Ný sundlaug og stærri salir í Laug 4. janúar 2005 00:01 "Á annan í jólum fengum við 900 manns hingað og var þó bara opið frá 10-18. Það segir mér að fólk komi vegna þess að því þyki gaman en ekki bara til að púla," segir Björn Leifsson framkvæmdastjóri í World Class í Laugardal. Stór innilaug, nýir leikfimisalir, fundarsalur með fullkomnum búnaði og fleiri þrekþjálfunartæki eru að bætast við þá heilsuræktaraðstöðu sem fyrir var í Laugum. Sundlaugarnar eru í eigu Reykjavíkurborgar og nýja innilaugin verður að mestu notuð til æfinga og kennslu en önnur mannvirki eru á vegum World Class sem Björn rekur af miklum myndarskap. "Hér eru níu þúsund manns að æfa að staðaldri og ég stefni að því að fjölga þeim í 11 þúsund þegar kemur fram í mars," segir hann galvaskur. Björn hugsar reyndar mun lengra en fram í mars því hann er með stóra drauma og óskir um uppbyggingu í Laugardalnum til framtíðar. En áður en við förum út í þá sálma göngum við um sali og virðum fyrir okkur þær framkvæmdir sem standa yfir á vegum World Class og kosta rúmar 60 milljónir, að sögn Björns. Fyrst komum við að nýjum skrifstofum og tæknilega fullkomnu herbergi fyrir smærri fundi er bætist við þann ráðstefnusal sem fyrir er og Björn segir hafa vakið lukku. "Menn eru hrifnir af því að geta endað fundi úti í laug eða í baðstofu," segir hann. Búið er að opna nýjan og hljóðlátan jógasal og tvo 250 fermetra leikfimisali með fjaðrandi gólfi fyrir pallaleikfimi, dans og hvað sem er. Auk þess er verið að stækka tækjasalinn um 400 fermetra. "Hver hefði trúað því að við mundum sprengja af okkur húsnæðið á einu ári," segir Björn brosandi og lýsir jafnfram fjölgun þrektækja sem eftir breytingar eru 310 talsins og í spinningsalnum hefur hjólum fjölgað úr 25 í 40. "Fólk er hrifið af aðstöðunni hér og aldurshópurinn hefur breikkað hjá okkur. Við höldum hávaða í lágmarki, spilum bara þægilega tónlist og lögun og loft salarins hindrar hljóðendurkast," segir Björn. Við höldum áfram að ganga um hin víðáttumiklu húsakynni Lauga. Komum að veitingastöðum, hárgreiðslustofu, nuddstofum, snyrtistofum og gufuböðum með ótal útfærslum. Óneitanlega er gaman að virða fyrir sér þessa aðstöðu sem ásamt sundlaugunum skapar fjölbreytta möguleika til heilsuræktar og dekurs. Heilsa Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Fleiri fréttir Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Sjá meira
"Á annan í jólum fengum við 900 manns hingað og var þó bara opið frá 10-18. Það segir mér að fólk komi vegna þess að því þyki gaman en ekki bara til að púla," segir Björn Leifsson framkvæmdastjóri í World Class í Laugardal. Stór innilaug, nýir leikfimisalir, fundarsalur með fullkomnum búnaði og fleiri þrekþjálfunartæki eru að bætast við þá heilsuræktaraðstöðu sem fyrir var í Laugum. Sundlaugarnar eru í eigu Reykjavíkurborgar og nýja innilaugin verður að mestu notuð til æfinga og kennslu en önnur mannvirki eru á vegum World Class sem Björn rekur af miklum myndarskap. "Hér eru níu þúsund manns að æfa að staðaldri og ég stefni að því að fjölga þeim í 11 þúsund þegar kemur fram í mars," segir hann galvaskur. Björn hugsar reyndar mun lengra en fram í mars því hann er með stóra drauma og óskir um uppbyggingu í Laugardalnum til framtíðar. En áður en við förum út í þá sálma göngum við um sali og virðum fyrir okkur þær framkvæmdir sem standa yfir á vegum World Class og kosta rúmar 60 milljónir, að sögn Björns. Fyrst komum við að nýjum skrifstofum og tæknilega fullkomnu herbergi fyrir smærri fundi er bætist við þann ráðstefnusal sem fyrir er og Björn segir hafa vakið lukku. "Menn eru hrifnir af því að geta endað fundi úti í laug eða í baðstofu," segir hann. Búið er að opna nýjan og hljóðlátan jógasal og tvo 250 fermetra leikfimisali með fjaðrandi gólfi fyrir pallaleikfimi, dans og hvað sem er. Auk þess er verið að stækka tækjasalinn um 400 fermetra. "Hver hefði trúað því að við mundum sprengja af okkur húsnæðið á einu ári," segir Björn brosandi og lýsir jafnfram fjölgun þrektækja sem eftir breytingar eru 310 talsins og í spinningsalnum hefur hjólum fjölgað úr 25 í 40. "Fólk er hrifið af aðstöðunni hér og aldurshópurinn hefur breikkað hjá okkur. Við höldum hávaða í lágmarki, spilum bara þægilega tónlist og lögun og loft salarins hindrar hljóðendurkast," segir Björn. Við höldum áfram að ganga um hin víðáttumiklu húsakynni Lauga. Komum að veitingastöðum, hárgreiðslustofu, nuddstofum, snyrtistofum og gufuböðum með ótal útfærslum. Óneitanlega er gaman að virða fyrir sér þessa aðstöðu sem ásamt sundlaugunum skapar fjölbreytta möguleika til heilsuræktar og dekurs.
Heilsa Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Fleiri fréttir Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Sjá meira