Húfur í öllum litum 18. nóvember 2004 00:01 Hulda Kristinsdóttir hefur verið með handavinnu og heklunál í höndunum frá því hún man eftir sér. Þegar hún svo eignaðist prjónavél fyrir 30 árum fannst henni hún hafa himin höndum tekið og hefur verið óþreytandi að hanna og prjóna trefla og húfur handa börnum sínum og barnabörnum. Nú prjónar Hulda meira en bara húfur og trefla og er farin að selja afraksturinn. "Ég er líka með hettur, eyrnabönd, gammósíur og barnateppi, svo eitthvað sé nefnt. Ef fólk vill getur það fengið nafn í húfurnar og pantað liti og mynstur." Hulda sem á fimm uppkomin börn og sex barnabörn starfar sem dagmamma og er með fimm lítil börn í gæslu alla daga. Henni finnst langt í frá að hún sé "búin með barnakaflann í lífi sínu" og nýtur þess að vera með krakkana á daginn. "Ég hef alltaf verið svo heppin með dagmömmubörn og foreldra þeirra og mér finnst þetta yndisleg vinna þó sumir dagar geti verið strembnir. Á kvöldin og um helgar slaka ég svo á með handavinnuna," segir Hulda, sem kveðst ekki eltast við tískuliti heldur nota alla liti jafnt. "Mér finnst allir litir jafn fallegir og það er svo misjafnt hvað fók vill þannig að mér finnst best að eiga þetta í sem mestu úrvali." Hulda er að opna heimasíðuna hulda.org. Þeir sem vilja nálgast vörurnar hennar geta farið inn á heimasíðuna og fengið frekari upplýsingar. Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Hulda Kristinsdóttir hefur verið með handavinnu og heklunál í höndunum frá því hún man eftir sér. Þegar hún svo eignaðist prjónavél fyrir 30 árum fannst henni hún hafa himin höndum tekið og hefur verið óþreytandi að hanna og prjóna trefla og húfur handa börnum sínum og barnabörnum. Nú prjónar Hulda meira en bara húfur og trefla og er farin að selja afraksturinn. "Ég er líka með hettur, eyrnabönd, gammósíur og barnateppi, svo eitthvað sé nefnt. Ef fólk vill getur það fengið nafn í húfurnar og pantað liti og mynstur." Hulda sem á fimm uppkomin börn og sex barnabörn starfar sem dagmamma og er með fimm lítil börn í gæslu alla daga. Henni finnst langt í frá að hún sé "búin með barnakaflann í lífi sínu" og nýtur þess að vera með krakkana á daginn. "Ég hef alltaf verið svo heppin með dagmömmubörn og foreldra þeirra og mér finnst þetta yndisleg vinna þó sumir dagar geti verið strembnir. Á kvöldin og um helgar slaka ég svo á með handavinnuna," segir Hulda, sem kveðst ekki eltast við tískuliti heldur nota alla liti jafnt. "Mér finnst allir litir jafn fallegir og það er svo misjafnt hvað fók vill þannig að mér finnst best að eiga þetta í sem mestu úrvali." Hulda er að opna heimasíðuna hulda.org. Þeir sem vilja nálgast vörurnar hennar geta farið inn á heimasíðuna og fengið frekari upplýsingar.
Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira