Jón og séra Jón 25. nóvember 2004 00:01 Menn fárast yfir verðsamráði olíufélaga - ná ekki upp í nefið á sér fyrir hneykslun. Líklega getur þó ekki hugsast massífara verðsamráð en það sem ríkið stendur fyrir í mjólkuriðnaði - verðið á mjólkinni er beinlínis ákveðið af þartilgerðri nefnd. Hún þarf ekki að hittast í Öskjuhlíð, heldur tilkynnti niðurstöðu sína í sjálfu Þjóðmenningarhúsinu í vikunni - mjólkin hækkar ekki. Quod licet Jovis, non licet bovis. Mér var eiginlega skapi næst að fyrirgefa Kristni Björnssyni þar sem ég sá hann skjótast eftir Lækjargötunni í gær. Mjólkursamsalan er einkennilega firrt einokunarfyrirtæki sem þrífst í skjóli pólitísks valds. Svoleiðis hefur það verið áratugum saman - engum virðist í alvörunni hugkvæmast að breyta þessu. Mjólkursamsalan framleiðir ótrúlegt magn af sætum mjólkurvörum; það er eins og hjá fyrirtækinu starfi fólk sem finnst ekki bragð af neinu nema í það sé ausið sykri. Sumir segja að þetta sé beinlínis tilræði við heilsufar þjóðarinnar - og kannski líka bragðskyn hennar. --- --- --- Mjólkursamsalan hefur framleitt eina tegund af jógúrt sem er ekki með sykri. Annars er allt jógúrtið sykursætt jukk. Þetta er almennt kallað jógúrt án bragðs - jú, það er lapþunnt og frekar bragðlítið. Minnir allavega ekkert á jógúrtina sem maður fær til dæmis í Grikklandi. Nú hefur nýtt fyrirtæki, Bio bú, sett á markað jógúrt sem er miklu betri en varan frá Mjólkursamsölunni - hún er miklu betri á bragðið, þéttari í sér, sögð vera lífræn. Þá er eins og Mjólkursamsalan vakni upp af vondum draumi. Allt í einu er finnst manni eins og bragðlausa jógúrtið sé orðið þykkara og lystugra. Tilviljun? Eða samsæri gegn neytendum? --- --- ---- Í sjónvarpinu í gærkvöldi var frétt um skringilegar framkvæmdir við rússneska sendiráðið. Ég hef veitt þessu athygli undanfarið. Þarna eru á ferli verkamenn í göllum sem minna á Magnetogorsk árg. 1936, babjúskur með skuplur um hausinn, allt á tjá og tundri. Hvað eru þeir eiginlega að gera, spyrja nágrannar í Garðastrætinu? Maður sér ekki betur en að úti í garðinum hafi sprottið upp kofaþyrping þar sem fólkið býr. Annars er þetta bara eins og moldarhaugur. Rússar eru sjálfum sér líkir með sitt leynipukur. Aðeins ofar í Garðastrætinu eru Kínverjar með sendiráð - í gamla einbýlishúsi Ólafs Thors. Þeir eru ennþá stórtækari. Létu höggva öll trén í garðinum, malbika yfir, reistu háa víggirðingu og settu svo upp tennisvöll. Verður seint talin prýði fyrir götuna. Það fer eiginlega um mann hrollur. --- --- --- Borgar Þór Einarsson skrifar grein á Deigluna og fjallar um lagningu Sundabrautar. Borgar kemst að þeirri niðurstöðu að Reykjavík sé frekar ljót borg - honum finnst mannanna verk hér ekki mjög tilkomumikil. Borgar gefur þröngum hagkvæmnissjónarmiðum langt nef og heldur fram þeirri skoðun að rétt sé að setja háa brú yfir Sundin í stað þess að leggja lágreista brú yfir Kleppsvík eins og nú er lagt til: "Já, en er það ekki miklu ódýrari og betri lausn, kynni einhver að segja. Vera má að hún sé eitthvað ódýrari, þótt draga megi í efa að þar muni mjög miklu. Perlan hefði líklega kostað eitthvað svipað, þótt henni hefði verið holað niður sem ferningslaga steinkumbalda í eitthvert þýflendið í borgarjaðrinum. Ef til stendur að verja til verksins einhverjum milljörðum af almannafé, er þá ekki nær að búa til fallegt og stæðilegt kennileiti í höfuðborginni? Háreista brú sem setja myndi svip á borgina og vera til marks um tíðarandann á Íslandi í kringum árþúsundamótin, tíðaranda sem einkenndist af sköpunargleði og framkvæmdaþrótti. Mannvirki sem væri vitnisburður til komandi kynslóða um að núlifandi forfeður þeirra hefðu verið stórhuga og framsýnir. En því miður segir mér svo hugur, að moldarkofahugsunarhátturinn fái áfram ráðið og brúin verði lágreist mannvirki í samræmi við lágreista og gisna borgarmyndina." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Menn fárast yfir verðsamráði olíufélaga - ná ekki upp í nefið á sér fyrir hneykslun. Líklega getur þó ekki hugsast massífara verðsamráð en það sem ríkið stendur fyrir í mjólkuriðnaði - verðið á mjólkinni er beinlínis ákveðið af þartilgerðri nefnd. Hún þarf ekki að hittast í Öskjuhlíð, heldur tilkynnti niðurstöðu sína í sjálfu Þjóðmenningarhúsinu í vikunni - mjólkin hækkar ekki. Quod licet Jovis, non licet bovis. Mér var eiginlega skapi næst að fyrirgefa Kristni Björnssyni þar sem ég sá hann skjótast eftir Lækjargötunni í gær. Mjólkursamsalan er einkennilega firrt einokunarfyrirtæki sem þrífst í skjóli pólitísks valds. Svoleiðis hefur það verið áratugum saman - engum virðist í alvörunni hugkvæmast að breyta þessu. Mjólkursamsalan framleiðir ótrúlegt magn af sætum mjólkurvörum; það er eins og hjá fyrirtækinu starfi fólk sem finnst ekki bragð af neinu nema í það sé ausið sykri. Sumir segja að þetta sé beinlínis tilræði við heilsufar þjóðarinnar - og kannski líka bragðskyn hennar. --- --- --- Mjólkursamsalan hefur framleitt eina tegund af jógúrt sem er ekki með sykri. Annars er allt jógúrtið sykursætt jukk. Þetta er almennt kallað jógúrt án bragðs - jú, það er lapþunnt og frekar bragðlítið. Minnir allavega ekkert á jógúrtina sem maður fær til dæmis í Grikklandi. Nú hefur nýtt fyrirtæki, Bio bú, sett á markað jógúrt sem er miklu betri en varan frá Mjólkursamsölunni - hún er miklu betri á bragðið, þéttari í sér, sögð vera lífræn. Þá er eins og Mjólkursamsalan vakni upp af vondum draumi. Allt í einu er finnst manni eins og bragðlausa jógúrtið sé orðið þykkara og lystugra. Tilviljun? Eða samsæri gegn neytendum? --- --- ---- Í sjónvarpinu í gærkvöldi var frétt um skringilegar framkvæmdir við rússneska sendiráðið. Ég hef veitt þessu athygli undanfarið. Þarna eru á ferli verkamenn í göllum sem minna á Magnetogorsk árg. 1936, babjúskur með skuplur um hausinn, allt á tjá og tundri. Hvað eru þeir eiginlega að gera, spyrja nágrannar í Garðastrætinu? Maður sér ekki betur en að úti í garðinum hafi sprottið upp kofaþyrping þar sem fólkið býr. Annars er þetta bara eins og moldarhaugur. Rússar eru sjálfum sér líkir með sitt leynipukur. Aðeins ofar í Garðastrætinu eru Kínverjar með sendiráð - í gamla einbýlishúsi Ólafs Thors. Þeir eru ennþá stórtækari. Létu höggva öll trén í garðinum, malbika yfir, reistu háa víggirðingu og settu svo upp tennisvöll. Verður seint talin prýði fyrir götuna. Það fer eiginlega um mann hrollur. --- --- --- Borgar Þór Einarsson skrifar grein á Deigluna og fjallar um lagningu Sundabrautar. Borgar kemst að þeirri niðurstöðu að Reykjavík sé frekar ljót borg - honum finnst mannanna verk hér ekki mjög tilkomumikil. Borgar gefur þröngum hagkvæmnissjónarmiðum langt nef og heldur fram þeirri skoðun að rétt sé að setja háa brú yfir Sundin í stað þess að leggja lágreista brú yfir Kleppsvík eins og nú er lagt til: "Já, en er það ekki miklu ódýrari og betri lausn, kynni einhver að segja. Vera má að hún sé eitthvað ódýrari, þótt draga megi í efa að þar muni mjög miklu. Perlan hefði líklega kostað eitthvað svipað, þótt henni hefði verið holað niður sem ferningslaga steinkumbalda í eitthvert þýflendið í borgarjaðrinum. Ef til stendur að verja til verksins einhverjum milljörðum af almannafé, er þá ekki nær að búa til fallegt og stæðilegt kennileiti í höfuðborginni? Háreista brú sem setja myndi svip á borgina og vera til marks um tíðarandann á Íslandi í kringum árþúsundamótin, tíðaranda sem einkenndist af sköpunargleði og framkvæmdaþrótti. Mannvirki sem væri vitnisburður til komandi kynslóða um að núlifandi forfeður þeirra hefðu verið stórhuga og framsýnir. En því miður segir mér svo hugur, að moldarkofahugsunarhátturinn fái áfram ráðið og brúin verði lágreist mannvirki í samræmi við lágreista og gisna borgarmyndina."
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun