Menning

Allir geta lært að teikna

"Fólk áttar sig oft ekki á því að það geta allir lært að teikna," segir Ásta Ólafsdóttir sem kennir fullorðnum myndlist hjá Mímir símenntun. Námskeiðið er ætlað öllum sem einhverja ánægju hafa af myndlist og vilja læra að teikna, nota liti, læra um fjarvídd og fleira. "Í námskeiðinu ætla ég að veita innsýn inn í allt sem viðkemur grunnatriðum myndlistar. Þetta verður ekki flóknara en það að við byrjum á að teikna línu en allir fara heim með fullunnar teikningar og málverk í lok námskeiðsins. Við munum ræða hvaða litir eru grunnlitir og hvernig við blöndum liti til að fá út aðra liti," segir Ásta og bætir við að fólk verði aldrei fullnuma í myndlist frekar en annari list. "Það er sama hvort þú ert með próf frá flottum skóla, þú getu alltaf lært meira. Teikning er stöðug æfing, þetta er eins og í líkamsþjálfun, þú ert aldrei búin að læra svo mikla leikfimi að þú þurfir aldrei aftur að mæta."

Lestu ítarlegra viðtal við Ástu og skoðaðu fleiri hugmyndir að skemmtilegum námskeiðum í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×