötullega fyrir réttindum barna. Þau vilja að börn fái rétt til að sækja skóla í stað þess að vinna myrkranna á milli. Í skýrslunni kemur fram að börn vinna sem verkamenn til sveita á Indlandi, sem vinnufólk á heimilum, við að vefa mottur og selja, sem verkafólk í verksmiðjum og grjótnámum og margt, margt fleira. Enn fremur kemur fram að allt að hundrað þúsund börn vinna við teppagerð á Indlandi, eða fjörutíu prósent af öllum starfsmönnum í þeirri atvinnugrein. Börnin vinna oft tólf tíma eða lengur á hverjum degi. Í skýrslunni segir að þetta sé afleiðing mikillar fátæktar en allt að 400 milljón manna á Indlandi lifa undir fátæktarmörkum.
Atvinna Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira