Styrkir ónæmiskerfið 27. desember 2004 00:01 Sólhattur er ein þeirra jurta sem menn hafa gripið til í þeim tilgangi að styrkja ónæmiskerfið og þá sérstaklega á veturna þegar kvef og flensa er algengt vandamál. Indíánar Norður-Ameríku þekktu Echinacea eða sólhatt vel og notuðu hann til að lækna sár, skordýrabit og sjúkdóma. Sólhattur er eitthvert algengasta bætiefni gegn kvefi og flensu og þykir gefast vel gegn hálsbólgu, eyrnabólgu hjá börnum og jafnvel ennisholubólgum. Jafnframt er talið að auk þess að styrkja ónæmiskerfið vinni sólhattur á sýklum og það án þess að skaða gerlagróður meltingarfæranna. Truflanir í meltingarfærum eru því miður leiður og mjög algengur fylgifiskur sýklalyfja. Þó að sólhattur hafi stundum verið nefndur "jurtapensillín", er það alls ekki fúkkalyf en hjálpar þó líkamanum að standast sjúkdóma og losa sig við þá, án þess að valda neinum aukaverkunum. Við tilraunir á músum var staðfest að Cichoriusýra í jurtinni eykur myndun átfruma sem eyða sýklum og aðskotaefnum um 40% en margar tegundir eru til af Echinacea jurtinni og öflugasta virkni hefur E. purpurea. Vírusverjandi eiginleikar hennar voru staðfestir í rannsóknum, þar sem frumur meðhöndlaðar með E. purpurea reyndust 50 til 80% ónæmar fyrir vírusum. Þegar hópur af heilbrigðum karlmönnum var látinn taka sólhatt í fimm daga (30 dropa þrisvar á dag) jókst máttur hvítra blóðkorna til að drepa bakteríur um 120%. Auk þess að styrkja ónæmiskerfið, eru efni í sólhattinum sem vinna beint á vírusum og draga einnig úr vexti sýkla með því að halda aftur af sýklaensýminu hyaluronidase. Þetta ensím gefa sýklar frá sér til að brjótast í gegnum fyrstu varnarlínu líkamans, hörund og slímhimnur, svo að örverurnar komist inn í líkamann. Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sólhattur er ein þeirra jurta sem menn hafa gripið til í þeim tilgangi að styrkja ónæmiskerfið og þá sérstaklega á veturna þegar kvef og flensa er algengt vandamál. Indíánar Norður-Ameríku þekktu Echinacea eða sólhatt vel og notuðu hann til að lækna sár, skordýrabit og sjúkdóma. Sólhattur er eitthvert algengasta bætiefni gegn kvefi og flensu og þykir gefast vel gegn hálsbólgu, eyrnabólgu hjá börnum og jafnvel ennisholubólgum. Jafnframt er talið að auk þess að styrkja ónæmiskerfið vinni sólhattur á sýklum og það án þess að skaða gerlagróður meltingarfæranna. Truflanir í meltingarfærum eru því miður leiður og mjög algengur fylgifiskur sýklalyfja. Þó að sólhattur hafi stundum verið nefndur "jurtapensillín", er það alls ekki fúkkalyf en hjálpar þó líkamanum að standast sjúkdóma og losa sig við þá, án þess að valda neinum aukaverkunum. Við tilraunir á músum var staðfest að Cichoriusýra í jurtinni eykur myndun átfruma sem eyða sýklum og aðskotaefnum um 40% en margar tegundir eru til af Echinacea jurtinni og öflugasta virkni hefur E. purpurea. Vírusverjandi eiginleikar hennar voru staðfestir í rannsóknum, þar sem frumur meðhöndlaðar með E. purpurea reyndust 50 til 80% ónæmar fyrir vírusum. Þegar hópur af heilbrigðum karlmönnum var látinn taka sólhatt í fimm daga (30 dropa þrisvar á dag) jókst máttur hvítra blóðkorna til að drepa bakteríur um 120%. Auk þess að styrkja ónæmiskerfið, eru efni í sólhattinum sem vinna beint á vírusum og draga einnig úr vexti sýkla með því að halda aftur af sýklaensýminu hyaluronidase. Þetta ensím gefa sýklar frá sér til að brjótast í gegnum fyrstu varnarlínu líkamans, hörund og slímhimnur, svo að örverurnar komist inn í líkamann.
Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira