Lyftingar, fótbolti og dans 15. nóvember 2004 00:01 Af nógu er að taka hjá Kristjáni Franklín Magnús leikara þegar hann er spurður um hvernig hann heldur sér í formi sökum mikillar fjölbreytni í hreyfingum hans. "Ég er í fótbolta með hópi karlmanna sem einhvern veginn hefur lent saman. Við æfum einu sinni í viku inni og úti upp í þrisvar sinnum í viku. Ég var í fótbolta þegar ég var yngri en hann þurfti að víkja fyrir borðtennis. Ég var alltaf sendur í sveitina á sumrin og á meðan ég var að mjólka kýr voru vinir mínir að spila fótbolta með liðinu mínu, KR. Það var í þá gömlu góðu daga," segir Kristján en spurning er hvort hann sé í eins góðu fótboltaformi og hann var? "Hæfileikarnir eru enn til staðar en getan hefur aðeins minnkað. Þetta er samt ennþá jafn gaman." Kristján lætur ekki fótboltann duga og lyftir lóðum öðru hvoru. "Það er mikilvægt fyrir mig að hugsa um heilsuna í því starfi sem ég er í. Maður þarf kraft til að stunda þetta starf," segir Kristján sem náði að draga konu sína, Sigríði Arnardóttur, í danstíma í Kramhúsinu. "Við reynum að fara einu sinni til tvisvar í viku. Við höfum helst verið í samkvæmisdönsum en nú erum við í argentínskum tangó. Það er voðalega gaman að geta gert eitthvað saman fyrir utan heimilið. Það er alveg öfugt farið með okkur miðað við önnur pör þar sem það var ég sem dró hana í dans en henni leist ekkert á blikuna fyrst." Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Af nógu er að taka hjá Kristjáni Franklín Magnús leikara þegar hann er spurður um hvernig hann heldur sér í formi sökum mikillar fjölbreytni í hreyfingum hans. "Ég er í fótbolta með hópi karlmanna sem einhvern veginn hefur lent saman. Við æfum einu sinni í viku inni og úti upp í þrisvar sinnum í viku. Ég var í fótbolta þegar ég var yngri en hann þurfti að víkja fyrir borðtennis. Ég var alltaf sendur í sveitina á sumrin og á meðan ég var að mjólka kýr voru vinir mínir að spila fótbolta með liðinu mínu, KR. Það var í þá gömlu góðu daga," segir Kristján en spurning er hvort hann sé í eins góðu fótboltaformi og hann var? "Hæfileikarnir eru enn til staðar en getan hefur aðeins minnkað. Þetta er samt ennþá jafn gaman." Kristján lætur ekki fótboltann duga og lyftir lóðum öðru hvoru. "Það er mikilvægt fyrir mig að hugsa um heilsuna í því starfi sem ég er í. Maður þarf kraft til að stunda þetta starf," segir Kristján sem náði að draga konu sína, Sigríði Arnardóttur, í danstíma í Kramhúsinu. "Við reynum að fara einu sinni til tvisvar í viku. Við höfum helst verið í samkvæmisdönsum en nú erum við í argentínskum tangó. Það er voðalega gaman að geta gert eitthvað saman fyrir utan heimilið. Það er alveg öfugt farið með okkur miðað við önnur pör þar sem það var ég sem dró hana í dans en henni leist ekkert á blikuna fyrst."
Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira