Innlent

Álagning hækkar ekki

Á morgun mun Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri leggja fyrir borgarráð tillögu um að álagningarprósenta fasteignaskatts muni ekki hækka, líkt og gert er ráð fyrir samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar sem samþykkt var í desember. Þá var samþykkt að hækka álagningu fasteignaskatts úr 0,32 prósentum í 0,345 prósent, en ef tillagan verður samþykkt mun álagningarprósentan verða 0,32 eins og áður. Steinunn Valdís segir að það hafi ekki legið fyrir hver hækkun fasteignamats yrði nú um áramót. Það hefði ekki orðið ljóst fyrr en 23. desember þegar auglýsing kom frá fjármálaráðuneytinu. Gert hafi verið ráð fyrir 12 prósenta hækkun, en raunin hafi verið að fasteignamat sérbýlis hækkaði um 20 prósent og fasteignamat fjölbýlis hækkaði um 13 prósent. Steinunn Valdís segir jafnframt að með hækkun álagningar hefði borgin aukið tekjur sínar um 130 milljónir. Vegna breyttra forsenda mun borgin auka tekjur sínar um 103,6 milljónir með því að hækka álagninguna ekki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×