Fjölskyldan og ríkið 3. desember 2005 06:00 Enginn vafi er á því að það þykir fínt að vera frjálslyndur á Íslandi. Enda þótt aðeins einn stjórnmálaflokkur kenni sig beinlínis við frjálslyndið þá keppast hinir við að auglýsa að þeir séu líka afar frjálslyndir og keppast einnig við það að draga fram í dagsljósið vísbendingar um frjálslyndisskort keppinautanna. Það er sko aldeilis ekki tísku á Íslandi að styðja "boð og bönn", en öðru máli gegnir auðvitað um "almennar leikreglur" (sem er rósamál yfir nokkurn veginn hið sama). Að hluta til er þessi metingur frekar heilbrigður. Hann hefur m.a. leitt til þess að núna liggur frumvarp fyrir alþingi, sem virðist njóta almenns stuðnings, um að breyta 1. grein hjúskaparlaga þar sem kemur fram að þau gildi "um hjúskap karls og konu". Framvegis geta tveir karlar gengið í hjúskap, eða tvær konur. Þessi tiltekna gerð af mismunun fólks verður þar með afnumin. Sú breyting er að mínu mati til mikilla bóta, enda er hér einfaldlega verið að laga lögin að veruleikanum. Fjölskylduformið er fyrir löngu orðið fjölbreyttara en lög gerðu ráð fyrir. Á hinn bóginn má velta því fyrir sér til hvers þessi lög eru yfirhöfuð. Hvers vegna þarf ríkið að setja lög um það hvað telst vera fjölskylda og hvað ekki? Af hverju þarf að lögvernda tiltekin sambúðarform en banna önnur? Fyrirhugaðar breytingar á hjúskaparlögum eru til bóta, en væri ekki enn meiri framför fólgin í því að afnema öll hjúskaparlög? Flestir Íslendingar sem orðnir eru rosknir að árum kannast við bandarísku söngvamyndina Paint Your Wagon. Þetta var vestri sem skartaði harðjöxlunum Clint Eastwood og Lee Marvin í aðalhlutverkunum. Flétta hans er í stuttu máli sú að þeir félagar komast í kynni við mormóna sem reynist eiga fleiri en eina eiginkonu. Báðir keppa þeir um ástir sömu konunnar og sem sannir jafnréttissinnar komast þeir að lokum að þeirri niðurstöðu að kona hljóti að mega eiga tvo eða fleiri eiginmenn, alveg eins og karlmaður tvær eða fleiri eiginkonur. Konan sem þeir eltast við (leikin af Jean Seberg) eignast því tvo eiginmenn. Nú er ekki víst að margar íslenskar konur langi til að eiga tvo kalla. Ansi margar kjósa beinlínis að eiga engan. En ef einhverja skyldi nú langa til þess að eiga fleiri en einn (svo maður tali ekki um ef töffarar eins og þeir Clint og Lee væru á hverju strái) þá er það bannað. Ríkið bannar konum að eiga fleiri en einn kall. Hið sama gildir auðvitað um karlmenn, en þeir eiga þó að vísu þann kost að flytja til lands þar sem slíkt er leyft (t.d. Sádí-Arabíu). Hér er því ekki um misrétti að ræða, hvað þá jafn forneskjulegt og það að miða hjúskap bara við karl og konu. En samt getur maður ekki varist þeirri hugsun að fá knýjandi rök séu fyrir slíkum takmörkunum á hjúskap. Ekki finnst mér að það sé mikill réttur brotinn á mér þótt náunginn eigi jafn marga maka og honum sýnist. Þannig að ég á erfitt með að sjá hvaða hagsmuni er verið að verja. Getur það virkilega verið eini tilgangur laga að stuðla að íhaldssemi í fjölskyldumálum? Á Íslandi eru hjónaskilnaðir bæði heimilaðir og tíðir. Mörg börn kynnast því að eignast fleiri en eina mömmu og/eða pabba á lífsleiðinni. Þetta höfum við leyft í okkar samfélagi og aðlagað okkur að nýjum veruleika. Hins vegar er börnum bannað með lögum að eiga marga pabba eða mömmur á sama heimili. Eru einhver sérstök rök fyrir því? Eða á bara allt að vera bannað sem ekki er knýjandi ástæða til að leyfa? Væri kannski tilraunarinnar virði að breyta íslenskum hjúskaparlögum á þann veg að öll hjúskaparform verði leyfð? Að hver einasti hópur einstaklinga sem á sameiginlegt heimili teljist vera fjölskylda, óháð því nákvæmlega hversu margir einstaklingar skipi hópinn eða hver kynjasamsetningin sé? Grundvöllur hjúskapar ætti að fyrst og fremst að vera gagnkvæmt samþykki lögráða einstaklinga, hverjir og hversu margir sem þeir annars eru. Samþykki ríkisins ætti ekki að vera nauðsynleg forsenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Sverrir Jakobsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Enginn vafi er á því að það þykir fínt að vera frjálslyndur á Íslandi. Enda þótt aðeins einn stjórnmálaflokkur kenni sig beinlínis við frjálslyndið þá keppast hinir við að auglýsa að þeir séu líka afar frjálslyndir og keppast einnig við það að draga fram í dagsljósið vísbendingar um frjálslyndisskort keppinautanna. Það er sko aldeilis ekki tísku á Íslandi að styðja "boð og bönn", en öðru máli gegnir auðvitað um "almennar leikreglur" (sem er rósamál yfir nokkurn veginn hið sama). Að hluta til er þessi metingur frekar heilbrigður. Hann hefur m.a. leitt til þess að núna liggur frumvarp fyrir alþingi, sem virðist njóta almenns stuðnings, um að breyta 1. grein hjúskaparlaga þar sem kemur fram að þau gildi "um hjúskap karls og konu". Framvegis geta tveir karlar gengið í hjúskap, eða tvær konur. Þessi tiltekna gerð af mismunun fólks verður þar með afnumin. Sú breyting er að mínu mati til mikilla bóta, enda er hér einfaldlega verið að laga lögin að veruleikanum. Fjölskylduformið er fyrir löngu orðið fjölbreyttara en lög gerðu ráð fyrir. Á hinn bóginn má velta því fyrir sér til hvers þessi lög eru yfirhöfuð. Hvers vegna þarf ríkið að setja lög um það hvað telst vera fjölskylda og hvað ekki? Af hverju þarf að lögvernda tiltekin sambúðarform en banna önnur? Fyrirhugaðar breytingar á hjúskaparlögum eru til bóta, en væri ekki enn meiri framför fólgin í því að afnema öll hjúskaparlög? Flestir Íslendingar sem orðnir eru rosknir að árum kannast við bandarísku söngvamyndina Paint Your Wagon. Þetta var vestri sem skartaði harðjöxlunum Clint Eastwood og Lee Marvin í aðalhlutverkunum. Flétta hans er í stuttu máli sú að þeir félagar komast í kynni við mormóna sem reynist eiga fleiri en eina eiginkonu. Báðir keppa þeir um ástir sömu konunnar og sem sannir jafnréttissinnar komast þeir að lokum að þeirri niðurstöðu að kona hljóti að mega eiga tvo eða fleiri eiginmenn, alveg eins og karlmaður tvær eða fleiri eiginkonur. Konan sem þeir eltast við (leikin af Jean Seberg) eignast því tvo eiginmenn. Nú er ekki víst að margar íslenskar konur langi til að eiga tvo kalla. Ansi margar kjósa beinlínis að eiga engan. En ef einhverja skyldi nú langa til þess að eiga fleiri en einn (svo maður tali ekki um ef töffarar eins og þeir Clint og Lee væru á hverju strái) þá er það bannað. Ríkið bannar konum að eiga fleiri en einn kall. Hið sama gildir auðvitað um karlmenn, en þeir eiga þó að vísu þann kost að flytja til lands þar sem slíkt er leyft (t.d. Sádí-Arabíu). Hér er því ekki um misrétti að ræða, hvað þá jafn forneskjulegt og það að miða hjúskap bara við karl og konu. En samt getur maður ekki varist þeirri hugsun að fá knýjandi rök séu fyrir slíkum takmörkunum á hjúskap. Ekki finnst mér að það sé mikill réttur brotinn á mér þótt náunginn eigi jafn marga maka og honum sýnist. Þannig að ég á erfitt með að sjá hvaða hagsmuni er verið að verja. Getur það virkilega verið eini tilgangur laga að stuðla að íhaldssemi í fjölskyldumálum? Á Íslandi eru hjónaskilnaðir bæði heimilaðir og tíðir. Mörg börn kynnast því að eignast fleiri en eina mömmu og/eða pabba á lífsleiðinni. Þetta höfum við leyft í okkar samfélagi og aðlagað okkur að nýjum veruleika. Hins vegar er börnum bannað með lögum að eiga marga pabba eða mömmur á sama heimili. Eru einhver sérstök rök fyrir því? Eða á bara allt að vera bannað sem ekki er knýjandi ástæða til að leyfa? Væri kannski tilraunarinnar virði að breyta íslenskum hjúskaparlögum á þann veg að öll hjúskaparform verði leyfð? Að hver einasti hópur einstaklinga sem á sameiginlegt heimili teljist vera fjölskylda, óháð því nákvæmlega hversu margir einstaklingar skipi hópinn eða hver kynjasamsetningin sé? Grundvöllur hjúskapar ætti að fyrst og fremst að vera gagnkvæmt samþykki lögráða einstaklinga, hverjir og hversu margir sem þeir annars eru. Samþykki ríkisins ætti ekki að vera nauðsynleg forsenda.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun