Skautað á Tjörninni 20. desember 2004 00:01 Í auglýsingu frá Sláturfélagi Suðurlands, sem er sýnd grimmt þessa dagana, má sjá börn og ungmenni að leik á ísi lagðri Tjörninni. Maður giskar á að þessar myndir séu teknar á árunum 1950 til 1960. Mannmergðin þarna kemur manni alveg á óvart og borgarbragurinn - hvað bjuggu eiginlega margir í Reykjavík á þessum tíma? Borgarstjórnin situr úti í miðri Tjörn en virðist alveg hafa gefist upp á að sýna þessari perlu Reykjavíkur ræktarsemi. Þannig hefur fuglalífinu í Tjörninni hnignað stórkostlega undanfarin ár, allt síðan var lögð niður staða sérstaks tjarnarvarðar. Mávurinn er plága þarna á sumrin. Og á veturna er ekkert hugsað um svæðið heldur. Það var löngum var árviss viðburður þegar frysti að útbúa upplýst skautasvell á Tjörninni. Til þess hafa verið nóg tækifæri á þessum frekar kalda vetri, en það er eins og borgarstjórnin sé alveg ónæm á umhverfi sitt. Í þessu sambandi má nefna að á miðri Karls Jóhannsgötu í miðborg Oslóar, framan við Stórþingið, er á hverju ári útbúið skautasvell borgarbúum til yndisauka. Það er ekki ósvipað því og ef Reykvíkingar væru á skautum á Austurvelli. --- --- --- Á heimasíðu sinni vitnar Björn Bjarnason í bréf frá manni sem hefur gefist upp á að búa í miðbænum í Reykjavík og flutt í Hafnarfjörð. Þar eru tilgreindar eftirfarandi ástæður: "1) Stóraukin bílaumferð. 2) Klámvæðing miðborgarinnar – klámbúllur, verslanir með slíkt dót og lausung. 3) Drykkjulæti í miðborginni um helgar. 4) Stöðumælar og ómannleg óþægindi í viðskiptum við þá stofnun sem um þá sér. 5) Stress í umhverfinu. 6) Umferðarteppur og árekstrar alls staðar á annatímum á alltof litlum götum. 7) Að því er virðist ótakmörkuð uppbygging barmenningar." Maður getur svosem ekki verið annað en sammála ýmsu af því sem þarna stendur - en manni sýnist þó að hugur bréfritara standi fremur til þess að búa í sveit en borg. --- --- --- Úttekt í Fréttablaðinu á flokkadráttum í bókmenntaheiminum mun hafa valdið nokkrum titringi. Grein þessi var svosem ósköp yfirborðsleg - það var eins og hún hefði orðið til í stuttu en snörpu hópefli á ritstjórninni. En það hafa ýmsir náð að móðgast. Það sést til dæmis á Lesbók Morgunblaðsins á laugardag að Þröstur Helgason, sá ágæti menningarblaðamaður, er ekki hress - hann var flokkaður með póstmódernistunum í Bjartsklíkunni. Þeir hjá Eddu eru heldur ekki glaðir, enda var því lýst í greininni að Vogaklíkan svokallaða hefði mátt sjá sinn fífil fegurri. Annars verð ég að segja að fyndnasti hópurinn sem er nefndur í þessari grein er "Fiðrildaskólinn" sem sagður er telja meðal annarra Gyrði Elíasson, Óskar Árna Óskarsson og Jón Kalmann Stefánsson. Segir að Ísak Harðarsson hafi einnig tilheyrt þessum hópi, en hann sé nú horfinn á braut enda muni honum hafa "leiðst göngutúrarnir sem farnir eru mánaðarlega, yfirleitt á fáfarnar slóðir og umræðuefnið er "De store nordiske" eða norrænar bókmenntir frá fyrrihluta 20. aldar". --- --- --- Nú er verið að sækja um fyrir 150 Kínverja í viðbót til að starfa við virkjunarframkvæmdirnar við Kárahnjúka. Sagt að ennþá fleiri eigi eftir að bætast við. Ofboðslega var miklu logið fyrir fáum árum þegar talað var um hversu margir Íslendingar ættu eftir að vinna þarna. Maður sá fyrir sér Búrfell og Sigöldu: "Þegar vann ég við Sigöldu meyjarnar mig völdu/til þess að stjórna sínum draumum." En svo eru þetta bara alþjóðlegar vinnubúðir - nokkuð í anda hinna dekkri hliða hnattvæðingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Í auglýsingu frá Sláturfélagi Suðurlands, sem er sýnd grimmt þessa dagana, má sjá börn og ungmenni að leik á ísi lagðri Tjörninni. Maður giskar á að þessar myndir séu teknar á árunum 1950 til 1960. Mannmergðin þarna kemur manni alveg á óvart og borgarbragurinn - hvað bjuggu eiginlega margir í Reykjavík á þessum tíma? Borgarstjórnin situr úti í miðri Tjörn en virðist alveg hafa gefist upp á að sýna þessari perlu Reykjavíkur ræktarsemi. Þannig hefur fuglalífinu í Tjörninni hnignað stórkostlega undanfarin ár, allt síðan var lögð niður staða sérstaks tjarnarvarðar. Mávurinn er plága þarna á sumrin. Og á veturna er ekkert hugsað um svæðið heldur. Það var löngum var árviss viðburður þegar frysti að útbúa upplýst skautasvell á Tjörninni. Til þess hafa verið nóg tækifæri á þessum frekar kalda vetri, en það er eins og borgarstjórnin sé alveg ónæm á umhverfi sitt. Í þessu sambandi má nefna að á miðri Karls Jóhannsgötu í miðborg Oslóar, framan við Stórþingið, er á hverju ári útbúið skautasvell borgarbúum til yndisauka. Það er ekki ósvipað því og ef Reykvíkingar væru á skautum á Austurvelli. --- --- --- Á heimasíðu sinni vitnar Björn Bjarnason í bréf frá manni sem hefur gefist upp á að búa í miðbænum í Reykjavík og flutt í Hafnarfjörð. Þar eru tilgreindar eftirfarandi ástæður: "1) Stóraukin bílaumferð. 2) Klámvæðing miðborgarinnar – klámbúllur, verslanir með slíkt dót og lausung. 3) Drykkjulæti í miðborginni um helgar. 4) Stöðumælar og ómannleg óþægindi í viðskiptum við þá stofnun sem um þá sér. 5) Stress í umhverfinu. 6) Umferðarteppur og árekstrar alls staðar á annatímum á alltof litlum götum. 7) Að því er virðist ótakmörkuð uppbygging barmenningar." Maður getur svosem ekki verið annað en sammála ýmsu af því sem þarna stendur - en manni sýnist þó að hugur bréfritara standi fremur til þess að búa í sveit en borg. --- --- --- Úttekt í Fréttablaðinu á flokkadráttum í bókmenntaheiminum mun hafa valdið nokkrum titringi. Grein þessi var svosem ósköp yfirborðsleg - það var eins og hún hefði orðið til í stuttu en snörpu hópefli á ritstjórninni. En það hafa ýmsir náð að móðgast. Það sést til dæmis á Lesbók Morgunblaðsins á laugardag að Þröstur Helgason, sá ágæti menningarblaðamaður, er ekki hress - hann var flokkaður með póstmódernistunum í Bjartsklíkunni. Þeir hjá Eddu eru heldur ekki glaðir, enda var því lýst í greininni að Vogaklíkan svokallaða hefði mátt sjá sinn fífil fegurri. Annars verð ég að segja að fyndnasti hópurinn sem er nefndur í þessari grein er "Fiðrildaskólinn" sem sagður er telja meðal annarra Gyrði Elíasson, Óskar Árna Óskarsson og Jón Kalmann Stefánsson. Segir að Ísak Harðarsson hafi einnig tilheyrt þessum hópi, en hann sé nú horfinn á braut enda muni honum hafa "leiðst göngutúrarnir sem farnir eru mánaðarlega, yfirleitt á fáfarnar slóðir og umræðuefnið er "De store nordiske" eða norrænar bókmenntir frá fyrrihluta 20. aldar". --- --- --- Nú er verið að sækja um fyrir 150 Kínverja í viðbót til að starfa við virkjunarframkvæmdirnar við Kárahnjúka. Sagt að ennþá fleiri eigi eftir að bætast við. Ofboðslega var miklu logið fyrir fáum árum þegar talað var um hversu margir Íslendingar ættu eftir að vinna þarna. Maður sá fyrir sér Búrfell og Sigöldu: "Þegar vann ég við Sigöldu meyjarnar mig völdu/til þess að stjórna sínum draumum." En svo eru þetta bara alþjóðlegar vinnubúðir - nokkuð í anda hinna dekkri hliða hnattvæðingarinnar.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun