Hlýja mér í hjartanu 5. janúar 2005 00:01 "Ég er voðalega mikill lúði í svona málum. Ég held að ég eigi ekki einn skartgrip. Ég er sko engin pæja," segir Katrín aðspurð um uppáhaldsflíkina en þegar hún er sannfærð um að uppáhaldið þurfi ekki að vera pæjuflík þá dettur henni strax eitt í hug. "Vinkona mín prjónaði á mig vettlinga sem eru ekki með neinum puttum. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að kalla þá - griffluvettlinga kannski? Þeir eru voðalega þægilegir og ná langt upp þannig að þeir hlýja mér í hjartanu," segir Katrín sem er aldeilis fegin að eiga svona klára vinkonu. "Hún er rosa dugleg að prjóna og það er munur að eiga vinkonu sem getur hannað á mann flíkur." "Vettlingarnir eru dökkrauðir með gullglans í þeim og ég nota þá alla daga. Þeir eru bráðnauðsynlegir í þessu veðri núna. Ég get meira að segja spilað á harmonikkuna í þeim. Ég hef reyndar bara gert það einu sinni en ég get það samt. Við erum yfirleitt ekki að spila í það miklum kulda," segir Katrín en hún er á fullu með Brúðarbandinu og reynir að halda jafnvægi milli hljómsveitarinnar og fjölskyldunnar. "Við æfum líka mjög reglulega og erum alltaf að búa til ný lög. Þetta er svo gaman og það er mun auðveldara að spila núna en var áður. Við erum orðnar aðeins sjóaðri en alls engir atvinnumenn," segir Katrín að lokum og hlær. Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
"Ég er voðalega mikill lúði í svona málum. Ég held að ég eigi ekki einn skartgrip. Ég er sko engin pæja," segir Katrín aðspurð um uppáhaldsflíkina en þegar hún er sannfærð um að uppáhaldið þurfi ekki að vera pæjuflík þá dettur henni strax eitt í hug. "Vinkona mín prjónaði á mig vettlinga sem eru ekki með neinum puttum. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að kalla þá - griffluvettlinga kannski? Þeir eru voðalega þægilegir og ná langt upp þannig að þeir hlýja mér í hjartanu," segir Katrín sem er aldeilis fegin að eiga svona klára vinkonu. "Hún er rosa dugleg að prjóna og það er munur að eiga vinkonu sem getur hannað á mann flíkur." "Vettlingarnir eru dökkrauðir með gullglans í þeim og ég nota þá alla daga. Þeir eru bráðnauðsynlegir í þessu veðri núna. Ég get meira að segja spilað á harmonikkuna í þeim. Ég hef reyndar bara gert það einu sinni en ég get það samt. Við erum yfirleitt ekki að spila í það miklum kulda," segir Katrín en hún er á fullu með Brúðarbandinu og reynir að halda jafnvægi milli hljómsveitarinnar og fjölskyldunnar. "Við æfum líka mjög reglulega og erum alltaf að búa til ný lög. Þetta er svo gaman og það er mun auðveldara að spila núna en var áður. Við erum orðnar aðeins sjóaðri en alls engir atvinnumenn," segir Katrín að lokum og hlær.
Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira