Verjum Laugaveginn 7. desember 2005 06:00 Undanfarna tvo daga hafa birst hér á síðum Fréttablaðsins ógeðfelldar lýsingar á ástandinu á Laugavegi í kjölfar þess að ráðist var á mann þar snemma að laugardagsmorgni. Verslunareigendur og kaupmenn við götuna gefa ófagra lýsingu á ástandinu þar, einkum um helgar. Vilja þeir meina að ástandið megi rekja til bara sem starfræktir eru við götuna. Pétur Arason býr við Laugaveg og varð nýlega fyrir því að ráðist var á hann um hábjartan dag með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði. Hann lýsir ástandinu svo: "Stór hluti af vandamálinu er barir þarna á svæðinu. Þar fer fram fíkniefnasala eins og um hverja aðra kjörbúð sé að ræða." Hann segir að lögreglunni hafi margsinnis verið bent á þetta, en þessi starfsemi hafi viðgengist þarna i mörg ár. Auk þess að benda lögreglunni á þetta hafi hann rætt vandamálið við borgarfulltrúa en án árangurs. Þetta er ófögur lýsing á ástandinu við Laugaveg, aðalverslunargötu höfuðborgarinnar, og þarna þurfa borgaryfirvöld og lögreglan greinilega að taka til hendinni. Laugavegurinn hefur verið á uppleið að undanförnu og þar eru fyrirhugaðar miklar framkvæmdir varðandi uppbyggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Borgaryfirvöldum ber að verja og vernda Laugaveginn og stuðla að uppbyggingu. Þar hefur heilmikið verið gert á undanförnum árum og nú síðast var kaflinn á milli Barónsstígs og Snorrabrautar tekinn í gegn, auk þess sem þar var tekið í notkun nýtt bílageymsluhús á móti gamla Röðli og færi vel á því að húsið bæri það nafn. Þeir sem reka þarna atvinnustarfsemi og búa við Laugaveginn og í nágrenni hans þurfa líka að leggja sitt af mörkum. Íbúarnir verða að gera sér grein fyrir því að með því að velja það að búa í eða við miðbæjarkjarna og njóta alls þess sem slík hverfi hafa upp á að bjóða verða þeir líka að sætta sig við tilveru veitingahúsanna á kvöldin og um helgar. Ógæfufólk á þar hins vegar ekki heima og það hlýtur að vera sérstakt verkefni yfirvalda að sjá svo um að það sé ekki þarna. Þetta vandamál er ekki einskorðað við Laugaveginn, heldur vel þekkt í borgarkjörnum víða, og ættum við að geta lært af reynslu annarra í þessum efnum. Fótgangandi lögregluþjónar á þeim tímum sem mest er um að vera á Laugaveginum hafa áreiðanlega sitt að segja til að leysa vandamálið og öflugt hreinsunarstarf borgaryfirvalda ætti að vera sjálfsagt mál um helgar. Það væri sannarlega skref afturábak ef öll hin líflega starfsemi sem skotið hefur rótum við Laugaveginn á undanförnum árum legðist af. Gatan hefur breyst úr því að vera mikil verslunargata í það að vera aðlaðandi borgarhluti með veitingastöðum og sérverslunum líkt og víða í nágrannalöndunum. Ef allir leggjast á eitt um að bæta ástandið og hlúa að götunni getum við áfram fengið okkur göngutúr á Laugaveginum, ekki síst nú í aðdraganda jólanna,en hvergi er að finna skemmtilegri stemningu í borginni en einmitt þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Undanfarna tvo daga hafa birst hér á síðum Fréttablaðsins ógeðfelldar lýsingar á ástandinu á Laugavegi í kjölfar þess að ráðist var á mann þar snemma að laugardagsmorgni. Verslunareigendur og kaupmenn við götuna gefa ófagra lýsingu á ástandinu þar, einkum um helgar. Vilja þeir meina að ástandið megi rekja til bara sem starfræktir eru við götuna. Pétur Arason býr við Laugaveg og varð nýlega fyrir því að ráðist var á hann um hábjartan dag með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði. Hann lýsir ástandinu svo: "Stór hluti af vandamálinu er barir þarna á svæðinu. Þar fer fram fíkniefnasala eins og um hverja aðra kjörbúð sé að ræða." Hann segir að lögreglunni hafi margsinnis verið bent á þetta, en þessi starfsemi hafi viðgengist þarna i mörg ár. Auk þess að benda lögreglunni á þetta hafi hann rætt vandamálið við borgarfulltrúa en án árangurs. Þetta er ófögur lýsing á ástandinu við Laugaveg, aðalverslunargötu höfuðborgarinnar, og þarna þurfa borgaryfirvöld og lögreglan greinilega að taka til hendinni. Laugavegurinn hefur verið á uppleið að undanförnu og þar eru fyrirhugaðar miklar framkvæmdir varðandi uppbyggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Borgaryfirvöldum ber að verja og vernda Laugaveginn og stuðla að uppbyggingu. Þar hefur heilmikið verið gert á undanförnum árum og nú síðast var kaflinn á milli Barónsstígs og Snorrabrautar tekinn í gegn, auk þess sem þar var tekið í notkun nýtt bílageymsluhús á móti gamla Röðli og færi vel á því að húsið bæri það nafn. Þeir sem reka þarna atvinnustarfsemi og búa við Laugaveginn og í nágrenni hans þurfa líka að leggja sitt af mörkum. Íbúarnir verða að gera sér grein fyrir því að með því að velja það að búa í eða við miðbæjarkjarna og njóta alls þess sem slík hverfi hafa upp á að bjóða verða þeir líka að sætta sig við tilveru veitingahúsanna á kvöldin og um helgar. Ógæfufólk á þar hins vegar ekki heima og það hlýtur að vera sérstakt verkefni yfirvalda að sjá svo um að það sé ekki þarna. Þetta vandamál er ekki einskorðað við Laugaveginn, heldur vel þekkt í borgarkjörnum víða, og ættum við að geta lært af reynslu annarra í þessum efnum. Fótgangandi lögregluþjónar á þeim tímum sem mest er um að vera á Laugaveginum hafa áreiðanlega sitt að segja til að leysa vandamálið og öflugt hreinsunarstarf borgaryfirvalda ætti að vera sjálfsagt mál um helgar. Það væri sannarlega skref afturábak ef öll hin líflega starfsemi sem skotið hefur rótum við Laugaveginn á undanförnum árum legðist af. Gatan hefur breyst úr því að vera mikil verslunargata í það að vera aðlaðandi borgarhluti með veitingastöðum og sérverslunum líkt og víða í nágrannalöndunum. Ef allir leggjast á eitt um að bæta ástandið og hlúa að götunni getum við áfram fengið okkur göngutúr á Laugaveginum, ekki síst nú í aðdraganda jólanna,en hvergi er að finna skemmtilegri stemningu í borginni en einmitt þar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun