Situr við að falda í flugvélinni 2. desember 2004 00:01 "Ég frétti af því á fimmtudag í síðustu viku að ég fengi að sýna fötin mín á stórsýningunni Bucharest Fashion Week um næstu helgi og er búin að vera á fullu að sauma síðan. Þetta er allt að hafast," segir Guðlaug Elsa Ásgeirsdóttir, klæðskeri og kjarnakona. Hún er fyrst íslenskra hönnuða til að taka þátt í þessari alþjóðlegu tískusýningu sem haldin er árlega í einhverri stórborg. Að sjálfsögðu stolt og ánægð. "Ég hef stefnt að því lengi að fá að sýna erlendis," segir hún brosandi og býr sig undir að pakka enda heldur hún til Búkarest á morgun. Þótt ótrúlegt sé er engin þreytumerki á henni að sjá þótt 15 klæðnaðir liggi eftir hana næstum fullbúnir á þremur dögum og aðeins frágangurinn eftir. "Ég sit við að falda í flugvélinni," segir hún hlæjandi. Guðlaug Elsa hefur rekið sjálfstætt verkstæði og verslun frá því hún útskrifaðist sem klæðskeri fyrir átta árum. Það er þó fólkið í Iceland Fashion Week sem stendur á bak við hana núna og útvegaði styrk frá Útflutningsráði. Guðlaug Elsa telur rótina mega rekja til tískusýninga sem hún hefur haldið, nú síðast á Grand Hóteli í október. "Þá er ég er vön að skipuleggja allt sjálf svo nú finnst mér skrýtið að þurfa ekkert að gera nema sauma!" Reyndar stemmir það ekki alveg, hún þarf líka að útvega skó og undirföt sem passa við fatnaðinn. Fjölbreytnin er mikil í hönnun Guðlaugar Elsu og efnin eru af ólíkum toga; ullarefni, roð, glansefni, gegnsæ og allt þar á milli enda ber innslag hennar yfirskriftina Enigma sem þýðir púsl á latínu. Höfuðföt fylgja sumum flíkunum og það sérkennilegasta er skrautlegur hani sem baðar út vængjunum. Sá er frá uppáhaldsbæ austur í Hraungerðishreppi. Óhætt er að segja að íslenskur landbúnaður og sjávarútvegur sameinist í frumlegum fatnaði Guðlaugar Elsu og góð landkynning sé á ferðinni. Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
"Ég frétti af því á fimmtudag í síðustu viku að ég fengi að sýna fötin mín á stórsýningunni Bucharest Fashion Week um næstu helgi og er búin að vera á fullu að sauma síðan. Þetta er allt að hafast," segir Guðlaug Elsa Ásgeirsdóttir, klæðskeri og kjarnakona. Hún er fyrst íslenskra hönnuða til að taka þátt í þessari alþjóðlegu tískusýningu sem haldin er árlega í einhverri stórborg. Að sjálfsögðu stolt og ánægð. "Ég hef stefnt að því lengi að fá að sýna erlendis," segir hún brosandi og býr sig undir að pakka enda heldur hún til Búkarest á morgun. Þótt ótrúlegt sé er engin þreytumerki á henni að sjá þótt 15 klæðnaðir liggi eftir hana næstum fullbúnir á þremur dögum og aðeins frágangurinn eftir. "Ég sit við að falda í flugvélinni," segir hún hlæjandi. Guðlaug Elsa hefur rekið sjálfstætt verkstæði og verslun frá því hún útskrifaðist sem klæðskeri fyrir átta árum. Það er þó fólkið í Iceland Fashion Week sem stendur á bak við hana núna og útvegaði styrk frá Útflutningsráði. Guðlaug Elsa telur rótina mega rekja til tískusýninga sem hún hefur haldið, nú síðast á Grand Hóteli í október. "Þá er ég er vön að skipuleggja allt sjálf svo nú finnst mér skrýtið að þurfa ekkert að gera nema sauma!" Reyndar stemmir það ekki alveg, hún þarf líka að útvega skó og undirföt sem passa við fatnaðinn. Fjölbreytnin er mikil í hönnun Guðlaugar Elsu og efnin eru af ólíkum toga; ullarefni, roð, glansefni, gegnsæ og allt þar á milli enda ber innslag hennar yfirskriftina Enigma sem þýðir púsl á latínu. Höfuðföt fylgja sumum flíkunum og það sérkennilegasta er skrautlegur hani sem baðar út vængjunum. Sá er frá uppáhaldsbæ austur í Hraungerðishreppi. Óhætt er að segja að íslenskur landbúnaður og sjávarútvegur sameinist í frumlegum fatnaði Guðlaugar Elsu og góð landkynning sé á ferðinni.
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira