Deilt um hvert sé rétta mataræðið 9. janúar 2005 00:01 Viltu lifa lengi? Reykta kjötið um jólin hefur líklega ekki lengt lífið en vín og dökkt súkkulaði gætu hafa vegið á móti. Þeir sem gæddu sér líka á ávöxtum og grænmeti eru vel staddir því rétta matarætið gæti dregið úr tíðni hjartasjúkdóma um allt að þrjá fjórðu. Fyrir um ári var birt greini í vísindatímaritinu British Medical Journal þar sem mælt var með svokallaðri fjölpillu, það er að segja pillu sem inniheldur aspirín, fólínsýru, kólestróllækkandi lyf og blóðþrýstingslækkandi lyf. Hollenskir vísindamenn birtu í vikunni aðra grein í sama blaði þar sem þeir gefa lítið fyrir pilluátið og mæla með því að menn borði góðan mat í staðinn. Þannig megi minnka líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum um 76 prósent. Í stað fjölpillu mæla þeir því með fjölmáltíð sem hljómar hreint ekki ógirnilega. Hún inniheldur fisk, vín, dökkt súkkulaði, ávexti og grænmeti, hvítlauk og möndlur og áhrifin eru nánast þau sömu og fjölpillan hefur. Hundrað og fimmtíu millilítrar af víni minnka líkurnar á hjartasjúkdómum um 32 prósent, segja hollensku læknarnir. Sé fiskur á borðum fjórum sinnum í viku minnka líkurnar um fjórtán prósent. Hundrað grömm af dökku súkkulaði á dag sem og fjögur hundruð grömm af ávöxtum og grænmeti lækka blóðþrýstinginn og hvítlaukur og möndlur hafa jákvæð áhrif á kólesterólstigið. Sérfræðingarnir segja engar aukaverkanir þekktar, ólíkt því sem segja má um fjölpilluna, nema þá ef nefna á andremmu sökum mikils hvítlauksáts. Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Viltu lifa lengi? Reykta kjötið um jólin hefur líklega ekki lengt lífið en vín og dökkt súkkulaði gætu hafa vegið á móti. Þeir sem gæddu sér líka á ávöxtum og grænmeti eru vel staddir því rétta matarætið gæti dregið úr tíðni hjartasjúkdóma um allt að þrjá fjórðu. Fyrir um ári var birt greini í vísindatímaritinu British Medical Journal þar sem mælt var með svokallaðri fjölpillu, það er að segja pillu sem inniheldur aspirín, fólínsýru, kólestróllækkandi lyf og blóðþrýstingslækkandi lyf. Hollenskir vísindamenn birtu í vikunni aðra grein í sama blaði þar sem þeir gefa lítið fyrir pilluátið og mæla með því að menn borði góðan mat í staðinn. Þannig megi minnka líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum um 76 prósent. Í stað fjölpillu mæla þeir því með fjölmáltíð sem hljómar hreint ekki ógirnilega. Hún inniheldur fisk, vín, dökkt súkkulaði, ávexti og grænmeti, hvítlauk og möndlur og áhrifin eru nánast þau sömu og fjölpillan hefur. Hundrað og fimmtíu millilítrar af víni minnka líkurnar á hjartasjúkdómum um 32 prósent, segja hollensku læknarnir. Sé fiskur á borðum fjórum sinnum í viku minnka líkurnar um fjórtán prósent. Hundrað grömm af dökku súkkulaði á dag sem og fjögur hundruð grömm af ávöxtum og grænmeti lækka blóðþrýstinginn og hvítlaukur og möndlur hafa jákvæð áhrif á kólesterólstigið. Sérfræðingarnir segja engar aukaverkanir þekktar, ólíkt því sem segja má um fjölpilluna, nema þá ef nefna á andremmu sökum mikils hvítlauksáts.
Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira