Skuggaráðherrann og samkvæmisdaman 17. nóvember 2004 00:01 Hér hefur áður verið fjallað um Boris Johnson, hinn litríka ritstjóra Spectator og þingmann breska Íhaldsflokksins - það var þegar Johnson þurfti að gera yfirbótarferð til Liverpool nýskeð sökum þess að hann hafði móðgað borgarbúa.. Nú er hann aftur kominn í vandræði. Það komst upp að Johnson - sem er hjólreiðamaður og fjögurra barna faðir - hafði um margra ára skeið sofið hjá Petronellu Wyatt, dálkahöfundi hjá blaðinu. Þetta er ennþá kátlegra fyrir þær sakir að í dálkunum gefur Petronella sig út fyrir að vera kona á lausum kili, mikil samkvæmisdama - eins konar Bridget Jones. Dálítill stéttamunur er þó á Petronellu og Bridget. Faðir þeirrar fyrrnefndu var frægur sérvitringur, Woodrow Wyatt, sem seint á ævinni varð Wyatt lávarður af Weeford. Hann hóf feril sinn sem þingmaður Verkamannaflokksins en var undir lokin ákafur stuðningsmaður Margaret Thatcher. Þegar andlátið nálgaðist hóf Wyatt útgáfu dagbóka sinna sem voru fullar af veisluslúðri og kjaftasögum um frægt fólk - ekki síst stjórnmálamenn. Reyndist hann vera hinn mesti slefberi. En dóttirin þykir vera gáfuð og frambærileg - þótt karlinn hafi reyndar viðurkennt í dagbókunum að hafa þurft að toga í strengi til að koma henni inn í Oxford. Kannski er þó ofmælt að hún sé þokkadís, einhvers konar, "femme fatale", líkt og stendur í sumum blöðum. En víða væru menn upp með sér af sambandi við slíka konu - ekki sakar bláa blóðið. En Michael Howard, formanni Íhaldsflokksins, var ekki skemmt. Verst þótti honum að Johnson skyldi hafa logið að sér. Johnson neitaði í fyrstu, en upp komst um svikin þegar móðir Petronellu, Lafði Verushka Wyatt, var spurð út í sambandið og sagði að þau væru "ekki lengur" saman. Ekki bætir úr skák á Petronella mun hafa látið eyða fóstri eftir Boris. Vesenið á Johnson heldur semsé áfram. Hann var látinn segja af sér sem menningarmálaráðherra í skuggaráðuneyti Howards. Jafnvel er talað um að pólitískum ferli hans sé lokið og ritstjórastarfið í hættu. Sumir hafa þó látið þau orð falla að það hæfi menningarmálaráðherra ágætlega að vera fjöllyndur, í mörgum samböndum. Svo væri örugglega talið í Frakklandi. Það væri kannski annað ef hann væri til dæmis ráðherra hjónabandsins eða almennrar siðsemi í einkalífinu. Og svo er auðvitað aðalspurningin - hvað Michael Howard eða fjölmiðlunum komi þetta yfirleitt við? --- --- --- Maður að nafni Pálmi sendi mér skammarbréf vegna skrifa minna um Ríkisútvarpið. Sagði að ég hefði verið alltof mikið í samvistum við Sigga Kára. Skrítið - fyrir fjórum árum ritaði ég ekki ósvipaðan pistil um RÚV og þá skrifaði líka einhver á spjallþráð að þetta hlyti að vera Sigga Kára að kenna. Naumast að hann hefur vond áhrif. Ég hef lengi slegist milli þeirra skoðana að best sé að selja hreinlega Ríkisútvarpið eða halda því í mjög breyttri mynd. Get ekki alveg gert upp hug minn. Nú um stundir er ég fremur á síðari skoðuninni. Ég tel, líkt og sagði í pistlinum í gær, að selja eigi Rás 2 en efla Rás 1 allverulega. Sjónvarpið myndi senda út áfram en á gerbreyttum forsendum - líkari þeim sem upprunalega var hugmyndin á bak við ríkisútvarp. Menningarefni yrði í fyrrirúmi, fréttaþættir, heimildarmyndir, fræðsluefni og góðar kvikmyndir. Ekki ósvipað fransk/þýsku sjónvarpsstöðinni Arte. Mest af þessu efni yrði keypt frá framleiðendum úti í bæ - framleiðslan innandyra yrði óveruleg. Hægt væri að bjóða út rekstur fína stúdíósins í Efstaleiti. Ég fæ heldur ekki skilið að menn séu að kvarta undan því að Sinfóníuhljómsveitin sé baggi á Ríkisútvarpinu. Ætti stofnunin ekki fremur að reyna að nýta hljómsveitina betur? Tónlist er gott sjónvarpsefni. Það er vitaskuld algjör fásinna að ríkið sé að sjónvarpa afþreyingu eða íþróttaefni í samkeppni við ótal einkastöðvar. Engum myndi koma til hugar að stofna ríkisfyrirtæki sem annaðist svona starfsemi - hví þá að halda í þessa úreltu hugmynd? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór
Hér hefur áður verið fjallað um Boris Johnson, hinn litríka ritstjóra Spectator og þingmann breska Íhaldsflokksins - það var þegar Johnson þurfti að gera yfirbótarferð til Liverpool nýskeð sökum þess að hann hafði móðgað borgarbúa.. Nú er hann aftur kominn í vandræði. Það komst upp að Johnson - sem er hjólreiðamaður og fjögurra barna faðir - hafði um margra ára skeið sofið hjá Petronellu Wyatt, dálkahöfundi hjá blaðinu. Þetta er ennþá kátlegra fyrir þær sakir að í dálkunum gefur Petronella sig út fyrir að vera kona á lausum kili, mikil samkvæmisdama - eins konar Bridget Jones. Dálítill stéttamunur er þó á Petronellu og Bridget. Faðir þeirrar fyrrnefndu var frægur sérvitringur, Woodrow Wyatt, sem seint á ævinni varð Wyatt lávarður af Weeford. Hann hóf feril sinn sem þingmaður Verkamannaflokksins en var undir lokin ákafur stuðningsmaður Margaret Thatcher. Þegar andlátið nálgaðist hóf Wyatt útgáfu dagbóka sinna sem voru fullar af veisluslúðri og kjaftasögum um frægt fólk - ekki síst stjórnmálamenn. Reyndist hann vera hinn mesti slefberi. En dóttirin þykir vera gáfuð og frambærileg - þótt karlinn hafi reyndar viðurkennt í dagbókunum að hafa þurft að toga í strengi til að koma henni inn í Oxford. Kannski er þó ofmælt að hún sé þokkadís, einhvers konar, "femme fatale", líkt og stendur í sumum blöðum. En víða væru menn upp með sér af sambandi við slíka konu - ekki sakar bláa blóðið. En Michael Howard, formanni Íhaldsflokksins, var ekki skemmt. Verst þótti honum að Johnson skyldi hafa logið að sér. Johnson neitaði í fyrstu, en upp komst um svikin þegar móðir Petronellu, Lafði Verushka Wyatt, var spurð út í sambandið og sagði að þau væru "ekki lengur" saman. Ekki bætir úr skák á Petronella mun hafa látið eyða fóstri eftir Boris. Vesenið á Johnson heldur semsé áfram. Hann var látinn segja af sér sem menningarmálaráðherra í skuggaráðuneyti Howards. Jafnvel er talað um að pólitískum ferli hans sé lokið og ritstjórastarfið í hættu. Sumir hafa þó látið þau orð falla að það hæfi menningarmálaráðherra ágætlega að vera fjöllyndur, í mörgum samböndum. Svo væri örugglega talið í Frakklandi. Það væri kannski annað ef hann væri til dæmis ráðherra hjónabandsins eða almennrar siðsemi í einkalífinu. Og svo er auðvitað aðalspurningin - hvað Michael Howard eða fjölmiðlunum komi þetta yfirleitt við? --- --- --- Maður að nafni Pálmi sendi mér skammarbréf vegna skrifa minna um Ríkisútvarpið. Sagði að ég hefði verið alltof mikið í samvistum við Sigga Kára. Skrítið - fyrir fjórum árum ritaði ég ekki ósvipaðan pistil um RÚV og þá skrifaði líka einhver á spjallþráð að þetta hlyti að vera Sigga Kára að kenna. Naumast að hann hefur vond áhrif. Ég hef lengi slegist milli þeirra skoðana að best sé að selja hreinlega Ríkisútvarpið eða halda því í mjög breyttri mynd. Get ekki alveg gert upp hug minn. Nú um stundir er ég fremur á síðari skoðuninni. Ég tel, líkt og sagði í pistlinum í gær, að selja eigi Rás 2 en efla Rás 1 allverulega. Sjónvarpið myndi senda út áfram en á gerbreyttum forsendum - líkari þeim sem upprunalega var hugmyndin á bak við ríkisútvarp. Menningarefni yrði í fyrrirúmi, fréttaþættir, heimildarmyndir, fræðsluefni og góðar kvikmyndir. Ekki ósvipað fransk/þýsku sjónvarpsstöðinni Arte. Mest af þessu efni yrði keypt frá framleiðendum úti í bæ - framleiðslan innandyra yrði óveruleg. Hægt væri að bjóða út rekstur fína stúdíósins í Efstaleiti. Ég fæ heldur ekki skilið að menn séu að kvarta undan því að Sinfóníuhljómsveitin sé baggi á Ríkisútvarpinu. Ætti stofnunin ekki fremur að reyna að nýta hljómsveitina betur? Tónlist er gott sjónvarpsefni. Það er vitaskuld algjör fásinna að ríkið sé að sjónvarpa afþreyingu eða íþróttaefni í samkeppni við ótal einkastöðvar. Engum myndi koma til hugar að stofna ríkisfyrirtæki sem annaðist svona starfsemi - hví þá að halda í þessa úreltu hugmynd?
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun