Sjónarhóll á sínum stað 15. nóvember 2004 00:01 Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir, var opnaður á laugardaginn og fyrsti starfsdagurinn var í gær. Þar var strax mikið að gera, töluvert verið að panta viðtöl og fólk virðist almennt hafa áttað sig á starfseminni, að sögn Hrefnu Haraldsdóttur fjölskylduráðgjafa. "Samtökin hafa verið starfandi um nokkurn tíma svo það er komin nokkur reynsla. Hópurinn sem leitar til okkar breikkar, áður fyrr voru þetta foreldrar barna með skilgreindar fatlanir en nú koma foreldrar barna með ýmis frávik, t.d. langveik börn, börn með athyglisbrest og þessháttar. Við vonum að fólk leiti til okkar um stuðning og það er sama hvers eðlis málið er, þau eru öll jafn mikilvæg. Svo má líka koma því að að Sjónarhóll er ekki bara fyrir foreldra sem eiga börn og unglinga heldur líka þá sem eiga fullorðin börn sem eiga við heilbrigðisvandamál að stríða." Hvernig þjónusta er veitt á Sjónarhóli? "Við veitum foreldrum upplýsingar um sinn rétt og barnanna, gefum góð ráð og stuðning. Það er enginn í kerfinu sem segir foreldrum hver réttur barnsins er, kerfið er flókinn frumskógur og þeir sem finnst þeir ekki fá þjónustu við hæfi leita hingað. Okkar starf er allt á forsendum foreldranna, við gerum ekkert nema foreldrarnir sjái tilgang í því." Hrefna hefur orðið vör við að þörfin er mikil :"Við ætlum heldur ekki að gleyma því að við erum til vegna þess að landsmenn allir söfnuðu fé og erum að fara út á land að kynna okkar starf. Vonandi getum við í framtíðinni boðið upp á fasta viðveru á stærri stöðum úti á landi því þar er stuðningsins ekki síður þörf. Við á Sjónarhóli viljum vera á staðnum og fólk á ekki alltaf að þurfa að koma til Reykjavíkur." Hvernig er svo starfseminni háttað? "Sjónarhóll er samsettur úr hagsmunasamtökum og óháður öllum rekstraraðilum sem skiptir mjög miklu því við getum þá veitt ákveðið aðhald. Við störfum hér þrjár eins og stendur: Þorgerður Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri sem er hjúkrunarfræðingur að mennt, Guðbjörg Andrésdóttir móttökuritari sem er foreldri fatlaðs barns en hennar reynsla hér innanhúss er mjög dýrmæt, einkum vegna þess að hún er sú fyrsta sem foreldrarnir heyra í og svo ég sem er eini ráðgjafinn sem stendur en vonandi koma inn fleiri." Það ríkir bjartsýni á Sjónarhóli. "Margir hafa beðið með mikilli eftirvæntingu eftir ráðgjafarstöð af þessum toga og ég vona að við stöndum undir þeim væntingum. Þetta er spennandi og ábyrgðarmikið starf og við hlökkum til að takast á við það," segir Hrefna Haraldsdóttir að lokum. Heilsa Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira
Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir, var opnaður á laugardaginn og fyrsti starfsdagurinn var í gær. Þar var strax mikið að gera, töluvert verið að panta viðtöl og fólk virðist almennt hafa áttað sig á starfseminni, að sögn Hrefnu Haraldsdóttur fjölskylduráðgjafa. "Samtökin hafa verið starfandi um nokkurn tíma svo það er komin nokkur reynsla. Hópurinn sem leitar til okkar breikkar, áður fyrr voru þetta foreldrar barna með skilgreindar fatlanir en nú koma foreldrar barna með ýmis frávik, t.d. langveik börn, börn með athyglisbrest og þessháttar. Við vonum að fólk leiti til okkar um stuðning og það er sama hvers eðlis málið er, þau eru öll jafn mikilvæg. Svo má líka koma því að að Sjónarhóll er ekki bara fyrir foreldra sem eiga börn og unglinga heldur líka þá sem eiga fullorðin börn sem eiga við heilbrigðisvandamál að stríða." Hvernig þjónusta er veitt á Sjónarhóli? "Við veitum foreldrum upplýsingar um sinn rétt og barnanna, gefum góð ráð og stuðning. Það er enginn í kerfinu sem segir foreldrum hver réttur barnsins er, kerfið er flókinn frumskógur og þeir sem finnst þeir ekki fá þjónustu við hæfi leita hingað. Okkar starf er allt á forsendum foreldranna, við gerum ekkert nema foreldrarnir sjái tilgang í því." Hrefna hefur orðið vör við að þörfin er mikil :"Við ætlum heldur ekki að gleyma því að við erum til vegna þess að landsmenn allir söfnuðu fé og erum að fara út á land að kynna okkar starf. Vonandi getum við í framtíðinni boðið upp á fasta viðveru á stærri stöðum úti á landi því þar er stuðningsins ekki síður þörf. Við á Sjónarhóli viljum vera á staðnum og fólk á ekki alltaf að þurfa að koma til Reykjavíkur." Hvernig er svo starfseminni háttað? "Sjónarhóll er samsettur úr hagsmunasamtökum og óháður öllum rekstraraðilum sem skiptir mjög miklu því við getum þá veitt ákveðið aðhald. Við störfum hér þrjár eins og stendur: Þorgerður Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri sem er hjúkrunarfræðingur að mennt, Guðbjörg Andrésdóttir móttökuritari sem er foreldri fatlaðs barns en hennar reynsla hér innanhúss er mjög dýrmæt, einkum vegna þess að hún er sú fyrsta sem foreldrarnir heyra í og svo ég sem er eini ráðgjafinn sem stendur en vonandi koma inn fleiri." Það ríkir bjartsýni á Sjónarhóli. "Margir hafa beðið með mikilli eftirvæntingu eftir ráðgjafarstöð af þessum toga og ég vona að við stöndum undir þeim væntingum. Þetta er spennandi og ábyrgðarmikið starf og við hlökkum til að takast á við það," segir Hrefna Haraldsdóttir að lokum.
Heilsa Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira