Lífsbaráttan við Djúp 28. desember 2005 00:01 Vestfirðingar hafa löngum þurft að berjast fyrir tilveru sinni á norðvesturhorni landsins og þar hafa skipst á skin og skúrir varðandi byggðamál. Fólki hefur fækkað mjög mikið í sveitahreppum þar á síðustu árum, að ekki sé talað um heilu byggðarlögin sem fóru í eyði á Hornströndum og á norðanverðum Ströndum um og upp úr miðri síðustu öld. Þar verður varla föst búseta aftur. Samgöngumálin hafa lengi verið erfið Vestfirðingum og þeim sem leggja leið sína þangað en bylting varð þó í þeim málum þegar Djúpvegurinn var opnaður, því fram að því urðu Vestfirðingar að mestu að treysta á samgöngur í lofti og á sjó yfir vetrartímann. Þrátt fyrir veginn um Ísafjarðardjúp og margs konar áætlanir um eflingu byggðar þar er það þó staðreynd að sífellt fækkar þar byggðum bólum. Jafnframt minnkar þjónustan eins og dæmin sanna. Lengi vel hélt Djúpbáturinn uppi mikilvægri þjónustu við bæi og byggðakjarna beggja megin Ísafjarðardjúps en nú er sá tími liðinn. Það nær auðvitað ekki nokkurri átt að skilja póst eftir í gámi á víðavangi á afskekktum stöðum og spurning hvort það varðar ekki við lög, því oft geta verið ýmiss konar verðmæti í póstinum, að ekki sé talað um venjulegan póst, sem á ekki að vera í gámi á víðavangi við Ísafjarðardjúp frekar en annars staðar á landinu. Íbúar við Ísafjarðardjúp máttu því ekki við því að þjónusta við þá yrði skert eins og nú eru horfur á varðandi starfsemi Íslandspósts við Djúpmenn. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa tilkynnt að breytingar verði á starfsemi þess á svæðinu sem valda því að íbúarnir fá ekki þá þjónustu sem þeir fengu áður, þótt Íslandspóstur standi eftir sem áður við að dreifa pósti þar. Það er önnur og persónulegri þjónusta sem fellur niður samhliða þessum breytingum, sem ekki fellur beint undir Póstinn, en bæði sveitarfélagið og önnur yfirvöld á svæðinu hljóta að bregðast við og sjá til þess að þeir fáu íbúar sem enn eru þarna fái sömu þjónustu og áður. Málið snýst um að koma pósti og öðrum nauðsynjum til innan við tuttugu sveitabæja, sem ekki ætti að vera ofverkið hjá samfélaginu við þessa dreifðu og afskekktu byggð. Í dag eru veittir alls konar styrkir til flutninga- og byggðamála og því ætti það að vera útlátalítið að tryggja að fólkið á þessum fáu bæjum fái nauðsynjar heim til sín nokkrum sinnum í viku og búi þar við svipaðar aðstæður og aðrir íbúar á landsbyggðinni. Það nær auðvitað ekki nokkurri átt að skilja póst eftir í gámi á víðavangi á afskekktum stöðum og spurning hvort það varðar ekki við lög, því oft geta verið ýmiss konar verðmæti í póstinum, að ekki sé talað um venjulegan póst, sem á ekki að vera í gámi á víðavangi við Ísafjarðardjúp frekar en annars staðar á landinu. Hlutafélagavæðing ríkisfyrirtækja eins og Póstsins og Símans og sala þess síðarnefnda hefur óneitanlega komið illa við marga á Vestfjörðum sem máttu síst við skerðingu á þjónustu eða að störfum fækkaði í þessum landsfjórðungi. Peningahyggjan og baráttan við afkomutölurnar má ekki ná yfirhöndinni og stjórna öllu í landinu, þar verða líka að koma til sanngjörn samfélagsleg sjónarmið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Vestfirðingar hafa löngum þurft að berjast fyrir tilveru sinni á norðvesturhorni landsins og þar hafa skipst á skin og skúrir varðandi byggðamál. Fólki hefur fækkað mjög mikið í sveitahreppum þar á síðustu árum, að ekki sé talað um heilu byggðarlögin sem fóru í eyði á Hornströndum og á norðanverðum Ströndum um og upp úr miðri síðustu öld. Þar verður varla föst búseta aftur. Samgöngumálin hafa lengi verið erfið Vestfirðingum og þeim sem leggja leið sína þangað en bylting varð þó í þeim málum þegar Djúpvegurinn var opnaður, því fram að því urðu Vestfirðingar að mestu að treysta á samgöngur í lofti og á sjó yfir vetrartímann. Þrátt fyrir veginn um Ísafjarðardjúp og margs konar áætlanir um eflingu byggðar þar er það þó staðreynd að sífellt fækkar þar byggðum bólum. Jafnframt minnkar þjónustan eins og dæmin sanna. Lengi vel hélt Djúpbáturinn uppi mikilvægri þjónustu við bæi og byggðakjarna beggja megin Ísafjarðardjúps en nú er sá tími liðinn. Það nær auðvitað ekki nokkurri átt að skilja póst eftir í gámi á víðavangi á afskekktum stöðum og spurning hvort það varðar ekki við lög, því oft geta verið ýmiss konar verðmæti í póstinum, að ekki sé talað um venjulegan póst, sem á ekki að vera í gámi á víðavangi við Ísafjarðardjúp frekar en annars staðar á landinu. Íbúar við Ísafjarðardjúp máttu því ekki við því að þjónusta við þá yrði skert eins og nú eru horfur á varðandi starfsemi Íslandspósts við Djúpmenn. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa tilkynnt að breytingar verði á starfsemi þess á svæðinu sem valda því að íbúarnir fá ekki þá þjónustu sem þeir fengu áður, þótt Íslandspóstur standi eftir sem áður við að dreifa pósti þar. Það er önnur og persónulegri þjónusta sem fellur niður samhliða þessum breytingum, sem ekki fellur beint undir Póstinn, en bæði sveitarfélagið og önnur yfirvöld á svæðinu hljóta að bregðast við og sjá til þess að þeir fáu íbúar sem enn eru þarna fái sömu þjónustu og áður. Málið snýst um að koma pósti og öðrum nauðsynjum til innan við tuttugu sveitabæja, sem ekki ætti að vera ofverkið hjá samfélaginu við þessa dreifðu og afskekktu byggð. Í dag eru veittir alls konar styrkir til flutninga- og byggðamála og því ætti það að vera útlátalítið að tryggja að fólkið á þessum fáu bæjum fái nauðsynjar heim til sín nokkrum sinnum í viku og búi þar við svipaðar aðstæður og aðrir íbúar á landsbyggðinni. Það nær auðvitað ekki nokkurri átt að skilja póst eftir í gámi á víðavangi á afskekktum stöðum og spurning hvort það varðar ekki við lög, því oft geta verið ýmiss konar verðmæti í póstinum, að ekki sé talað um venjulegan póst, sem á ekki að vera í gámi á víðavangi við Ísafjarðardjúp frekar en annars staðar á landinu. Hlutafélagavæðing ríkisfyrirtækja eins og Póstsins og Símans og sala þess síðarnefnda hefur óneitanlega komið illa við marga á Vestfjörðum sem máttu síst við skerðingu á þjónustu eða að störfum fækkaði í þessum landsfjórðungi. Peningahyggjan og baráttan við afkomutölurnar má ekki ná yfirhöndinni og stjórna öllu í landinu, þar verða líka að koma til sanngjörn samfélagsleg sjónarmið.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun